Fálkinn - 12.08.1955, Blaðsíða 10
10
FÁLKINN
FUAMHALDSSAGA:
PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI
Prinsarnir þrír
og gullfuglinn
21. Morguninn eftir, þegar gull-
smiðurinn kom á verkstæSið, fékk
hann hringinn. Hann fór með liann tiJ
konungsins, sem borgaði honum ríku-
lega. Svo lét hann kalla stúlkuna fyr-
ir sig og sagði: „Hérna er hringur-
inn, gerðu svo vel!“ — Nú sagði hún
að sig langaði til að liorfa á kappleik
riddaranna. Kóngurinn lét það eftir
henni, og lét riddarana efna til burt-
reiða, með venjuiegum hætti. Ridd-
ararnir reyndu að felia hver annan
af baki með burtstöngunum.
1. mynd: Pína og Pusi segja pabba og mömmu alla ferðasöguna. — 2. mynd:
Megum við ekki hafa Joko og Uglu. — N'ei, það megið þið ekki, börn. 3. mynd:
Æ, þau langar svo að vera hjá okkur. Við megum ekki reka þau burt. — 4. mynd:
— Ja, hvað á maður að gera. — Pabba dettur ráð í hug. — 5. mynd: Við getum
sett Joko i dýragarðinn. Þar eru aðrir apar að leika sér. — 6. mynd: Já, það
er ráð, Joko. iÞað er voðalega gaman þar. — 7. mynd: Dýragarðurinn er langt
í burtu. Þau fara þangað með járnbraut. — 8. mynd: Hérna er það! Sjáðu öll
dýrin. Hvar skyldu aparnir vera?
Þegar yngsti prinsinn frétti þetta
fór hann á hestamarkaðinn og keypti
sér hest og reið á kappmótið. Hann
var þaulæfður riddari, og þegar liann
kom á mótið frétti hann að báðir
bræður hans tækju þátt i því.
22. Enginn hafði getað sigrað
kóngssynina tvo, en sá yngsti fékk
sér oddlausa lensu og hrinti fyrst
eldri bróður sínum úr hnakknum og
svo hinum. Og síðan sigraði hann alla
andstæðinga sína. Unga stúlkan horfði
á leikinn og dáðist að manninum.
Þegar konungurinn frétti um hinn
unga, ókunna mann, sem hafði sigrað
syni hans og alla Jiina höfðingjana,
lét hann leggja á hestinn sinn. Hann
ætlaði sjálfur að hitta þennan frækna
mann. Þegar hann kom á reiðvöliinn
sá hann undir eins að þetta var eng-
inn annar en yngsti sonur Jians, sem
sagður var dauður. Konungurinn
fagnaði honum innilega og faðmaði
hann. „Þú ert þá lifandi, sonur minnl
Bræður þinir sögðu að þú værir
dauður!“
23. Prinsinn sagði föður sínum
alla söguna. „Já, ég lifi, og það var
ég sem náði í ungu stúlkuna, gull-
fuglinn og sverðið. Og ég vann garð-
inn af eiganda hans. Þar fann ég
bræður mína í fangelsi og bjargaði
þcim, en þeir launuðu mér lífgjöfina
með svikum. Nú vil ég giftast prins-
essunni."
„Já,“ sagði konungur, „og héðan í
frá skalt þú vera herra og konungur
minn og bræðra þinna. Þú getur drep-
ið þá ef þú vilt, en fyrirgefið þeim
SONJA HEINE
hélt i vetur veislu, sem mikið var
talað um í Hollywood. Þar voru 200
gestir og allir klæddir sem leiktrúðar,
svo að nokkrir ekta trúðar, sem
fengnir voru til að skemmta, þekktust
ekki úr. Sjálf kom Sonja inn í veislu-
salinn ríðandi uppi á fíl, en líka var
flóðhestur boðinn í veisluna og fjöldi
fugla flögraði um salinn og stórir bal-
ar með fiskum voru i hverju horni.
Þetta var dýr auglýsing, en Sonja
veit hvað hún syngur. Ilún veit að
það er nauðsynlegt að minna á að hún
sé til og í fullu fjöri, þó að lnin sé
komin á fimmtugsaldur. Hún græðir
of fjár á „Ice-Shows“ þeim sem hún
ferðast með um Bandarikin þótt marg-
ir segi, að ef liún ætti að keppa í list-
hlaupi núna, mundi hún ekki komast
í hóp þeirra tuttugu, sem nú eru tald-
ar bestar á skautum, en aðrir and-
mæla þvi, og fuilyrða að enn sé engin
henni fremri í „skylduhlaupi" á skaut-
um, þó að ýmsir kunni hins vegar
fleiri fimleikabrögð en Sonja.
í sumar ætlar hún í sýningaferð til
Lundúna og Parísar og hefir um 40
manna lið með sér.
ef þú vilt það heldur.“ — Ég fyrirgef
þeim,“ sagði prinsinn, og svo hélt
Jiann brúðkaup með prinsessunni
fögru. Hann var konungur í mörg ár
og stjórnaði ríki sínu af dugnaði og
fyrirhyggju. E n d i r .
— Þetta gerir reikninginn einfald-
ari — ég hafði 18 aurum of lítið í
minni hirslu.
— Svei, hvar var hún eiginlega
spennandi ...
— Skelfingar sóðaskapur er þetta . . .
Ljósmyndari með fegurðarsmekk.
Ameríski orgelsmiðurinn Wurlitzer
hefir smíðað hljóðlaust píanó, ætiað
fólki sem þarf að æfa sig mikið, en
vill ekki gera nágrönnunum ónæði. í
sambandi við hljóðfærið eru heyrnar-
tól svo að píanóleikarinn getur lieyrt
til sjálfs síns og látið kennarann sinn
heyra líka.