Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1955, Side 3

Fálkinn - 19.08.1955, Side 3
FÁLKINN 3 11 af þátttakendum í fegurðarsamkeppninni. Fegurðardrottning íslands, Arna Hjörleifsdóttir, er önnur frá viistri í aftari röð. Anna Tryggvadóttir er yst til vinstri í fremri röð, en Staingerður Þórisdóttir önnur frá hægii í aftari röð. Ljósm.: Vignir. Arna Hjörleifsdóttir. Ljósm.: Kaldal. Arna Hjörleifsdóttir frii Ahureyri kförin „Jcgurðardroilning jslands“ Fegurðardrottning íslands 1955 var kjörin í Tivoli s. 1. sunnudagskvöld. Völdu áliorfendur, sem voru milli 8 og 9 þúsund Örnu Hjörleifsdóttur frá Akureyri, úr ’hópi 13 stúlkna, sem komu þar frant til þess að keppa um hinn eftirsóknarverða titii. Á mánudagskvöldið voru úrslitin tiikynnt í Tívoli, og koniu þá fram á sundbol þær þrjár stúlkur, sem hlut- skarpastar höfðu orðið. Var þeim fagnað mjög af miklum fjölda áhorf- enda. Arna Hjörleifsdóttir frá Akureyri er dóttir Hjörleifs Árnasonar, sjó- manns og konu hans, Gróu Hertervig. Hún er 21 árs að aldri. Anna Tryggvadóttir, sem varð önn- ur í röðinni er dóttir Tryggva Ófeigs- sonar útgerðarmanns í Reykjavík. Hún er 19 ára gömul. Steingerður Þórisdóttir hlaut þriðja sætið. Hún er úr Reykjavík, dóttir Þóris Kjartanssonar í Landsbankan- um. Hún er 20 ára, gift og á eitt harn. Fegurðardrottning íslands hlýtur að verðlaunum tvo kjóla, cocktail-kjól og kvöldkjól, en auk þess verður kost- uð för hennar á fegurðarsamkeppnina i London í október, en þar verður val- in fegurðardrottning heimsins. Önnur verðiaun i keppninni, er dragt, skór og taska, en þriðju verðlaun vönduð vetrarkápa. Hin gifurtega aðsókn að Tívoli í sambandi við fegurðarsamkeppnina sannar það á órækan hátt, live mikl- um vinsældum liún á að fagna meðal Reykvíkinga, og það er nú tjóst orðið, að slík keppni hlýtur að verða fastur liður í bæjarlífinu á næstu árum. Öil tilhögun i sambandi við keppnina er lika orðin miklu betri en áður hefir verið, en þó skortir enn mjög á, að fyrirkomulagið sé viðunandi og sam- bærilegt við það, sem tíðkast meðat annárra þjóða. Það virðist þó „liggja í loftinu“, að á næsta ári niuni verða mikil breyting til batnaðar, því að þá munu aliar fegurðardísirnar koma fram i sundbol, eins og tiðkast á feg- urðarsamkeppnum annars staðar. *

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.