Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1955, Qupperneq 5

Fálkinn - 19.08.1955, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 Sprengor heitir prófessor einn i hollenska landbúnaðarráðuneytinu, sem telur sig hafa fundið aðferð til að gera gras að allra besta manha- mat. Hann hefir gert tilraunir með þetta í mörg ár og nú framleiöir hann grasmél, sem hann telur ágæta fæðu. Hefir hann reynt mélið á hænsnum, og gefst ágætlega að öllu öðru leyti en því, að hænhrnar sem éta rhélið, verpa grænum eggjum. Sámkvæmt því ættu börnin að fæðast græn þegar mannkynið fer að éta grasmélið prófessorsins. Trevino hershöfðingi segir, að ann- að tivort séu of margir hershöfðingj- ar eða of fáir hermenn í mexíkanska bernum. Hershöfðingjarnir eru 1500 og svarar það til 1.200.000 manna hers, eftir því sem gerist i öðrum löndum. En allur herinn í Mexico er aðeins 55 þúsund manns, svó að ekki komá nema 37 mann á hvern hers- höfðingja. Langlífið er miklu méira í jurta- ríkinu en dýraríkinu. Það er talið flð' til séu runnar, allt að 13.000 ára gamlir og risafururnar í Kalifornin eru nokkur þúsund ára. Krókódílar og hvalir eru langlifastir allra dýra og geta örðið nokkur hundruð ára gamlir. Laxinn getur orðið 80—90 ára og örn og suraar villigæsir áttræð. Gary Cooper og Grace Kelly í „High Noon“, sem Cooper fékk OscarverS- launin fyrir 1952. í háskóianum í Manchéster Iiefir verið sett upp sérstök deild lil að útskrifa kjarnorku-verkfræðinga. — Manchestérháskólinn er sá fyrsti i Evrópu, sem veitir sérnám i þessari grein. Fyrir nokkrum árum féll ljósrauð- ur snjór, ofurlítið saltur á bragðið, á Ítalíu. Þetta stafaði af því að snjór- inn hafði farið gegnum ský af dusti frá eldgosi. Gleymdi reiðbuxunum mínum. Kem til að sækja þær. Þögn. Tréspænirnir fjúka. Þeir tálga af tilfinningu og lita við og við á- hvors annars spýtu. Loks segir Cooper: ■— Hver er það sem leikur í leikritinu þarna inni — hvað heitir það nú aftur? Er það ekki „Blood on the Moon“? — Jú. Robert Mitchum og Barhara Bel Geddes, minnir mig. Löng þögn aftur. Svo segir Brennan: — Nú fara kýrnar mínar i Oregon bráðum að berá. ■— Margir kálfar? ---- Já, ég get ekki kvartað. Með bverjum leikurðu í „Good Sam“? — Ann Sheridan. Og nokkrum geðslegum nýliðum. Manstu þegar við svéltum báðir, Walter? — Já, og svo lentum við báðir í grautarskálinni. Alveg eins og Mitch- um núna. Nú þegja þeir langalengi en brosa hvor framan í annan. — Skrítið lif þetta, segir Cooper og stendur Upp og veifar hendinni ■til Brennans. og fer. U.ng stúlka, sem hefir setið í legu- stól skammt frá lítur við og, gægist til Brennans undir liattbarðinu. Það er Barbara Bel. Geddes. — Mér sýndist þú vera að reyna að leika „sterka og dula karlmennið“ líka. Þú ert ekki vanur að vera svona þegjandalegur. Brennan hló. — Það er ómögulegt að tala við Cooper öðru visi en svona. Ef þú talar mikið við hann segir hann situr á timburhlaða og er að tálga spýtu. — Hallo, Coop! kallar Brennan. — Komdu hérna og tylltu þér! Cooper stigur yfir planka. — Sæll, Walter. segir hann. Þögn. — Hérna! segir Brennan eftir dá- litla stund. — Hérna er spýta handa þér lika. Og ef þú vilt ekki talá þá geturðu lálgað i staðinn. Ég kann svo i!la við að sjá þig alveg aðgerðalausan. Cooper fer að tálga og tálgar lengi þegjandi. Loksins segir hann: — Hvað viltu að ég tali um', Walter? — Um hvað sem er. Áttu að leika meira i „Good Sam“? — Nei, ég er búinn með hann. Gary Cooper sem „Sergeant York“, sem er talið besta hlutverk hans og hann fékk kvikmyndaverðlaun fyrir, árið 1941. Það er sannað að karlmenn hafa heilbrigðari og betur vaxna fætur en kvenfólkið. Þetta stafar eingöngu af því að margt kvenfólk notar háa hæla, en þeir valda því að fæturnir verða í óeðlilegum stellingum. Ráðdeildarsamur þjófur. Við Vejby Strand á Norður-Sjálandi hefir einkennilegur þjófur verið að verki. Svo bar við að maður nokkur, sem átti sumarh'ús þarna við strönd- ina, gerði sér fcrð þangað til að at- liuga livort allt væri með kyrrum kjörum í húsinu. Hann þóttist sjá, að þarna hefði einliver verið gestkom- andi, en ekki gat liann séð að neinu hefði verið stolið. Ilins vegar tók hann eftir, að straumur hafði verið settur á kæliskápinn, og þegar hann opnaði hann fann hann fallega, frosna önd þar. — Þegar eigandinn kom í hús sitt næsta skipti leit hann undir eins í kæliskápinn. Öndin var þar ennþá, en í viðbót var komið stórt svínslæri og kassi með hraðfrystum jarðar- berjum. Eigandinn gat ekki á sér setið að tilkynna lögreglunni þetta, og von bráðar komst upp að ýmsu matarkyns hafði verið stolið þarna í nágrenninu undanfarið. Þjófurinn hefir annað iivort ekki átt kæliskáp sjálfur, eða þótt vissara að fela þýfið þarna í liús- inu, sem hann vissi að var mannlaust. Tuttugu og fimm ára bílstjórakona á Filippseýjum eignaðist fjórbura fyr- ir nokkru. Bílstjórinn sagði eftir á, að mikið liapp hefði það verið, að börnin urðu ekki fimm, því að þá mundi enginn hafa trúað þvi. Fjór- burarnir voru eintómir drengir og hjónin áttu sex syni áður. Amerískum vísindamanni hefir tek- ist að „búa til byl“ á tveggja milna svæði. Hann skaut hrími á regnský, úr flugvél. alls ekki neitt. Þetta var mjög fagurt samtal — af Cooper-samtali að vera. TILHALDSSAMUR. Nei, Gary Cooper talar ekki af sér. Hins vegar hefir hann gaman af fal- legum og litrikum fötum. í þvi tilliti stendur hann flestum framar í Holly- wood. Hann kaupir sér oft ný föt og sést oft í spánnýjum gerðum fatnaðar. Einu sinni kom liann í tískusamkvæmi hjá Jacques Fath og var i hárauðum sokkum! í fyrra sendi hann þrjá stóra kassa af notuðum fötum til Kóreu, og frú Cooper er oft að velta fyrir sér hvernig Kóreubúarnir líti út í siðu buxunum af Gary Cooper. Hann er alls ekki íhaldssamur að því er fötin snertir. Hann vill ráða því sjálfur hvers konar liti hann notar og hvernig hann stillir þeim saman, og hirðir ekkert um álit félaga sinna á fata- smekknum. Gary Cooper er orðinn 54 ára. En það. er Hklegt að hann verði í liópi hinna útvöldu í Hollywood í mörg ár ennþá. Nýlega var liann spurður, livort hann væri ekki farinn að þreytast á þessu sifellda leik-umstangi. — Nei, svaraði hann. — Ég verð aldrei þreyttur á því. Ef ég næ i góð- an leikstjóra og gott lilutverk, svo að ég hefi trú á að mér geti tekist upp, get ég ekki hugsað mér neitt skennnti- legra en að leika. *

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.