Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 10

Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Bangsi Klumpur hefir náð geysilegum vinsaeldum meðal barna um gjörvalla Evrópu, og fylgjast þau með ævintýrum hans af gífurlegum áhuga. Nú hafa leikfangaframleiðendur tekið upp framleiðslu á Bangsa Klump, og er myndin hér að ofan af honum í þeirri útgáfu. Það gefur nokkra hugmynd um vinsældir Bangsa Klumps, að fjöldi manns safnaðist saman á götum Berlínar, þegar hann kom þangað í heimsókn á skip- inu „Mary“ ásamt féiögum sínum, Pela og Durg. KLUMPUR 09 víoir hoos í næsta blaði hefst saga, sem börnunum þykir áreiðanlega gaman að. Söguhetjan er lítill björn, sem heitir Bangsi Klumpur, því að hann er dálítið klunnalega vaxinn, en leik- systkin hans eru pelíkan, sem heitir Peli, mörgæs, sem heitir Durgur og svo skjaldbaka, sem kemur við sögu í viðlögum. Hún heitir Skjöldur. Ævintýrið byrjar með því að Bangsi finnur stýrishjól af bát. Reynir hann fyrst að búa til úr því reiðhjól, en það tekst ekki. Peli, sem er ágætur skipasmiður, segir honum, að miklu nær sé að búa til skip. Og það gera þeir svo og afráða síðan að fara í siglingu kringum hnöttinn. Selur slæst í ferðina og er skipstjóri og kokkur. Hann heitir Skeggur. En skip- ið strandar og þeir verða að setjast að á eyjunni og byggja sér hús. Og nú e segir frá, hvernig það gengur. Vilhelm Hansen, sem hefir teiknað þessa myndasögu, er mikill dýravinur. Hann er alltaf á gægjum, þar sem ein- hver dýr eru og þekkir þau út í æsar. Vilhelm Hansen, „faðir“ Bangsa Klumps. — Ég mundi fara heim til hennar mömmu undir eins, ef ég hefði eitt- hvað til að fara í! — Maðurinn hennar átti að hitta hana þarna undir ldukkunni fyrir hálftíma ... — Þér getið óskað mér til hamingju prófessor. Ég varð amma í gær! — Og komin á fætur svona fljótt? '— Hugsaðu þér forðum þegar við biðum þess með eftirvrentingu að hún segði fyrsta orðið!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.