Fálkinn


Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.02.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN i hug að hvorki herra Martin eSa blessuð frúin mundu taka mér illa upp þótt ég kæmi í dag. — Nei, alls ekki, svaraSi Alix, — ég vona aS það verði gaman i veisl- unni! — Já, maður vonar það, sagði hann blátt áfram. — Það er gaman að fá að éta eins og maður getur i sig látið og vita að maður þarf ekki að borga fyrir það. Hann er rausnarlegur, óð- alseigandinn, þegar hann vill það við hafa. En mér datt i hug að hitta yður og spyrja hvort ég eigi að gera eitt- hvaS við blómin áður en þér farið í ferðalagið. Vitið þér ekki, svona hér um bil, hvenær þér komið aftur? — Ég ætla ekki í neitt ferðalag! Georg góndi á hana. — Ha, ætlið þér ekki til London á morgun? — Nei. Hver hefir logið þvi i yður, Georg? — Ég hitti manninn yðar hérna suður á vegi í gær. Hann sagði að þið ætluðuð bæði til London á morg- un, og að hann vissi ekki hvenær þið munduð koma aftur. — — Hvaða bull er þetta, sagði Alix og hló, — þér hljótið að hafa misskilið ihann! I Og um leið fór hún aS velta því fyrir sér, hvað vakað hefSi fyrir Ger- nld með þvi að leiða gamla manninn í villu. Fara til London! Hún hafði alls ekki hugsað sér að fara til Lon- don framar. — Ég hefi andstyggð á London, sagði hún aflt i einu, hvöss. — Jæja, sagði Georg, — ég hefi þá niisskilið hann og þó fannst mér ótvi- rætt að hann segði þetta. Mér þykir vænt um að þér verðið kyrr hérna. Mér er líka litið gefið um allt óða- gotið nú á dögum. og London hefi ég engar mætur á. Ég hefi aldrei þurft að fara þangað. Svo er líka langtum of mikið af bílum, og fólk sem ein- hvern tíma hefir eignast bíl getur aldrei tollað nokkurs staðar. Hann herra Ames, sem átti þetta hús, var einstakur myndarmaður og gæðablóð ]>angað til hann keypti sér bílinn. Og undir eins og hann hafði átt hann cinn mánuð, seldi hann húsiS, eftir að hafa kostað til þess stórfé, fyrir vatnsleiðslu i öll svefnherbergin, raf- magnsljós og þess háttar. Þessa pen- inga fáið þér aldrei aftur, herra Ames, sagði ég við hann. En hann sagði við mig að tvö þúsund skyldi hann fá, ekki eyri minna. Og hann fékk pen- ingana, sá skolli! — Hann fékk þrjú þúsund, sagSi Alix brosandi. — Tvö þúsund, svaraSi Georg, — þaS var verðið sem þeir komu sér saman uiu. — Nei, þaS vorn þrjú þúsund, sagði AIix. — Kvenfólk hefir ekkert vit á kaupmennsku, sagði Georg og sat viS sinn keip. — ÆtliS þér aS segja mér aS herra Ames hafi veriS svo bíræf- inn aS heimta þrjú þúsund af yður fyrir húsiS? — Hann heimtaði þaö ekki af mér, heldur af manninum mínum. Georg fór að dútla við blómin. — Húsið kostaði tvö þúsund, sagði hann þrár. Alix hirti ekki um að sannfæra hann. Hún fór að öðru blómabeði og týndi i stóran vönd af blótnum. Þeg- ar hún nálgaðist húsið með ilmandi blómvöndinn kom hún auga á eitt- hvað brúnleitt, sem lá í gcil milli l)eða. Hún nam staSar og tók þaS upp, — þaS var minnisbók mannsins hennar. Hún fletti fyrstu bJöSunum og hafði .gaman af. Hún hafði frá fyrstu tekið efitr því að þó að Gerald væri laus í rásinni var hann gæddur þeim dyggðum, sem heita nákvæmni og reglusemi. Hann mat mikils, aS maturinn kæmi á borSiS á réttum tima, og gcrSi sér nákvæma stunda- töflu fyrir daginn sem fór í hönd. Hún blaSaSi áfram og rakst á þetta, daginn 14. mai: „Giftist Alix í Saint Peters kl. 2.30." — Þetta er nú meiri bullukelinn, sagSi Alix og blaSaSi áfram. Miðvikudag 18. júni — nei, þaS er einmitt i dag! ViS þessa dagsetningu stóS skrifað meS hinni snyrtilegu og settu rithönd Geralds: „KI. 9 e. h." Ekkert annað. Hvað ætlaðist Gerald fyrir klukkan níu? Alix hugsaði sig um. Hún brosti, er henni datt i hug, að ef svona hefði staSiS i skáldsögu, mundi dag- bókin geyma einhverjar gífurlegar uppljóstranir siðar. Að likindum mundi nafnið á hinni konunni hafa staðið þarna þá. En hún blaðaSi áfram. Þar voru skrifaSar klukku- stundir, fundir, leyndardómsfullar athugasemdir viðvíkjandi viSskipta- vinum, en aSeins eitt konunafn — hennar sjálfrar. En þegar hún stakk minnisbókinni i vasann og hélt áfram meS blómin sín, var henni samt órótt innanbrjósts. Það sem Dick Windford hafði sagt þrengdi sér inn í hug hennar, nærri þvi eins og hann hefSi staSiS við hliðina á henni og endurtekið orðin: „Þetta er ger-ókunnugur maður. Þú veist engin deili á honum." ÞaS var satt. HvaS vissi hún cigin- lega um hann, þegar öllu var á botn- inn hvolft? Gerald var aS minnsta kosti fjörutíu ára. Og á fjörutiu ára lífsIeiS hlaut einhver kona aS hafa orSiS á vegi hans ... Alix reyndi aS hrista þetta af sér. Hún iríátti ekki láta svona hugsanir ná tökum á sér. Hún hafSi annaS mik- ilsverðara aS hugsa um. Átti hún áð segja Gerald að Dick Windyford hefði simað, eða á tti hún að þegja yfir því? Hún varð að gera ráð fyrir þeim möguleika að Gerald hefði kannske rekist á Dick í þorpinu. En þá mundi hann vafalaust segja hcnni frá því undir cins og hann kæmi heim, svo að hún þurfti ekki að hafa áhyggjur af því. En ef ekki — hvað þá? Alix var helst á þvi að réttast væri að minnast ekki á það. Ef hún segði Gerald frá þvi, mundi hann vafalaust stinga upp á að þau bySu Dick heim. Og þá mundi hún neySast til aS segja frá, aS Dick hefSi sjálfur stungiS upp á aS koma, og að hún hefði fundið sér átyllu til aS afstýra því. Og ef Gerald spyrði hana svo hvers vegna hún hefði gert það — hverju átti hún þá að svara? Segja honum draumana? Þá mundi hann bara hlæja — eða þaS sem verra var: komast aS raun um aS hún trySi á drauma, en þaS gerði hann ekki sjálfur. .Loks afréð Alix, þó ekki væri laust við að hún blygðaðist sin fyrir þaS, aS þegja alveg um þetta. Þetta var í fyrsta sinn sem hún leyndi manninn sinn nokkru, og henni varS hálf flök- urt viS þá tilhugsun. Þegar hún heyrði að Gerald var aS koma heim, rétt fyrir hádegisverðinn, flýtti hún sér út i eldhúsið og lét sem hún væri önnum kafin við mat- inn, til þess að láta ekki bera á þvi hve órótt henni var. Húi* sá þegar, að Gerald hafði ekki hitt Dick Windyford. Henni létti við það, en þótti það þó miður í aðra röndina. Nú varð hún að búa yfir leyndarmáli sinu áfram. Það var ekki fyrr en eftir fljót- étinn málsverð, er þau voru sest inn i dagstofuna, þar sem milt loft með blómailm streymdi inn um opna gluggana, að AIix mundi eftir minnis- bókinni. — Hérna er dálítið, sem þú hefir-1 ætlað að nota sem blómaáburð, sagði hún og fleygði kverinu til hans. •— Hefi ég misst hana í blóma- beðið? — Já. Og nú veit ég öll þín leyndar- m'ál. — Ég er sýkn, sagði Gerald og hristi höfuðið. — Hvernig skýrir þú þennan fund, klukkan niu i kvöld? — Nú, það, ja... Það kom á hann, en svo brosti hann eins og honum dytti eitthvað skemmtilegt í hug. — Ég ætla að hitta ljómandi fallega stúlku, Alix. Hún er með jarpt hár og blá augu, og talsvert lík þér. — Ég skil þig ekki, sagSi Alix, og lést vera byrst, — þú ætlar aS reyna að snúa þig út úr þessu? — Nei, engan veginn. I>aS minnir mig bara á aS ég þarf aS frarnkalla filmu i kvöld, og að þú verSur aS hjálpa mér. Gerald gerSi mikiS af myndatök- um. Hann hafði nokkuð gamalt tæki en meS ágætri linsu, og hann fram- kallaði jafnan myndirnar sínar sjálf- ur í skonsu í kjallaranum, seni hann hafði gert dimma. — Og það ætlar þú að gera stund- víslega klukkan níu? sagði Alix ert- andi. Gerald virtist þykkjast við. — Heyrðu, góða mín, sagði hann með dálitlum gremjuhreim, — maður verSur aS ætla hverju verki sinn tíma, annars fer allt i ólestri. Alix sat þegjandi nokkrar minútur og horfSi á mann sinn, sem hallaSi sér aftur i stólnum, andlitiS sást skýrt þvi aS dimmt var á bak viS. Allt í einu greip hana tryllingsleg hræSsla — þaS var ómögulegt aS segja hvaðan hún var sprottin, en áður en Alix gat við sig ráðið hrópaði hún: —• Ó, Gerald, bara að ég vissi dá- litið meira um þig! Hann sneri sér undrandi að henni: — Æ, góða Alix, þú veist allt um mig. Ég hefi sagt þér frá barnæsku minni i Northumberland og veru minni i Suður-Afríku, og frá síðustu tíu árunum í Kanada, þar sem ég komst í álnir. — Já, frá braskinu, sagSi Alix fyrirlitlega. Nú hló Gerald. — Ég skil ekki hvaS þú átt viS — ástamál. Alltaf eruS þiS konurnar s.iálfum ykkar likar. ÞiS hafiS ekkert gaman af neinu nema persónulegum atburSum. Alix var þurr i kverkunum og taut- aði loðmælt: — Já, eitthvað hlýtur að hafa kom- ið fyrir þig — ástabrall. Ég á við — ef ég hefði bara vitað ... Svo varð þögn fáeinar mínútur. Gerald hnyklaði brúnirnar. Ráðalcys- issvipur kom á andlitið. Þegar hann tók til máls aftur var hann alvarleg- ur, en aMs ekki ástúðlegur eins og fyrir stuttri stundu. — Heldurðu að það væri hyggilegt af þér, Alix — aS fara aS rifja upp gamlar Bláskeggssögur? Vist hefi ég hitt konur um ævina, ég neita því ekki. En ég segi þér satt, aS engin þeirra hefir veriS mér nokkurs virSi. Röddin var svo alvarleg aS Alix gerSi sig ánægSa meS svariS. — Ertu nú ánægð, Alix? spurSi hann brosandi. Svo starSi hann á hana og forvitni brá fyrir i augunum. — Hvernig stendur á aS þér dettur svona i hug i kvöld? Alix stóS upp og fór aS ganga um gólf. — Ég — ég veit ekki, sagði hún. — Mér hefir verið svo órótt í allan dag. — Það er einkennilegt, sagSi Ger- ald lágróma, eins og hann væri að tala við sjálfan sig. — Mjög einkcnni- lcgt. — Hvers vegna er það einkenni- legt? ' — Æ, góða, vertu ekki svona æst. Ég átti við að það væri einkennilegt, vegna þess að þú crt svo róleg og þýð að jafnaði. Alix reyndi að brosa. — ÞaS er eins og gert hafi veriS allsherjar samsæri til að koma mér í vont skap í dag, sagði hún. — Meira aS segja hafSi hann Georg gamli fengið þá flugu að viS ætluSum til London í dag. Hann sagSi aS þú hefSir sagt sér þaS. — Hvar hittirSu hann? spurSi Ger- ald sætsúr. — Hann kom hingað til að vinna í dag í staðinn fyrir að koma á föstu- daginn. — Bölvaður karl-asninn! sagði Gerald heiftarlega. Alix starSi forviSa á hann. AndlitiS var afmyndaS af bræði, hún hafði aldrei séð hann svona reiðan. Þegar hann tók eftir hve hissa hún varS, reyndi hann aS hemja skapsmunina. — Jú, víst er hann asni, sagSi hann maldandi í móann. — HvaS sagSirSu viS hann — úr því að honum datt þetta í hug? — Ég? Eg hefi ekkert sagt. Að minnsta kosti — jú, það er rétt, nú man ég það! Ég minntist víst eitthvað á London og á morgun, og það er svo aS sjá sem hann hafi haldiS aS þaS væri alvara. ESa þá aS hann hefir ekki gripiS þaS sem ég sagSi. Sagðir þú honum ekki aS þetta væri vit- leysa? Hann beið svarsins með eftirvænt- ingu. —• Jú, vitanlega. En þú veist að þegar gamalmenni eins og hann hafa tekið citlhvað í sig — þá er þeim ckki um þokandi. Og svo sagði hún Gerald hve þrár hann hefði verið þegar þau minntust á kaupverðið á húsinu. Gerald þagði um stund, en svo sagði hann hægt: — Ames féllst á tvö þúsund út í hönd og afganginn meS afborgunum. ÞaS er liklega af því, sem miskiln- ingurinn stafar. — Já, þaS er sennilegt, sagSi Alix, Skömmu siðar leit hún á klukkuna og benti á hana: — Jæja, nú verðum við vist að fara niður í kjallara, Ger- ald. Klukkan er orðin fimm minútur yfir. Kynlegt bros færðist yfir andlit Geralds. — Ég hefi breytt áætlun, sagði hann rólega, — ég ætla ekki að fram- kalla myndirnar í kvöld. Það er margt einkcnnilcgt við konu- sálina. Þegar Alix fór að hátta þetta miðvikudagskvöld var friður og ró í huga hennar. Hamingja hennar, sem Framhald í næsta blaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.