Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Það vildi svo til að Eva sagði Berner lækni frá þessari ráðagerð einu sinni þegar hann leit inn til gömlu ko'n- unnar. Og liann var ekki lengi að leysa linútinn. — Við höfum fengið nýjan sérfræð- ing í barnadeildina á spítalanum, sagði liann. — Hann er nýkominn og er að leita sér að samastað. Hann dvelur á gistihúsi ennþá. SVONA atvikaðist það, að Jan Cleve kom í 'húsið til þeirra. Eva hafði liugs- að sér, að maturinn væri borinn upp til hans, en þegar hún minntist á það við hann, virtist hann svo vonsvikinn að hún sagði: — Ef þér viijið fremur borða með oklcur þá er það velkomið. — Það vil ég miklu heldur, sagði liann. — Ég hefi gaman af að tala við fólk. Eva hafði miklu meira að gera eftir að ihann kom á heimilið, því að hann átti oft bágt með að koma stundvis- lega í máltíðarnar, en það var auðséð að hann mat mikils allt það, sem hún gerði fyrir hann. Kirstín frétti um þetta bréflega, og var ekkert hrifin af ráðabreytingunni. En þegar hún loksins kom í heimsóku næst og systurnar tvær urðu einar í íherberginu, blístraði hún og sagði forviða: — Þeir eru margs konar, þessir leigjendur, en þið ihafið verið heppnar með þennan. Hvers vegna sagðir þú mér ekki, að ihann væri svona myndar- legur? Þegar systurnar drukku kaffið með Cleve eftir kvöldmatinn tók Kirstin kvöldblaðið og fór að fletta því. Hún var töfrandi þarna sem liún sat við arininn i hárauðum kjól og laut björtu höfði yfir blaðið. Engin furða þó að Cleve starði á hana með auðsærri að- dáun. Skyldi hann nú verða lirifin af Kir- stinu, alveg eins og allir hinir? hugs- aði Eva með sér. — Ég held að það eigi að vera dans i skemmtigarðinum i kvöld, sagði Kirstín og sneri sér að Cleve. — Eig- um við að fara? — Það er ágæt tillaga, sagði liann hrifinn. — Hvernig er með þig, Eva? Ég ætla að sima til félaga mins, og þá getum við farið, fjögur saman. Eva brosti. — Það var fallega gert af honum að gleyma henni ekki. En hún svaraði afsakandi: — Það er best að þið farið ein. Mömmu leiðist að sitja ein heima á kvöldin. — Þá förum við tvö, Iíirstín, sagði Jan. — Við skulum komast af stað. Eva var vön að fara að hátta klukk- an ellefu, en i kvöld sat hún og beið þangað til þau kæmu. Hún sagði við sjálfa sig, að það væri ekki úr vegi, að hún hefði eitthvað heitt handa þeim þegar þau kæmu svona seint. En í rauninni var hún afbrýðisöm. Hún var farin að venjast því að telja Jan til fjölskyldunnar, og fannst hún orðið eiga hann að vissu leyti. Hann hafði aldrei reynt að dufla við hana. Til þessa 'hafði henni verið nóg að eiga hann fyrir vin, hafði henni fundist. En nú sá hún greini- lega, að hann hafði dregið sig á tálar. Hana mundi taka sárt ef Jan Cleve yrði einn af aðdáendum Kirstinar. Um klukkan eitt heyrði hún bílinn hans renna upp að húsinu. Hún komst allt í einu i uppnám. Hvílík flónska af henni að 'hafa verið á fótum allan þennan tíma til að bíða eftir þeim. Hann rnundi verða hissa og eflaust geta sér til um hver ástæðan væri. Hún tók blýant og blað og hripaði í flýti: Súpa í eldhúsinu! Svo flýtti hún sér upp í svefmherbergið sitt. Hún lét sem ihún svæfi þegar Kirstín kom inn hálftíma síðar. En Kirstín kveikti á lampanum og gekk að rúm- inu hennar og livíslaði: — Ertu vak- andi? Eva settist upp í rúminu. Kirstín trítlaði um gólfið á hæla- háum inniskóm. — Hann dánsar yndislega vel! sagði hún dreymandi. — Ó, Eva, þetta var svo gaman. Hún var rjóð í kinnum og freistandi falleg. Kannske hafði hann kysst hana, hugsaði Eva með sér. •— Ég er staðráðin i að gefa þessum lækni þínum undir fótinn, sagði Kir- stín og hoppaði upp í rúmið. KIRSTÍN efndi þá heitstrengíngu sina undir eins daginn eftir. Það var sunnu- dagur, og hún kom í morgunverðinn i „shorts" og ermastuttri peysu. — Ég var að hugsa um að bregða mér á tennisvöllinn, sagði hún. — Ætlarðu að koma með mér, Jan? Eva var þreytt og dauf í dálkinn. Það væri engin furða þó að Jan heill- aðist af þessu fríða andliti og fallegu fótunum. Og nú mundi hún allt í einu að hún hafði gleymt að farða á sér nefið — hugurinn liafði allur verið við það, að hafa morgunverðinn sem bestan. Líklega væri hún gljáandi í framan eftir allt amstrið frammi i heitu eldhúsinu. Jan svaraði ekki strax. Hann leit á stúlkurnar á vixl. Hann er að bera okkur saman, hugsaði Eva með sér og þótti súrt i brotið. Hún sá að hann roðnaði. Svo sagði hann: — En Eva þá? Er ekki kominn tími til að hún fái ofur- litla hvíldarstund? Eftir því sem ég veit best ’hefir hún ekki komið út fyrir hússins dyr siðasta hálfan mán- uð nema til þess að vinna eða fara í sendiferðir. Kirstín brá svo við þessa óvæntu athugasemd, að hún gapti og gat ekk- ert sagt. Hann hélt áfram i sama tón: — Farðu nú úr þessum spjörum! Nú getur þú verið heima og séð um mið- degismatinn handa henni móður þinni. Ég ætla að fara út með henni Evu. Og svo mildaðist svipurinn þegar hann sneri sér að Evu. — Búðu þig nú út, Öskubuska min. Það er mál til komið að þú fáir að koma út og viðra þig! Þegar þau komu út i garðinn sagði hann: — Mikill sérgæðingur er liún, jiessi systir þín! Eva hrökk við og sagði: — Ég hélt að þér litist svo vel á hana! Hún er ekki sérgæðingur — hún er bara hugsunarlaus. Hann brosti feimnislega. — Hún er ijómandi lagleg, og það er gaman að vera með henni — dálitla stund i einu. En aldrei mundi ég geta verið heila mannsævi með lienni. Hann sneri sér að Evu. — Nú er hest að við tölum dálítið um þig. — Þér veitir ekki af að hafa meiri livíld- artima framvegis, annars gengurðu fram af þér. Við verðum að ná í ein- hverja til að sitja lijá henni móður þinni stund úr degi, svo að þú getir komið út við og við. Nú hvarf honum sjálfsvissan og hann varð auðmjúkur og biðjandi. — Og þegar þú færð meiri tima — held- urðu þá að þú viljir vera með mér stundum? — Ég vil ekki að þú vorkennir mér, sagði Eva með ákefð. — Ég er ekki að vorkenna þér! Þú .isi .ÍSs Niiurinn mtð jdrngrimnna Var hann drottningarsonur eða erindreki óvinveitts rikis. Enginn veit. TlVER var „maðurinn með ■*- járngrímuna“? Enginn veit það, en getgáturnar um hver hann hafi verið eru margar. Það var árið 1683, sem þessi maður var handtekinn og settur i Bastilluna í París. Fyrstu frásagnirnar af þessu voru flugrit, sem komu út í Amsterdam nokkru síðar, en þeim var ekki veitt eftirtekt. En þegar de Renneville gaf út bók- ina „Saga franska rannsóknar- réttarins“ vaknaði forvitnin. Bók- in kom út 1715 og var seld á laun í Frakklandi. Svo liðu þrjátíu ár án þess að minnst væri á þenn- an dularfulla Bastillufanga. En 1746 gaf de Mouhy út bók i Haag, sem hét „Járngríman". Þar er því haldið fram að fanginn liafi lent i Bastillunni fyrir klæki óvildar- manna sinna við hirðina, og Voltaire styður þá skoðun. Hann skrifar: „Nokkrum mánuðum eftir að Mazarin kardínáli dó, gerðist ein- kennilegur atburður, sem sagna- ritarar hafa ekki minnst á, þótt undarlegt sé. Ókunnur maður, óvenju þrekvaxinn var fluttur með mikilli leynd i eyjuna St. Marguerite. Hann var með svarta grímu fyrir andlitinu og voru stálfjaðrir undir hökunni þannig að hann gat matast án þess að taka af sér grimuna. Varðmönn- unum var skipað að drepa mann- inn, ef hann segði til nafns síns. Maðurinn var í eyjunni til 1698, en þá var fangelsisstjórinn þar settur yfir Bastilluna og hafði hann þá „Járngrimumanninn“ með sér til Parísar. Var fanganum ekki neitað um nein þægindi, hann fékk ágætan mat og fékk að hafa gitar i klefanum. Sjálfur fangelsisstjórinn hafði svo mikið við 'hann, að hann settist aldrei er hann var nærstaddur. Gamall læknir, sem oft kom i fangelsið og sá liann, segir að hann hafi verið sérstaklega fallega vaxinn. Aldrei kvartaði hann undan fangavistinni og aldrei minntist hann á hver hann væri. Hann dó árið 1703 og var grafinn í kyrr- þey í St. Pálskirkjugarði“. Voltaire segir ennfremur, að einhvern tíma hafi hann krotað eitthvað með hníf á silfurdisk og fleygt honum út um gluggann. Maður sem gekk hjá tók diskinn og færði fangaverðinum 'hann, en þessi ráðvendni var hættuleg, því að minnstu munaði að hún kost- aði finnanda lífið. Fangelsisstjór- inn sleppti ekki manninum fyrr en hann hafði gengið úr skugga um að hann var ólæs. Margir aðrir rithöfundar hafa skrifað um „Járngrímumanninn“. Einn heldur því fram að 'hann hafi verið tvíburabróðir Lúðviks XIV. og átt frumburðarréttinn. Annar að liann hafi verið sonur kardínála, sem varð friðill drottn- ingarinnar. Lúðvík XV. kvað hafa sagt: „Látum þá geta. Enginn ska, komast að sannleikanum um járngrimumanninn.“ Ofurstinn Jung, sem hefir kannað sögu Bastillunar, segir frá því að 1673 hafi verið gert samsæri gegn konungi og hafi frumkvöðuílinn verið ungur mað- ur af tignum ættum frá Lothring- en. Hann notaði ýms gervinöfn — í París hét hann Kissenbach og í Brússel de Harmoise. Hann talaði margar tungur og hafði verið bendlaður við brottnám hefðarfrúar einnar i Bæheimi. Maðurinn náðist en þverneitaði að hafa verið viðriðinn samsær- ið.,í Bastillunni var hann skráð- ur undir nafninu Marchyoli eða Mattioli. Hinn 18. nóv. 1703 varð hann snögglega veikur og dó dag- inn eftir. Einn af samtiðarmönn- um hans segir svo frá: „Mánudag 19. nóv. kl. 10 að kvöldi dó ókunni fanginn, sem kallaður hefir verið „Járngrímu- maðurinn". Hann kenndi lasleika er hann kom frá rnessu i gær og skriftaði þá fyrir pater Girat. Dauðann bar svo fljótt að, að liann fékk ekki sakramenti. Fanginn var grafinn þriðjudag kl. 4 í St. Paulskirkjugarði í okk- ar kirkjusókn.“ — Aðrar sögur segja að hann hafi verið grafinn um miðja nólt. En ihver var hann? Ymsir sagnfræðingar á siðustu öld höli- uðust að því, að Járngrímumað- urinn liafi verið ítalski sendi- herrann Mattioli, sem Lúðvík XIV. hafði látið taka fastan fyrir undirróður gegn Frökkum. Það getur verið satt en sannað er það ekki. Og það verður sjálfsagt aldrei sannað hver „Járngrímu- maðurinn“ var. * ert ekki þannig gerð, að maður vor- kenni þér. Maður gæti fremur öfundað þig! Móðir þin hefir sagt mér hverju þú fórnaðir fyrir hana. Og þú ert aldrei að kveina og kvarta og leika pislarvott ,eins og margar aðrar hefðu gert í þinum sporum! Ég vorkenni ])ér ekkert, endurtók hann. — En ég elska þig! Nú kom reiðisvipur á hann. — Æ, liver skrambinn, ég hafði ekki ætlað mér að segja þetta svona fljótt! En nú verð ég að lialdá áfram, úr því sem komið er. ■— Viltu giftast mér? — En liún mamma ... byrjaði Eva. — Það ætti ekki að skaða hana að fá lækni í húsið, finnst þér það? sagði hann og kyssti liana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.