Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.03.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN & 8 * k ¥ % % s MICHELLE * FRAMH ALDSSAGA * W* .<#* .<!# .-SSSS^ ,v^^“ .x-jSS^ .v'CjSS^' *."S§8^ .cíiSS^ .v-í^1 .v^^“ .v<á§S^ J 3 r%. Hatur frú Grotier til Michelle ágerðist sam- fara hræðslunni. Hvaða rétt hafði Michelle til að valda öllu þessu uppnámi? Óbreytt sveitastelpan! Mátti hún ekki þakka fyrir að einhver skipti sér af henni og kenndi henni eitthvað annað en að mjólka kýr og hugsa um hænsni? Hefði einhver komið til baka með hana dauða, mundi frúin hafa orðið inni- lega glöð í sálu sinni. Kluis.KUtimarnir liðu. Frú Grotier athugaði síðasta þvottinn, fann tvö göt á laki og sím- aði í þvottahúsið og sagði meiningu sína: síð- asti reikningurinn yrði ekki borgaður fyrr en bætur hefðu komið fyrir lökin. í eldhúsinu var farið að undirbúa miðdegisverðinn. Mic- helle hafði verið horfin í sex tíma. Hún hafði hvorki tekið með sér yfirhöfnina sína né töskuna með peningabuddunni. Hvað gat hafa orðið af henni? Þegar fór að líða að því að Lucien kæmi heim ætlaði frú Grotier alveg að sleppa sér. Hún hafði sjálf farið út í garðinn og hrópað: „Frú Colbert!“ En enginn hafði svarað henni nema fuglarnir sem tístu og blástur bifreiða í fjarlægð. Hvað átti hún að segja við herra Lucien þegar hann kæmi? Hann kom. Michelle var vön að standa við gluggann og bíða hans. Fyrst í stað hafði hún staðið á þrepinu fyrir utan dyrnar, en frúin hafði sagt henni, að það væri ekki sæmandi. Hann leit upp í gluggann en gat ekki séð hana þar. Og hana var hvergi að sjá þegar hann kom inn. Hins vegar kom frú Grotier á móti honum. „Hvar er konan mín?“ spurði hann. „Hún er ekki komin heim aftur, herra Lucien,“ sagði hún. „Hún fór út að ganga fyrir hádegið í dag, og er ekki komin til baka. Ætli hún komi ekki á hverri stundu. Kannske hefir hún farið að skoða höllina í Versailles og villst í görðunum — ég heyrði hana segja, að hana langaði til að skoða sig rækilega um þar.“ Lucien fannst það ekki ótrúlegt. Hann hafði verið með Michelle í fyrsta skiptið sem hún sá Versailleshöllina, og hafði séð hve mikið hún dáðist að öllu sem hún sá. „Við skulum þá bíða þangað til hún kem- ur,“ sagði hann. Frúin fór og sendi Mariu og hitt fólkið af stað til að leita á nýjan leik. Lucien sat inni í skrifstofu sinni og var að líta í blöðin. Þá kom Joseph, þjónninn hans, hljóðlega inn. „Herra . . .“ byrjaði hann. Lucien leit upp. „Já, hvað var það, Joseph.“ „Þér megið ekki taka mér það illa upp .. . en hér er allt á afturfótunum. Ef ég hefði ekki skorist í leikinn, hefði frú Colbert strok- ið í dag.“ Lucien rétti úr sér. „Hvað áttu við?“ „Herrann þekkir frú Grotier,“ sagði Joseph. Lucien lagði blaðið frá sér. Hann þekkti Joseph, sem var honum mjög trúr og hafði lifað súrt og sætt með honum í Afríku. Hann beið. „Frú Grotier skilur ekki frú Colbert," sagði Joseph. „Frú Grotier hefir aldrei átt börn, og frú Colbert er barn en.nþá, herra. Ég er hræddur um að herrann hafi gleymt því líka. Börn þurfa ástríkis við, ekki eintóma útásetn- inga. Og svo er það þetta stelpugæskni, María ... það gekk alveg fram af frúnni í dag.“ Lucien stóð upp. „Hvar er hún?“ spurði hann. „1 París, herra. Hjá herra Silvestre. Hann símaði til mín og bað mig um að segja yður að hún væri þar. Það eru kringum tveir tímar síðan hann hringdi. Hún hafði gengið alla leið, herra. Hún flýtti sér svo mikið að komast burt héðan að hún gleymdi að hafa með sér peninga.“ „Þökk fyrir, Joseph. Þú skalt ekki minnast á þetta við frú Grotier.“ Lucien flýtti sér út, bað um að aka bílnum fram og hélt svo til Parísar. Michelle lá í rúminu heima hjá Michael þeg- ar hann kom. „Hún er staðuppgefin,“ sagði Michael. „Hvað hafið þið gert við hana, Lucien?" „Ég veit ekki,“ svaraði hann. „Hvað hefir hún sagt?“ „Að hún vilji fara heim. Að hún væri þér fjötur um fót, og að þú skammaðist þín fyrir sig, og að sér liði illa. Hún kom ringað af því að hún þekkir engan annan en mig. Lucien, þetta má ekki svo til ganga.“ Hann færði sig til og lét vin sinn komast inn í svefnherbergið. Michelle leit við þegar hann kom inn, og augun fylltust tárum þegar hún sá hann. Hann spurði einskis. Sagði ekkert. Gekk bara til hennar og dró hana að sér, og í faðmi hans grét hún burt sína sáru sorg, og þau skildu hvort annað. Lucien var sannfærður um, að nú mundu þau skilja hvort annað um aldur og ævi. „Þú mátt aldrei láta þér detta í hug að yfirgefa mig,“ hvíslaði hann í eyrað á henni. „Ég get ekki lifað án þín.“ „Ég mundi hafa dáið líka,“ sagði Michelle blátt áfram. „En hvernig fer þetta, Lucien? Það hefði verið best, að við hefðum aldrei gifst. Við hefðum getað orðið hamingjusöm þá.“ Lucien fannst að hún hefði talsvert rétt fyrir sér í þessu, en hann var ekki vanur að gefast upp fyrir erfiðleikunum, heldur sigra þá. „Við erum eins hamingjusöm núna,“ sagði hann. „Og við verðum jafn hamingjusöm í framtíðinni. Við erum eitt og heyrum saman, þú og ég.“ Og hlý, viðkvæm orð komu af vörum hans, uns öll hræðsla hennar var horfin. Loks fór hann frá henni og fram til Mic- haels, en hún baðaði á sér augun og bjó sig undir að fara með honum heim. Michael var alvarlegur. „Hvað hugsarðu þér að gera?“ spurði hann. „Ég veit ekki,“ sagði Lucien hikandi. „Eg verð að tala við frú Grotier." „Tala við nornina þá!“ sagði Michael. „Þú getur eins vel talað við grjót! Hún er vitan- lega lafhrædd núna, en áður en varir er hún orðin alveg eins aftur. Ja, ég veit ekki hvað hún hefir sagt, því að Michelle sagði ekki ítarlega frá. Hún er ekki gefin fyrir að klaga. En ég þekki frú Grotier. Manstu þegar við laumuðum hvítu músunum tveimur inn í her- bergið þitt?“ Hvort Lucien mundi það! „Við vorum strákar sem höfðum talsvert mikið bein í nefinu, en ég verð að segja að við fengum ónotalega ágjöf þá,“ sagði Mic- hael. „Og Michelle hefir þann galla, að hún hefir ekki bein í nefinu. Hún getur ekki boðið kerlingunni byrginn. En hvað sagði Joseph annars?" Lucien endurtók það sem Joseph hafði sagt. „Talaðu við hann,“ sagði Michael. „Og komdu frú Grotier burt af heimilinu. Annars ...“ „Hver á þá að hugsa um heimilið?" spurði Lucien. „Ekki getur Michelle gert það.“ „Ég sagði þér að þetta gæti orðið flókið,“ svaraði Michael. „En nú ætla ég að koma með uppástungu. Þú veist að ég á ofurlítið hús, þrjár mílur fyrir utan Paris. Það er ofur einfalt einhleypingshús. Flyttu þig þangað með Michelle! Láttu hana sjá um húsverkin og eyða deginum í að hlakka til að þú komir heim! Þá tekur hún aftur gleði sína. Láttu þig gilda einu hvað fólkið segir. Þú hefir gifst henni vegna þess sem hún er, en ekki vegna þess sem frú Grotier gæti gert úr henni! Og við skulum reyna að ná í einhvern, sem getur aukið þroska hennar betur en frú Grotier gerir. Ég þekki gamla, göfuga konu, sem elskar æskuna og kann að meta Mic- helle ...“ „Við skulum tala betur um þetta bráðum,“ sagði Lucien. „Nú verðum við að fara heim. I næstu viku getum við flutt í litla húsið þitt .. .“ Þau kvöddu Michael klukkutima síðar og óku í hægðum sínum til Versailles. Michelle var þögul. Hún var þreytt eftir hina löngu göngu og allan grátinn, og hún gat ekki tal- að. Lucien leit til hennar öðru hvoru og þeg- ar augu þeirra mættust brosti hún. „Þú þarft aldrei að óttast frú Grotier fram- ar,“ sagði hann. „Ég ætla að segja henni upp starfinu." Michelle sat þegjandi og hugsaði um það sem hann hafði sagt. „Það er ekki gaman að láta segja sér upp vistinni,” sagði hún. „Hún flæmdi þig burt,“ svaraði Lucien stutt. „Hún ætlaði ekki að flæma mig, Lucien. Þú hafðir sagt henni að hún ætti að reyna að gera úr mér fína dömu.“ „Já, ég hafði beðið hana um að hjálpa þér með ýmislegt smávegis," svaraði Lucien dá- lítið vandræðalegur. „Það er svo margt smávegis til. Svo margt

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.