Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN ÞJOÐLEIKHUSIÐ: „Dfúpið blátt" Helga Valtýsdóttir sem Hester Collyer og Jón Aðils sem Miller. Fyrsta leikritið, sem hér er sett á svið eftir hinn kunna breska leikrita- höfund Terence Rattigan, var frum- sýnt i Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 25. apríl s. 1. Þetta er eitt af siðari verkum höfundarins, „The Deep Blue Sea", og hefir hlotið nafnið „Djúpið blátt" i þýðingu Karis ísfeld. Leik- ritið er ahrifamikið, enda þótt efnið sé ckki nýstárlegt, og hafa margar frægar leikkonur spreytt sig á hinu mikla aðalhlutverki — Hester Collyer. Tvö af leikritum Terencc Rattigan hafa verið flutt í Ríkisútvarpið í þýðingu Bjarna Beendiktssonar frá Hofteigi og vakið mikla athygli. Það eru leikritin Winslow-drengurinn og Browning-þýðingin, sem hafa einnig verið kvikmynduð. Munu þær kvik- myndir vera minnistæðar öllum þeim, sem séð hafa. Með aðalhlutverkið fer Helga Val- týsdóttir, og gerir hún Hester Collyer ágæt skil. Má í raun og veru segja, að leiksýningin standi eða falli með því, hvernig þetta hlutverk er ieyst af hendi. Margar frægar enskar leikkon- ur hafa reynt sig i þessu hlutverki, m. a. Googie Withers og Celia John- son, auk Peggy Ashcroft, sem fór með hlutverk Hester, þegar leikritið var frumsýnt í London 1952. Elskhuga Hester, Freddie Page, leikur Róbert Arnfinnsson, en Valur Gíslason fer með hlutverk Williams Collyer dómara. Er leikur beggja góður. Önnur hlutverk eru leikin af Regínu Þórðardóttur (frú Elton), Jóni Aðils (Miller), Helga Skúlasyni (Philip Welcli), Margréti Guðmundsdóttur (Ann Welcli) og Klemens Jónssyni (Jackie Jackson). Baldvin Halldórsson annast leik- stjórn, og hefir honum tekist vel. Helga Valtýsdóttir sem Hester Collyer og Róbert Arnfinnsson sem Freddie Page. — Ég get ekki hugsað mér neitt verra en að láta konuna mina finna í vasa minum bréf, sem ég hefi gleymt að láta á póst, segir Olscn og snýr vösunum sínum. ¦— En ég veit það sem verra er, segir Hansen. — Og það er að láta konuna finna bréf, sem maður hefir gleymt að brcnna. Karlohór Reyhjavíhur heldur hirhjutónleiha Nýlega hélt Karlakór Reykjavikur kirkjutónleika í Fríkirkjunni undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. Ein- söngvarar með kórnum voru Guðrún Á. Símonar og Guðmundur Jónsson. Orgelleik annaðist Páll ísólfsson, en Fritz Weisshappel píanóundirleik. Á söngskránni voru m. a. þessi við- fangsefni: Panis Angelicus eftir César Franck (Einsöngur Guðrún Á. Símon- ar), Agnus Dei eftir G. Bizet (Ein- söngur Guðmundur Jónsson), hátíðar- messu Sigurðar Þórðarsonar (Gloria in excclsis Deo, Landamus te, Gratias a,gimus tibi og Qu(i tollis peccata mundi), GuS er minn hirðir eftir Schubert, Kom dauðans blær eftir Joh. Seb. Bach og Gröfin eftir Sigfús Einarsson. Ennfremur lék Páll ísólfs- son orgelsóló, fyrst sálmforleik um Víst ertu Jesú, kóngur klár, og síðar Framhald á bls. 15. ipi hleypt ol $t í síðustu viku var hinu nýja varð- og björgunarskipi Norðlendinga hleypt af stokkunum í skipasmiðastöð Stálsmiðjunnar hér í Reykjavík. Ung stúlka, María Hjaltalín, gaf því nafn- ið Albert. Þetta er annað stálskipið, sem smíðað er hér á Jandi og á stærð við vitaskipið HermóS. Nafnið Albert er valið til minning- ar um ungan ÓlafsfirSing, sem fórst 'þar i lendingu áfíð 1939. Hann hét Albert Þorvaldsson, en foreldrar hans gáfu 25 þús. krónur í björgunarskútu-' sjóðinn til minningar um hann. Var það fyrsta gjöfin i sjóðinn. Björgunarskipið Albert.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.