Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 4
FÁLKINN Fólk að vinna við rísplöntun í leðjunni á akrinum. Plönturnar standa upp úr vatninu. ávaxtasafa, sykur, járnsölt og fjörefni, sé hægt að lækna 60 af hverjum hundrað manns, sem þjást af of miklum blóðþrýstingi eða nýrnasjúkdómum. Og víst er um það að rísgrjón eru holl fyrir tennurnar — það sýna austur- landabúar best sjálfir. Fólk austur í Kóreu, jafnvel fátækustu betl- arar, sem aldrei hafa heyrt tann- lækni eða tannkrem nefnt, hafa svo fallegar, jafnar og hvítar tennur að kvikmyndadísirnar í Hollywood mættu öfunda það. En það er versta vinna að rækta rísgrjón, að minnsta kosti í aust- urlöndum, þar sem öll tækni er á lágu stigi og þúsund ára gömul amboð eru notuð við ræktunina. Rfsgrjónin—míkilvcegasta korntegund mannhynsins Á Vesturlöndum ber hveitið ægishjálm yfir aðrar kornteg- undir, en rúgur, bygg og hafrar eru í kjölfarinu. Vesturlandabúar komast þó ekki hjá að gæða sér á rísgrjónagraut við og við, að minnsta kosti þykir okkur jóla- grauturinn nærri því eins sjálf- sagður oghangiketið. En rísgrjón- in geta ekki talist nein aðalfæða hvorki í Evrópu né Ameríku, þar sem fólk hefir svo margar aðrar korntegundir að leggja sér til munns. Hins vegar eru rísgrjónin aðal- fæða hundraða milljóna í Asíu, og sumt fólk sér varla aðra fæðu en rísgrjón. Það munar um stór- þjóðirnar í Indlandi og Kína, — þær eru um þriðjungur alls mann- kynsins og lifa að langmestu leyti á rísgrjónum. Án rísgrjónanna hefðu þær ekki getað orðið jafn fjölmennar og þær eru. 1 landafræðinni er veröldinni skipt í kornsvæði. Bandaríkin eru mesta maísræktariandið, Evrópa, Kanada og Argentína hveitilönd og ennfremur Vestur-Asía og Norður-Afríka, Rússland er rúg- landið en norðurhjari Evrópu framleiðir bygg og hafra. En 90 af hverjum 100 pundum rísgrjón- anna sem spretta í heiminum, eru ræktuð í Asíu — og mest af þeirri framleiðslu étið þar líka. Þrátt fyrir þau kynstur af rís- grjónum sem framleidd eru í Kína og Indlandi verður ekkert afgangs handa öðrum þjóðum, því að svo marga munna verður að metta. Hins vegar er veru- legur rísútflutningur frá Burma. Rísgrjónin verða að vera í vot- lendi til að vaxa. Jurtinni er plantað í leðjumýri, og þeir sem starfa að því standa í vatni upp í kálfa. Sums staðar er svo mis- hæðótt að engir mýraflákar eru til, og eru garðar þá hlaðnir langsum í fláunum og vatni veitt yfir landið til þess að fá skilyrði Kvarnirnar, sem notaðar eru til að mala rísgrjónin eru engin nýtísku verkfæri. fyrir ræktinni. En uppskeran af þessum rísekrum er óvissari en af jafnlendinu. Og ef vatnsveitan á þessar brekku-ekrur bregst, er allt í voða. Rísjurtin fluttist til Ameríku á 17 öld. Það vildi þannig til: Skip nokkurt lagði út frá Liverpool og var ferðinni heitið til Madagaskar. En skipið hrakti svo rækilega af leið að það lenti að lokum fyrir yestan Atlantshaf — í Charlestpn í Carolina. Einn af farþegunum hafði svolítið af rísgrjónum með- ferðis og datt í hug að setja þau niður, meðan hann beið eftir að gert væri við skipið og hann gæti haldið áfram ferðinni. Þessi til- raun tókst ágætlega, og nú er talsvert fl'utt út af rísgrjónum f rá Carolina til ýmissa landa í ver- öldinni. Var mikil eftirspurn eftir Carolinagrjónum í síðustu heims- styrjöld, þvi að þá höfðu Japanar hernumið öll löndin, sem annars flytja út rís til vesturlanda, nefni- lega Burma, Indokína og Síam. 1 Evrópu sjá menn varla ann- að en „póleruð" eða hýðislaus rísgrjón. En ef austurlandabúar ætu þau þannig, mundu grjónin ekki treyna eins vel í þeim lífið og þau gera. 1 hýðinu eru sem sé ýms nauðsynlegustu næringarefn- in, en póleruð grjón eru mjög ein- hæf fæða. Austurlandabúar eiga svo mikið undir grjónunum að ef þeir ætu þau hýðislaus mundi fólk deyja úr skyrbjúg í stórum stil. Næringargildi og hollusta rís- grjónanna hefir verið læknunum mikið rannsóknarefni og eru þeir ekki sammála um næringargildi þeirra, eða lækningamátt. Til eru læknar sem halda því fram, að með því að láta fólk borða rís, Á hverju vori verður að plægja rísekrurnar, eða réttara sagt „hræra í þeim". Til þessa notar bóndinn tréplóg, sem hann beitir vatnavísundunum fyrir, og vinnu- tíminn er myrkranna á milli. Hvert grjón er dýrmætt, og ef uppskeran bregst er hungurs- neyðin óhjákvæmileg. Fátækustu bændurnir eiga hvorki plóg né Rísknippin eru hengd á háar hespur og skrælþurrkuð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.