Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 ástfanginn af stúlkunni. Hamalton lávarður hafði þegar tekið eftir því, að Lyndis hafði sefandi áhrif á hinn eirðarlausa son hans. Og sjálf var Lyndis í sjöunda himni, þó að hún reyndi ávallt að komast niður á jörðina og innprenta sjálfri sér að það væri flónska að gera sér von um að eignast einn eftirsótt- asta unga manninn í London. Hún dáðist tak- markalaust að Nicholas, en stundum vor- kenndi hún honum um leið. Stundum voru augu hans, undir hinum slútandi Hamalton- brúnum, sem voru eins og hrafnsvængir á andlitinu, svo óumræðilega örvæntandi og flóttaleg, að Lyndis, sem elskaði hann, langaði til að fara að gráta. En Lyndis spurði ekki, hún skildi — hana grunaði hve mikið þessi augu hefðu séð af sorg og ógæfu — hrapandi flugvélar, dána fé- laga, brunnar borgir. Og þetta var skýring á þeirri vanstillingu og eirðarleysi, sem oft kom yfir hann, og sem stundum bitnaði á henni sjálfri. Þá leið hún sálarkvalir, en hins vegar gladdist hún stundum, er hann sýndi henni nærgætni og hlýju. Jú, þessi tími var dásam- legt ævintýr. Stundum var þeim svo hlýtt í hug, að Lyndis fannst það mundi vera hægð- arleikur að fá hann til að biðja sín. En hefði það verið rétt? Hún vissi betur en nokkur annar, að hann hafði ekki náð sér aftur ennþá, og að hann hélt sig að henni af því að hann þarfnaðist félaga og vináttu. Var það ást? Nei, en hann mundi koma til hennar sjálfur, þegar tími væri til þess kom- inn. Enn sem komið var gat hún ekki verið honum annað en systir og félagi. Vinir Nicholas fóru að heimsækja hann von bráðar — fyrr en hann gerði sér far um að hitta þá. Það fór að rigna yfir hann boðum í miðdegisveislur og alls konar samkvæmi. En það var nýr Nicholas sem hún sá á þess- um stöðum, sá Nicholas sem allir þekktu og sá sem var umsetinn og hossað hátt, og nú tók Lyndis eftir, að eirðarleysið fór að áger- ast hjá honum á ný. Hann virtist hafa sams konar þörf fyrir skemmtanir og tilbreytingu, sem hann hafði áður haft fyrir að berjast og leika sér við dauðann. Og eitt kvöldið kynntist hann Carole Sheraton. i Það var í glaumveislu hjá einum af gömlu flugfélögunum hans. Carole varð fyrri til að taka eftir Nicholas en hann eftir henni. Og það var óumflýjanlegt að taka eftir Nicholas Hamalton. Hann var hærri en flestir ungir menn og svart hárið og svipmikið and- litið vakti ávallt athygli, og augun gátu ekki annað en heillað. Carole Sheraton, hin unga enska aðalsmær og samkvæmisbrúða, tók vel eftir karlmönnunum, hún hafði þegar verið í nokkur ár á hnotskóg eftir manni, sem hún gæti bundist, — manni sem hefði efni á að borga gamla og nýja reikninga, ekki síst reikninga hinnar hálftignu en auralausu Sheraton-fjölskyldu. „Hver er hann?" spurði Carole gestgjafann. „Það er hann Nicholas — gamli Nicky," svaraði hann annars hugar og hellti í glasið hjá Carole. „Nicholas — hvað, og hvað gerir hann. Svaraðu mér ekki útaf!" sagði Carole í skip- unartón. „Nicholas Hamalton. Þú hefir heyrt getið um Hamalton-flugfélagið . . . ?" „Kynntu mig undir eins 'fyrir honum," sagði Carole óðamála. Auðvitað kannaðist hún við Hamalton- flugfélagið og milljónir þess og óðalið Newton Manor í Cornwall. Og svona atvikaðist það að Nicholas var allt í einu leiddur fram fyrir ljóshærða aðaisdís, vel limaða og föngulega, í grænum kjól, sem var þannig sniðinn, að vaxtarlagið naut sín í fyllsta mæli. Töfrandi augu, sem virtust sía birtuna gegnum löng augnhár, litu til hans er hann nálgaðist. Ein- hver gaf honum þær upplýsingar, að þetta væri Carole Sheraton, hættulegasta konan, sem þessi sami einhver hefði kynnst, og Nicholas trúði honum. Carole var tvímæla- laust hættulegasta konan sem Nicholas hafði augum litið. Enda varð þess ekki langt að bíða að þau sætu saman á Ritz og drykkju kampavín og horf ðu á dansinn. Þau voru ekki Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAD MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBEBTSprent. $§§$$$&S®SG$&$&&$®$G$&®§§$$G&!i$^&$^^ ©«$«««««^©««^§®^$«^§^§$$Ö«^©««^§^§^§^©^$^««« Hagsýnar húsmœður nota ávallt bestu fáanlegu efnin í baksturinn. — Royál lyftiduft er heimsþektct gœðavara, sem nýtur hinna mestu vinsælda. ROYAL tryggir öruggan bakstur • • UTSVOR 1956 Fyriríramgreidsla Hinn 1. júní er síðasti gjalddagi fyrirframgreiðslu út- svara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1956 og ber gjald- endum þá að hafa greitt sem svarar helmingi af útsvarinu 1955. Gjaldendur verða að hafa í huga, að bæjarsjóður þarf að innheimta tekjur sínar jafnóðum, til greiðslu áfallandi gjalda, og að gefnu tilefni eru atvinnurékendur og aðrir kaupgreiðendur sérstaklega minntir á skilvíslega greiðslu eigin útsvara og útsvara starfsmannanna. Reykjavík, 29. maí 1956. Borgarritarinn. ^$$$^^$$«$««$^««$^«««$^&$©$$^§$^$<?$$$$^$^$$^^^ >«í«^$^^<^$©^^§^^^^&^!»$$$^$$$^$$$$$$$$^$$$$«

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.