Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 6
FALKINN *1<%AÐ var undir árslokin 1925, sem \S Chaplin byrjaði á hinni frægu mynd „Sirkus". En margvíslegar tafir urðu á þessari myndatöku og „Sirkus" varð ekki fullgero fyrr-en 1923. Um þessar mundir byrjaði Syd Chaplin að starfa sjálfstætt, en hann hafði verið ráðsmaður Charlie* nær tíu ár. Syd gerði ýmsar kvikmyndir, þar á meðal eftir leikritinu „Frænka Charleys". „Sirkus" var dýr mynd. Mikhi dýr- ari en nokkuiysem Chaplin hafði tek- ið áður.-Hann reisti geypistórt sirkus- tjald með öllum lnigsanlegum tilfær- ingam. Þar voru alls konar dýr og tamningamenn, fjöldi af vögnum og pallar handa ljósmyndurunum á víð og dreif. Þessu var öllu haldið gang- andi í meira en eitt ár. Charli,e æfði sig í linudansi i marga mánuði og varð loks leikinn i listinni. Kvikmyndin vakti mikla athygli, bæði hjá áhorfendum, blöðunum og fag- mönnum, og Charlie komst aftur i álit og varð óskabarn allra, eftir áfall- ið, sem hann hafði orðið fyrir i sam- bandi við skilnaðinn við Litu Grey. Nú voru aðrir skopleikarar, einkum Buster Keaton og Harold Lloyd, farn- ir að keppa við Chaplin um vinsældir almennings, og höfðu komið ár sinni Úr kvikmyndinni „Borgarljósin" (1931). Blinda blómastúlkan, móti Chaplin var Virginia Cherill. sem lék á CHARLIE CHAPLIN V. Tdlmynd hemur - en (nnplin þegír vel fyrir borð þessi þrjú ár, sem eng- in ný Chaplinmynd kom, enda voru þeir tvimælalaust ágætir leikarar báð- ir tveir. En með sirkusmyndinni nýju skaut Chaplin þeim aftur fyrir sig. TALMYNDABYLTINGIN. Svo liðu aftur þrjú ár þangað til ný mynd kom frá Chaplin, og á því tímabili varð bylting í kvikmynda- gerðinni. Talmyndin var komin til sögunnar. Al Jolson hafði unnið stórsigur með tvéimur fyrstu talmyndunum sínum, „Jazz-Singer" og „Sonny Boy". Þær sýndu að hægt var að samstilla mynd og tón. Þetta var bylting. Fjöldi af kvik- myndastjörnum, sem hingað til höfðu setið i hásæti og hirt há laun, urðu nú að víkja, því að raddirnar þóttu ekki frambærilegar og í samræmi við útlitið. Chaplin afréð að þegja áfram. Hann lét engan bilbug á sér finna, en sagð- ist halda áfram með þöglu myndirnar. Vitanlega varð það til þess að sögur komust á kreik um að hann hefði óbrúklega rödd og væri málhaltur. í rauninni hafði hann alltaf haldið fram tilverurétti bendingaleiksins, leik málleysingjans. Og hann lét sig engu skipta hvað aðrir sögðu. En per- sónulega áleit hann, að litli ræfillinn Úr „Modern Times" (1936), sem var hljómmynd en ekki talmynd. Stúlkan upp við húsið er Paulette Goddard. hans, sem allur heimurinn dáðist að, mundi missa mikils í vinsældum ef hann færi allt i einu að tala. —¦ Það er til æðri mynd listarinnar en framsögnin, sagði hann við alla, sem reyndu að telja honum hughvarf. — Ég hefi frá upphafi iðkað látbragðs- list, og með þvi að hleypa annarri brúninni get ég túlkað meira en hægt er með þúsund orðum. Og hann styrktist í þessari trú við öll þau þúsund af bréfum sem hann fékk frá fólki, sem bað hann þess lengstra orða að fara ekki að tala. Hann benti líka á að hinir miklu yfirburðir þöglu myndarinnar væru í því fólgnir, að hver einasti áhorf- andi fengi „samtölin" á sinu eigin máli eða mállýsku. Chaplin talaði ensku fyrir Englendinginn, ameríska mállýsku fyrir Ameríkumenn og kin- versku fyrir Kínverjana. Þögn hans var alþjóðamál. Talmyndin mundi gera kvikmynd- irnar hans óskiljanlegar fólki i Kina og Suður-Ameriku, og hann sagðist ekki vilja missa þessa áhorfendur. En jafnframt gerði hann sér Ijóst að ef hann héldi fast við þóglu myndirnar — sem hann var staðráðinn í — myndi hann verða illa settur i kvikmynda- húsunum, sem sýndu jöfnum höndum talmyndir. En hann afréð að hætta á þetta. Hann hafði hugsað málið rólega og fór sér hægt, en óðagotið hafði gripið aðra framleiðendur. Meðan hann var að taka „Sirkus" fékk hann hugmyndina að „City Lights" — Borgarljósin. Hugmyndina um að láta ræfilinn verða ástfanginn af blindu slúlkunni. En þegar hann ætlaði að fara að byrja á myndinni varð móðir hans alvarlega veik. MÓÐIR CHAPLINS. Chaplin, hafði látið sækja móður sína til HoIIywood og keypti handa henni hús og lét hana eiga góða daga. Hún hafði verið heilsuveil árum sam- an, en eftir að hún kom til Hollywood og fór að lifa áhyggjulausu lífi, varð hún stórum betri. Chaplin þótti vænna um móður sína en nokkra aðra manneskju i veröld- inni. Hann hefir sagt að hún sé eina konan, sem hann hafi nokkurn tíma elskað. Gamla konan hafði fitnað en alltaf var eitthvað zigaunalegt við hana. Hún var öllum stundum með sonum sínum báðum og ók oft með þeim i bíl. En hún tók engan þátt í samkvæmis- lífinu í Hollywood. Stundum horfði hún á gömlu Chaplinmyndirnar, og hann sýndi henni alltaf nýju myndirnar áður en hann sendi þær á markaðinn. Stundum var hún að kvarta undan að þeir væru of vinnuharðir við drenginn sinn. Hún gat ekki gleymt fortiðinni og mundi aldrei að Chaplin var fyrir löngu orðinn sinn eigin herra. Þegar hún var að aka um i bílnum lét hún hana oft stansa við sælgætis- sölurnar, fór út og keypti rjómaís handa börnunum, sem léku sér á göt- unni eða verkamönnum sem hún sa við vinnu. En hún kunni ekki við sig í stóra húsinu í Santa Monica, og Chaplin keypti annað handa henni i San Fernandodalnum. Henni leið líka miklu betur þar, en svo fékk hún allt í einu magaveiki, og læknirinn ráð- lagði henni að leggjast á sjúkrahús. Charlie varð órólegur, en þegar hann kom á sjúkrahúsið að heimsækja hana, var honum sagt að sjúkdómur- inn væri ekki alvarlegur, og engin ástæða til að óttast. En sama kvöldið varð breyting á. Gamla konan fékk óráð og lá svo í dvala og er læknarnir töldu ósennilegt að hún mundi na sér aftur, var sent boð eftir Charlie. Sydney var þá i Evrópu. Charlie fór þegar á sjúkrahúsið og móðir hans var enn meðvitundarlaus. Hann fór út í bílinn aftur og var að hugsa um að aka burt. Hann langaði til að muna móður sína eins og hún hafði verið forðum, en ekki i dauða- teygj'unum á banabeðinum. Hann sat lengi i bílnum en gat ekki fengið af sér að aka burt. Eftir dálitla stund fór hann inn i sjúkrahúsið aftur. Læknarnir leyfðu honum að koma að rúminu. Hann sat þar i tvo tíma. Hún fékk meðvitundina dálitla stund og brosti til hans, tók i höndina á hon- um pg sagði milt: — Drengurinn minn. En Chaplin grét eins og barn. Af sjúkrahúsinu ók hann á dálítið veitingahús, og sat þar fram undir morgun og þambaði kaffi i sífellu. Hann sá sjálfur um útförina. Þar voru aðeins nánustn vinir hans. Charlie ók einn á eftir kistunni. En flestir urðu gramir er þeir komu í kirkjugarðinn og sáu að þar var komin Lita Grey, önnur kona Chap- lins, ásamt móður sinni. Báðar voru sorgarklæddar. Einhvern veginn höfðu þær komíst a snoðir um hvenær jarð- arförin ætti að fara fram. Viðstaddir gerðu sitt ítrasta til þess að Chaplin sæi ekki Litu. Þeir röðuðu sér þétt fyrir framan hana til að skyggja á hana. Og Charlie var bug- aður af sorg og leit ekki upp.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.