Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN Ur „Modern Times". Chaplin og Paulette Goddard, sem síðar varð þriðja konan hans. SIGURFÖR KRINGUM HNÖTTINN. Chaplin var ekki mönnum sinnandi margar vikur á eftir. Hann var óánægður meS mörg af atriðunum, sem tekin höfðu verið í „Borgarljós- in" og gerði ýmsar tilraunir til að lagfæra þau áður en hann byrjaði íyrir alvöru á framhaldinu. Kvik- myndin var fullgerS árið 1931. Chaplin kal/laði þessa mynd „róm- antískan gamanleik", en í rauninni var það bæði gaman og alvara, sem hann sýndi. Á frumsýniiigunni grétu margir, og siðan grétu margar mill- jónir um allan heim fyrir veslingnum, sem þeir höfðu hlegið að í fimmtán ár. Hann var tvö ár að fullgera mynd- ína, og af bvi að nú var hljómmynd- in orðin staðreynd, afréð Chaplin að gera tónleika "við myndina. ÞaS var í fyrsta skipti seni hann reyndi þetta og margir brostu vorkennandi er þeir fréttu að nú ætlaði Chaplin að gerast tónskáld, í ofanálag á leikinn og leik- stjórnina. En tónlistin varð furðu góð og þó varð hún betri í síðari mynduni sem hann samdi tónlist við. Nú viður- kenna allir að hann hafi góða tónlist- arhæfileika, sem hafi orðið til þess að auka stórum listgildi kvikmynda hans. Hann afréð að frumsýna þessa mynd sjálfiir i New York. Hann tók Cohan-leikhúsið á leigu og aðsókhin varð svo gífurleg að hann varð að framlengja leigumálann hvað eftir annað. Og hann hafði um 750 þúsund dollara upp úr myndinni á þessu eina kvikmyndahúsi. En samtals gaf þessi kvikmynd meira af sér en nýjustu talmyndirnar. . Og nú fór Chaplin í annað sinn til London. Tíu ár voru liðin síðan hann hafði komið þangaS seinast, og á þeim tíu árutn höfðu örlögin bakað hor.um raunir — allt uppistandið út af Litu Grey og móðurmissirinn — en hins vegar aukið frægð hans og auð. London fagnaði honum rausnaiiega eins og í fyrra skiptið. Nú voru fínu frúrnar enn sólgnari i að fá að kynn- ast honum, og lady Astor hélt stórt samkvæmi fyrir hann á óðalssetri sínu i Cliveden. Þar kynntist hann Bern- hard Shaw og Lloyd George og ýmsu öðru stórmenni, sem allir urðu hrifnir af Chaplin. Eftir að hann hafði rökrætt við Lloyd George sögðu þeir sem nær- staddir voru: — Það var likast og þeir hefðu skipt um hlutverk. Chaplin hélt hrókaræður um stjórnmál en Lloyd George reyndi að bregða fyrir sig fyndni og vera skopleikari. Charlie kom lika í gamla skólann sinn í Hanwell, en þar hafði hann verið í tvö ár. Hann gaf skólanum kvikmyndavél og sendi öllum krökk- unum sælgæti. Og svo heimsótti hann bernsku- slöðvarnar í Kennington. Hann fór einn þar um og skoðaði fjöllcikahús- in, sem hann hafði slitið barnsskón- um á. Sama kvöidið sem „Borgarljósin" voru frumsýnd i London, var haldið stórt samkvæmi fyrir hann á Carlton Hotel. Winston Churchill kvaddi sér hljóðs og liélt ræðu fyrir Chaplin og það var fyndin ræða og skemmtileg. Chaplin dansaði við margar fallegar stúikur þetta kvöld. Og allan tímann sem hann var í London skrifuðu hlöð- in mikið um hvort Chaplin mundi ekki vcra að leita sér að konu nr. 3. Næst fór Chaplin til Berlín og var fagnað mikið þar. En aðeins tveim árum siðar, eftir að Hitler hafði hrifsað völdin, voru allar Chaplins- myndir bannfærðar í Þýskalandi, að- alJega af því að Chaplingervinu þótti svipa til „foringjans". Einkanlega skeggið. ¦ Hann fór líka til Wien og Vcnezia, Briissel og París. Þar var hann gerður riddari" heiðursfylkingarinnar. Hann fór á veiðar i Normandi með hertog- anum af Westminster, og í Biaritz hitti hann prinsinn af Wales. Loks fór hann til Nizza, en þar var Syd bróðir hans þá. Þeir fóru svo saman til Róm og lögðu síðan upp í siglingu kringum hnöttinn frá Napoli. Chaplin var fagnað Jivar sem hann kom. í Egyptalandi, á Ceylon, Java og í Tokio var bókstaflega ókleift að komast inn eða út af gistihúsinu vegna mannfjöldans fyrir utan. PAULETTE GODDARD OG „MODERN TIMES". Skömmu eftir að hann var kominn til Hollywood aftur kynnlist hann Paulette Goddard, sem siðar fékk aðalkvenhlutverkið i næstu mynd hans, og varð þriðja konan hans. Paulette var lílil vexti eins og hann sjálfur, grönn, falleg og með platinu- ljóst hár. Hún var 23 ára og þvi talsvert cldri en hinar tvær, er Chaplin hafði kynnst. Og hún hafði reynslu — bæði frá leikhúsum og kvikmyndum. Béttu nafni hét hún Pauline Levy og eiginlega vár hárið á henni jarpt. Charlie fékk hana til að hætta að lita það. Hann keypti hana lausa frá samningum sem hún var bundin, lét hana fá kennslu í raddbeitingu og bjó hana undir starfið, sem hann hafði fyrirhugað henni. Hollywood sauð af reiði yfir þess- um nýju kynnum. Þau voru saman alls staðar, en ekki giftust þau fyrr cn nokkrum árum seinna. En nú byrj- aði hann á næstu myndinni sinni: „Modern Times". Hann fékk hugmyndina að þessari mynd í Berlín, þar sem hann 'hafði hitt Albert Einstein og átt löng sam- töl við hann. Hann hlustaði með at- liygli á útlistanir Einsteins um menn- ina og vélarnar. Var það vélunum einum að kenna að svo margir voru gerðir óþarfir i mannfélaginu? Það var þetta, sem þeir ræddu mest um. Þegar Chaplin kom aftur til Lon- don heyrði hann hka skoðun Gandhis, sem var illa við vélarnar. Chaplin tók málstað vélanna og benti á gagnið sem þær gerðu, en hann sá að hægt var að nota þetta efni í gamanleik. Hann afréð að hafa þessa mynd þögla, þó aS nú væru braðum tíu ár síðan talmyndin kom til sögunnar. En þó lét hann taka hljóð inn á myndina, af því sem var að gerast, og fléttaði því inn í, ásamt tónlistinni, sem hann hafði samið sjálfur. Effir aS talmyndin kom til sögunnar og sérstaklega þau fimm árin, sem liSin voru síðan „Borgarljósin" komu fram höfðu miklar breytingar orðið á kvikmyndagamanleikjum. Og teikni- myndirnar voru komnar i tísku. Walt Disney orðinn heimsfrægur og Mickey Mouse og Donald Duck orðnar eins frægar fígúrur og Chaplin forðum. Sumir gagnrýnendur fordæmdu „Modern Times". Þeir sögðu að sum atriðin í verksmiðjunni væri grimu- klæddur kommúnistaáróður. — Aðrir héldu því gagnstæða fram og töldu að myndin væri gerð til að skopast að „afkasta-sýki Sovétlýðveldisins. Rússum féll ekki myndin. Djúp þögn i salnum þegar atriðið með rennibandinu var sýnt. I Þýskalandi var myndin að sjálf- sögðu bönnuð. Og hún var bönnuð í ítalíu líka, því að þá var Mussolini orðinn bandamaður Hitlers, og stældi hann í öllu. Þegar Chaplin frétti þetta sagði hann: — ÞaS er svo aS sjá sem ein- ræðisherrarnir haldi að myndin sé kommúnistisk. Það er hún alls ekki. Eini tilgangurinn með henni er að skemmta. Ég er leikari og hefi enga girnd á stjórnmálum. Það er ekki kunnugt hvenær Chaplin giftist Paulette Goddard. En nokkru eftir að Chaplin var skilinn við aðra konuna, rifjaðist upp fyrir 'honum spá ein, frá þeim tíma sem hann var hjá Fred Karno. Zigaunakerling ein hafði spáð fyr- Framhald á bls. 11. Charlie Chaplin í „Sirkus" (1928). Hann æfði sig í marga m og varð fimur á strengnum áður en Iauk. í línudansi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.