Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 8
FÁLKINN í símskeytinu stóð: — Hefi komist að raun um að ég er engin leikkona. Kem með lestinni klukkan 3.20. Ég brosti í kampinn. Sem betur fer geta feðurnir það, þegar svo ber undir. Þegar Katbie kom og sagðist vilja fara til London til að verða leikkona, tók ég þessu eins og karlmenni, og lét hana fara, án þess að mögla. En ég þagði yfir skoðunum mínuni á þeim leikafrekum bennar, sem ég hafði séð á viðvaninga-leiksýningum heima fyrir. Ég faafSi ekki leyft mér að segja nema „Hm!", eða hvað það nú er, sem maður getur búist við að miðaldra ekkill sem á fallega dóttur, segi við slík tækifæri. Ég hafði kysst Kathie þegar hún fór og ráðstafað því, að hún fengi peninga mánaðarlega í bankanum. Og síðan hafði ekki verið annað að gera i málinu en bíða þolinmóður eftir símskeytinu, sem ég stóð með í hend- inni núna. Fimm mánuðir! Ég hafði aldrei vit- að það fyrr, að fimm mánuðir væru svona lengi að líða. 3.20-lestin kemur til Ludford snemma kvölds. Eg tók Bess, tíkina faennar Kathie og ók á stöðina til að taka á móti faenni. Kathie var komin út úr lestinni áður en hún stöðvaðist. Hún fleygði sér um hálsinn á mér, og mér til undrunar sá ég stóru, bláu augun voru full af tárum. Það lá við að ég fengi kökk í hálsinn og föðurhjartað bólgn- aði af stolti yfir, að þessari fallegu dóttur minni skyldi þykja svona gam- an af að sjá föður sinn. Bess trítlaði kringum okkur bálf- ærð af kæti og Kathie klappaði henni Kathie elti ekki flóttann. Hún lagðist á hnén hjá Robin og tók utan um hann. Ekki cr allí sem sýnisl meðan faún var að sigrast á tárunum. Svo rétti hún úr sér aftur og var nú í essinu sínu. — Hvernig líður þér, pabbi? — Ágætlega, þakka þér fyrir! Og hvernig er í London — er lyktin jafn bölvuð og hún hefir verið? — Miklu verri! Hún dró djúpt and- ann, til þess að fylla lungun góða loftinu i Ludford, sem var blandað angan frá rósabeði stöðvarstjórans. — Það er gaman að vera komin beim aftur. En á leiðinni heim var hún undar- lega fátöluð. Var hún áhyggjufull yfir því að henni hafði mistekist? Var hún hrædd um að sér mundi leiSast þegar bún settist i Ludford aftur? En svo mundi ég eftir Robin Tempest og varð úndir eins hughægara. Ég hafði beðið Robin að lita inn eftir kvöld- matinn, og þóttist viss um að Kathie yrði glöð er bún sæi hann aftur. En þegar ég sagði benni frá þessu varS hún ekki vitund glöS. — Ai, af faverju gerðir þú það, pabbi? sagði hún og gretti sig. — Fyrsta kvöldið, sem ég er faeima! — Hann verður ailur eitt bros þeg- ar bann sér þig vera komna heim aft- ur. Ég er viss um aS faann hefSi kom- iS þó ég hefSi ekki boSiS honum aS koma. — En ég — nei, þaS getur annars komiS út á eitt, sagði hún óþolin. Ég svaraði ekki en ók áfram. Og við þögðum bæði þangað til við komum faeim aS hliSi, og ég var alltaf aS reyna aS gera mér grein fyrir hvaSa ástæSa gæti veriS til þess aS Katbie var svona breytt. Það var svo ólíkt henni að vera ergileg og óþolin. Hún sagði mér frá leikskólanum meðan við vorum að drekka kaffið. Henni tókst meira aS segja að bregða fyrir sig glensi þegar hún var að segja frá athugasemdunum, sem kennari hennar hefði gert, og hvernig hann var ráSþrota yfir henni og ráS- lagði henni að koma sér upp hænsna- búi í stað þess að bugsa um leiklistina. En þetta var allt gríma, sem hún faldi sig undir. Þrátt fyrir glensið fann ég að faún var mjög raunamædd, undir niðri. í mínum eyrum var hlát- ur hennar og röddin uppgerðarlegt. Hún bjó yfir einfaverju sem hún vildi reyna að gleyma, einhverju sem særði hana svo, að hún þoldi varla að hugsa iim það. Eftir kaffiS sagðist hún ætla að taka upp dótiS sitt og fór upp i her- bergiS sitt. En ég held aS þetta með aS taka upp dótið hafi aðeins verið átylla til aS fá að vera ein um stund. Við kvöldborðið reyndi hún að vera sem glaðlegust, en ekki var þess langt að bíða að þögnin kæmi yfir okkur aftur, og hvað eftir annað sá ég að hún starSi út um gluggann, á grönnu, dökku trén neðst í garðinum. Það voru kertaljós á borðinu hjá okkur, og i flöktandi bjarmanum sýndust bláu augun hennar svört af örvænt- ingu. ÞEGAR við höfðum borðað og fórum inn í dagstofuna aftur, gat ég ekki setið á mér lengur. — Hvað gengur að þér, Kathie? spurði ég. ¦— Hún reyndi að brosa. — Ekkert, pabbi. Hvers vegna ætti nokkuð að ganga að mér? — Ég spyr bara, barnið mitt. Þykir þér kannske sárt, að þú skyldir ekki geta orðið ný Sarah Bernhardt? Hún hló, og í þetta skiptið fannst mér hláturinn ekki uppgerð. Þetta var sú rétta gamla Kathie. — Nei, ertu alveg frá þér! — En hvaS er þaS þá ... ? Ég hætti í hálfnaðri setningu þegar ég sá svipinn á benni. Hún hafði stað- ið upp og stóð nú og horfði á mig en kreppti hendurnar að stólbakinu, svo að hnúarnir hvítnuðu. — Ég vildi óska að þú hefðir ekki beðið Robin að koma hingað i kvöld, pabbi. Ég er svo skelfing þreytt. Gætir þú ekki hringt og sent afboð? Ég faristi höfuðið. — Það er orðið of seint. Og auk þess hefir þú bara gott af að sjá hann. Þú getur ekki byrjað með því aS forSast vini þína fyrsta kvöldiS, sem þú ert heima. Hún beit á vörina, og þaS var svo aS sjá sem hún ætlaSi að segja eitt- favaS. En hún hætti viS þaS og fór út úr stofunni. Ég horfði áhyggjufullur á eftir henni. Hvað gekk að telpunni? Þetta var i fyrsta skipti, sem Kathie hafði ekki verið opinská og hreinskilin við mig. Við höfðum alltaf verið svo niiklir mátar áður, en nú fannst mér ósýnilegur múr vera kominn á milli okkar. Robii. Tempest kom um níu-leytið. Robin hafði verið ástfanginn af Katfaie i tuttugu og tvö ár, sem er verulegur faluti af ævi tuttugu og fjögra ára gamallar stúlku. Robin er sonur besta vinar míns, og hann og Kathie hafa svo að segja alist upp saman. Fyrst urðu þau sam- ferða er þeim var ekið í barnavögn- unum, síðan gengu þau í skóla saman, og síðar vou þau saman á skaulum, dönsuðu saman og voru í tennis sam- an. Alla tiS.þangað til fyrir fimm mánuðum, að Kathie fékk þá flugu aS faún ætti að verða leikkona, bafði ég búist við aS þau tilkynntu mér að þau væru trúlofuð. Það sýnir aðeins hvernig feðrum getur skjátlast stundum! Þvi að allan timann sem Kathie var í London hafði hún aðeins skrifaS Robin tvö bréf — þaS hafSi hann sagt mér sjálfur — og bæSi þessi bréf hafði hann fengið fyrstu vikuna sem hún var í borginni og var líklega með heimþrá. Robin var yngri forstjóri einu húsa- meistarastofunnar í Ludford. Nú kom hann eins og elding inn í stofuna og faeilsaði mér. — Er hún komin? spurði hann ákafur, — Já, hún er komin, sagSi ég. — Nú skal ég kalla á faana. En i sömu svifum kom Katbie inn úr dyrunum, og var nú cnn fölari en áður. Hún rétti honum höndina og brosíi. — Sæll, Robin. En þó að Robin væri eins og hann befði fengið tólf rétta í getraun og Kathie gerði sitt ýtrasta til þess aS láta sem henni þætti vænt um aS fá aS sjá Robin aftur, var hún ekki eins og hún átti að sér. ÞaS var eins og faenni fyndist einhver hætta vofa yfir sér. Ég var að velta fyrir mér hvort Robin tæki eftir fave breytt faún var orSin, og einu sinni tók ég eftir að faann leit forviða á hana. Allt í einu var dyrabjöllunni hringt. Kathie náfölnaði og þagnaði i miðri setningu og horfði óróleg til dyra. Stúlkan, Mary, kom inn. •— Það er maður hérna frammi, sem langar til aS tala við ySur, ungfrú Kathie, sagSi hún. ¦— Hver er þaS? spurði Katfaie favasst. — Hann sagði ekki til nafns síns, svaraði Mary. — Ég skal fara, sagði ég og gekk fram að dyrunum. — Nei, láttu mig fara! Hún varð á undan mér og hvarf fram i and- dyrið. Robin brosti tvírætt og þáði vindl- inginn, sem ég bauð honum. — Mér finnst Kathie vera orSin svo breytt, sagöi hann og reyndi aS láta ekki á neinu bera, en ég sá aS hann var sár. — Það bainar vonandi þegar hún cr orSin heimavön faérna aftur, dreng- ur minn, sagSi ég. — Það er kannske ekkert gaman fyrir leikkonuefni að fá að vita, aS hún dugi ekki til þess. Hann starSi i glæSurnar á arninum. — Mér hefir þótt vænt um Kathie i mörg ár, eins og þér hafiS eflaust baft nasasjón af, sagði hann. — En í kvöld finnst mér ég vera fjariægari

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.