Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N A strcng y§ir Tiiagara Margir línudansarar hafa leikið þá list að ganga á streng yfir Niagara-fossa. En frægastur þeirra allra er Jean Francois Gravelet — eða BLONDIN. EGAR fyrsta brúin var byggð yfir Niagara var verkfræð- ingunum það ráðgáta hvernig þeir ættu að koma fyrsta strengn- um yfir fljótið. En það var strákl- ingur einn sem leysti þann vanda — hann lét flugdrekann sinn draga seglgarnsspotta yfir ófær- una og svo voru gildari strengir dregnir yfir á honum. Þessi saga kom í blöðunum. Meðal þeirra sem lásu hana var ungur fransk- ur línudansari í Lyon. Þegar hann lagði frá sér blaðið strengdi hann þess heit að hann skyldi ganga á streng yfir frægasta fossinn í veröldinni. Línudansari þessi hét Jean Francois Gravelet. Sem línu- dansari gekk hann undir nafninu Blondin. Fimm ára gamall gekk hann eftir þvottasnúrunum henn- ar móður sinnar og sjötíu og tveggja ára gekk hann hiklaust á streng með son sinn á háhesti. Blondin má tvímælaiaust telj- ast afburðamaður í sinni grein. Hann steypti sér kollhnís á lín- unni án þess að hafa nokkuð ör- yggisnet fyrir neðan sig, gekk á línunni án þess að hafa nokkuð öryggisnet fyrir neðan sig, gekk á línu með poka yfir höfðinu, gekk á höndum, stóð á höfði, gekk aftur á bak, hoppaði á strengn- um með haft á fótum og bundnar hendur, gekk á ,,styltum“ og þar fram eftir götunum. Glansnúm- erið hans var að fara með stól og primus út á línuna, setjast þar og steikja sér egg! Hinn 30. júní 1859 gekk hann í fyrsta sinn á streng yfir Niagara. Sýningin hafði verið rækilega auglýst og þúsundir af forvitnu fólki kom til þess að horfa á þessa fífldirfsku. Flestir héldu að Frakkinn væri ekki með öllum mjalla. Strengurinn var tveir þumlung- ar í þvermál og 400 metra langur, og um 50 metra yfir fossbrúninni. Áður en Blondin, sem var með vel snúið yfirskegg og í bláum prjónasamfestingi, hafði gengið tuttugu metra út á strenginn, hafði liðið yfir marga áhorfend- urna. Það hafði rignt nóttina áð- ur og strengurinn var ekki nægi- lega strekktur. Hann fór að sveiflast til. Þeir sem höfðu veðj- að um að Blondin mundi steypast í fossinn — og þeir voru margir — biðu með öndina í hálsinum. Þegar Blondin var kominn hálfa leið steypti hann sér kollhnís aftur á bak. Hrifningarlátunum ætlaði aldrei að linna. Blondin hvíldi sig nokkrar mínútur og gekk svo til sama lands. Sótti stól og hljóp með hann út á streng- inn. Og fólkið var hamslaust. Sýningin hafði nú staðið klukku- tíma og fólk hafði fengið meira en það bjóst við fyrir peningana sína, en Blondin vildi gera það enn hrifnara. Hann gerði sér nú nýja ferð í land og sótti stól og borð. Allt í einu var svo að sjá sem hann missti jafnvægið — en það var leikbragð til þess að æsa fólkið enn meira. NAFN hans varð frægt um all- an heim. Fólk kom langar leiðir að til þess að sjá hann endurtaka Niagarasýninguna sína. Og það gerði hann. Hann endurtók hana í myrkri — í birtunni frá Ijós- kastara eimreiðar einnar, sem var látin staðnæmast þannig að ijósið félli á strenginn. Nú hafði hann klunnalega hnalla á fótunum. Og á ný gekk hann strenginn með bundið fyrir augun og loks skildi hann eftir jafnvægisstöngina og gekk yfir fossinn. 1 síðasta sýn- ingaratriðinu slokknaði kastljós- ið þegar Blondin var úti á miðj- um strengnum ,en hann komst til lands samt. Næst er að segja frá hinum víðfræga Blondin-laugardegi, 8. september 1860. Blondin auglýsti að hann ætlaði sér að ganga á streng yfir Niagara með mann á háhesti, og strengurinn skyldi verða í 75 metra hæð yfir foss- inum. Þetta voru nú gífurtíðindi að marki, enda komu 300.000 áhorfendur. Meðal þeirra var prinsinn af Wales, síðar Edward VII. Bretakonungur. Sagt var að prinsinn hefði fyrirfram verið svo öruggur um getu Blondins, að hann hefði boðist til að sitja á öxl- unum á honum á strengnum yfir fljótið, en vitanlega þvertóku fylgiforingjar prinsins fyrir þá glæframennsku. En enginn ann- ar bauð sig fram ókeypis, svo að Blondin varð að heita álitlegri fjárupphæð þeim, sem vildu setj- ast á háhestinn. Þá gáfu þrír sig fram, og sagðist Blondin mundu bera þá alla yfir fljótið — en þó ekki nema einn í einu. Gat hann staðið við það? Veð- málin hækkuðu og hækkuðu, en jafnframt lækkaði þorið í þessum þremur, sem höfðu boðið sig fram. Loks gaf Harry Colcord, hinn ameriski umboðsmaður Blondis sig fram og settist upp á bak Blondins. Colcord var í kjólfötum og með pipuhatt og steig nú fót- unum í eins konar ístöð, sem náðu Blondin niður undir hnésbætur, og tók báðum höndum í lykkjur, sem festar voru á axlir honum. Svo að ofmælt var það, sem áð- ur hafði frétst: að Blondin ætlaði að bera manninn á háhesti. Til þess að gera sýninguna enn á- hrifameiri — Blondin hafði jafnan glöggt auga fyrir slíku — hafði hann makað ásjónuna í skegg- sápu, og átti svo að heita að Col- cord væri að raka hann á leiðinni yfir fljótið. Blondin hafði ekki gert sér grein fyrir hve þungur Colcord var. Þegar þeir voru komnir 75 metra út á strenginn tók Blondin að mæðast og sagði að hann yrði að hvíla sig. Og hafi Colcord ekki verið hræddur fyrr þá varð hann það nú. Hann mótmælti því ein- dregið að numið væri staðar, en Blondin másaði eins og heysjúkur hestur og strengurinn fór að dingla svo mjög, að áhorfendum varð ekki um sel. Það var eins og timinn stæði kyrr. Eftir nokkr- ar óralangar mínútur fór Blondin að hreyfa sig aftur, en svo nam hann staðar aftur og sagði að Colcord yrði að „fara af baki“. Colcord var nauðugur einn kost- ur að hiýða. Hann skalf eins og hrisla og Blondin varð að halda þeim báðum í jafnvægi. Loks tók Blondin hann á bakið, eftir langa hríð, en ekki nema 30—40 metra, því að nú varð Blondin að hvíla sig aftur og Colcord að fara af baki. Meðan þeir stóðu báðir á strengnum sigldi skip á hylnum langt fyrir neðan þá. Þar um borð var kunningi Blondins, Jack Tra- vis, sem var hittinn skotmaður. Blondin rétti út pípuhatt Col- cords og Jack skaut. Hitti ekki. Blondin rétti aftur út pípuhatt Colcords og Jack skaut. Hitti gegnum kollinn á hattinum. Nú skreið Colcord upp á bakið á línu- dansaranum aftur, náfölur af hræðslu, og um fleiri hvíldir var ekki að ræða á leiðinni. En feginn var hann þegar hann kom í land — og enda þeir báðir. ÞETTA var í fyrsta og síðasta skipti sem Colcord fór yfir Niagara á streng, en öðru máli gegndi um Blondin. Hann hélt áfram sýningunum og fann alltaf upp á einhverju nýju til þess að draga fólk að. Eitt var það að fara á strengnum yfir fossinn og aka hjólbörum á undan sér. Og í hjólbörunum sat Adéle litla dóttir hans. Blondin notaði aldrei öryggis- net þegar hann sýndi listir sínar á strengnum. — Það er bara til að gera mig hræddan, sagði hann. Blaðamaður spurði hann hvort hann reykti eða neytti áfengis. — Það geri ég hvorttveggja, þegar mig langar í það, svaraði Blondin. — Hann var listamaður á strengn- um en lélegur fjármálamaður fyr- ir sjálfan sig. Eftir að hann var orðinn heimsfrægur ferðaðist hann um víða veröld með sirkus- tjald og jós upp hundruðum þús- unda af peningum, en þeir runnu jafnóðum úr greipunum á honum, því að jafnan urðu ýmsir fjár- plógsmenn til þess að hafa út úr honum fé, gegn fögrum loforðum. Einu sini kom það fyrir hann í Rio de Janeiro, að skammbyssu- kúlurnar hvinu við eyrun á hon- um meðan hann var að leika listir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.