Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 í STAÐ KARTÖFLUNNAR. — í Berlín varð svo mikil verðhækkun á karlöfl- um í vetur, að fólk varð að fara að nota makaroní með kjötinu í staðinn. — Hér er mynd úr makaroni-gerð, sem spvtur úr sér hinni nauðsynlegu matartegund. sýnast svo sem hann væri sjálfur í mikilli lífshættu. ÁSur en hann fór inn tók hann gilda sexhleypu undir belt- ið, svo að fólk sá, en Lúra komst í illt skap, sem entist henni alla vikuna. í fyrsta lagi var liann eins og kjáni. Henni fannst 'það ekkert þrekvirki að fara inn til kattanna, og hún gat ekki séð neina ástæðu til að vopnast keyri og sexhleypu og svo þessum strókhatti, sem liann hafði á höfðinu. í öðru lagi spillti þetta viðskiptunum. í fyrstu, þegar Lúra fór með krakkana gest- anna til að sýna þeim hve kettirnir væru vel vandir, urðu þeir hrifnir, og þó enn hrifnari þegar púma-yrðling- arnir komu, með hvíta bletti á háls- inum og stungu eyrunum gegnum net- ið til að láta gæla við sig. En þegar Duke fór að óhemjast með keyrið urðu hörinn hrædd og meira að segja pöbb- unum og mömmunum varð ekki um sel, þvi að maðurinn var með skamm- byssu og búast mátti við öllu illu. Iinda fór að draga úr aðsókninni. Seint eitt kvöldið, þegar Duke liafði fengið sér strannnara, fannst honum tími til kominn að heimsækja Rajah. Lúra hafði þurft nákvæmlega eina mínútu til að temja tígrisinn. Hún hafði verið inni hjá honum og sópað búrið meðan Duke var að iieiman, og þegar Rajah hafði farið að skríða á vömbinni hafði hún skvetl vatni fram- an i hann svo að hann fór að hugsa um eitthvað annað. Eftir það hafði Rajaii orðið eins og tryggur hundur við hana. En það sem gerðist þegar Duke ætlaði að fara að venja hann, var ekki eins geðslegt. Mig fór að gruna livað hann ætlaðist fyrir, þegar liann fór að lialda ræðustúf fyrir áhörfendurna er hann var inni hjá bergljónunum, og sagði að þeir mættu ekki fara, því að nú gcrðust mikil tíðindi. Og þcgar hann kom út stefndi hann rakleitt á tígris- búrið. „Hvern fjárann ætiarðu nú að gera?“ sagði ég. „Ileilsa upp á tígrisinn. Einhvern tíma verður að gera það, svo að það er jafngott að ég gei'i það núna.“ „Og livers vegna verður að gera það?“ sagði ég. Hann leit á mig eins og hann vor- kenndi mér. „Þú hefir víst ekki glöggan skilning á kattakyninu," sagði liann. „Hérna er tígris. Hann verður lika að læra hver það er, sem ræður hér.‘í í VAXHYLKI. — Enska kvikmynda- dísin Doreen Dawne cr að reyna nýja aðferð til að losna við offitu. Hún lætur sprauta á sig 15 litrum af bráðnu vaxi á snyrtistofunni. Eftir nokkra hríð er vaxið skorið utan af henni og hún kemur út eins og ný og mjórri manneskja, segir hún. Annars kvað þetta vera góð lækning við gigt, líka. „Jæja,“ sagði ég. „Og hver er það sem ræður hér?“ „Littu á,“ sagði hann og benli með fingrinum í andlitið. „Lita á hvað?“ sagði ég. „Á mannsaugað," sagði hann. „Mannsauga, skilurðu það? Kettirnir eru hræddir við það. iÞegar maður veit það cr hægt að láta dýrin hafa beyg af sér. Augað er það eina sem ég nota. En, auðvitað, svona til að sýnast og líka til vonar og vara, liefi ég þetta hérna lika.“ „Nei, livað er að heyra þetta,“ sagði ég. „Ef ég ætti að segja til um hvort ég væri hræddári við bengalis- tígris eða augað í þér, þá skaltu skrifa hjá þér að ég teldi tígrisinn liættu- legri. Væri ég í þínum sporum mundi ég láta tigrisinn í friði.“ Hann svaraði engu, losaði bara um marghleypuhylkið og fór inn. Hann fékk ekki einu sinni tækifæri til að sveifla keyrinu. Því að tigrisinn hafði ekki fyrr séð hann en hann tók undir sig stökk, svo að blóðið varð eins og is í æðunum á mér. En hann stökk ekki beint á Duke, skiljið þið. Hann þaut fram hjá og á sekúndu var liann kominn milli Dukes og hurðarinnar. Það er eiginleiki hjá tígrisinum, sem manni er hollast að muna, ef maður skyldi rekast á hann einhvern tima. Hann kann ekki að leggja saman ein- faldar tölur, en ef það er eitthvað sem viðkemur æti þá er hann sá greindasti í bekknum, eða vel það. Hann veit frá fæðingu íneira um að fyrirbyggja flótta, en aðrir iæra á lieilli ævi. Og lappirnar sjá um það, svo að kraft- arnir verði ólúnir undir aðalathöfn- ina. Duke hröklaðist undan og það var hörmung að sjá upplitið á honum. Hann varð að herpa hvern vöðva svo að hakan á honum sigi ekki niður á bringu. Vinstri höndin var eitthvað að káfa á keyrinu og sú hægri fálm- aði niður með mjöðminni, eins og hann væri að hugsa um að nota skammbyssuna. En tigrisinn gaf hoh- um engan tima til að afráða það sem liann var að hugsa, ef hann befir þá yfirleitt iiugsað nokkuð þessa stund- ina. Tígrisinn mjakaði sér áfram á maganum, reis svo á fætur og vap])aði nokkur skref, og lagðisl svo á magann aftur. Og takið eftir því: það heyrðist ekki æmta í honum. Hann sagði ekki við Duke: Gerðu svo vel, snáfaðu út — því að liann hafði hugað sér að myrða hann, og morðingi gefur ekki frá sér hljóð að nauðsynjalausu. í nokkrar sekúndur gat maður meira að segja heyrt lappirnar á Duke tví- stíga á gólfinu. En allt í einu fór einn krakkinn að orga og þá rankaði ég við mér. Ég hljóp hak við búrið, þvi að það var til þeirrar hliðarinnar, scm tigrisinn flæmdi Duke. „Flýttu þér, Duke!“ öskraði ég. „Inn i tígrishúsið! Fljótt!" I>að var ekki að sjá að hann heyrði tii mín. Hann hröklaðist enn aftur á bak og tigrisinn elti. Einn kvenmað- urinn æpti svo að livein í. Hausinn á tígrisinum var niður við gólf og hann sveigði sig eins og fjöður. Hver cinasta manneskja sem þarna stóð, vissi Iivað það þýddi, og sérstaklcga vissi Duke það. Hann kreisti úr sér kok'hljóð, sneri undan og hijóp. Þá var það scm tígrisinn tók stökk- ið. Duke vissi ekki sjálfur livert liann hljóp, en þegar hann leit við datt hann á hausinn gegnum falldyrnar milli búrsins og hússins og ég gat skotið liurðinni fyrir aftur. Tigrisinn rakst svo hart á hurðina, að ég hélt að hann mundi slasa sig. Önnur löpp- in á Duke stóð út undan hurðinni og tígrisinn réðst á hana eins og elding, en ])að eina sem hann fékk til að tyggja var stígvélshællinn lians Duke. Svo gat Duke dregið að sér fótinn og ég dró hurðina alveg niður. 'Það var friðsæld yfir borðum um kvöldið. Lúra liafði ekki séð livað gerðist, þvi að hún hafði nóg að hugsa í matstofunni þegar atburður- inn fór fram, en fóik hafði talað um þetta, svo að hún vissi ailt. En hún sagði ekki orð. Og Duke, hvað haldið þið að 'hann hafi gert? Hann talaði um þetta eins og það hefði ekki verið neitt alvariegt. „Maður verður alltaf að vera við slíku búinn,“ sagði hann. Og svo lét hann sem hann hefði alltaf vitað l)vað iiann gerði og hrósaði happi yfir því að hann skyldi ekki hafa þurft að skjóta jafn dýran grip og Rajah var! „Um að gera að æðrast ekki,“ sagði hann, „það er aðalatriðið. Maður getur verið óheppinn stundum — en maður má aldrei láta dýrin skilja að manni sé órótt.“ Þegar ég licyrði þetta trúði ég varla mínum cigin eyrurn, en ég 'hrökk við þegar mér var litið á Lúru. Ég sagði vist áðan að hún væri alls ekki ólag- leg. Hún var í meðallagi há og vaxtar- lagið hér um bil þannig, að það iiefði getað komið karlmanni tii að yfirgefa hamingjusamt heimili, hún var fallega útitekin og kinnbeinin há, svo að aug- un voru ísmeygilega skásett. En þegar lnin hjó augunum i Duke núna voru þau orðin eins og smárifur, og þau skutu grænum eldingum þarna i lampaljósinu, og allt í einu fann ég að núna var hún svo lík Rajah, þegar hann var fikra sig að Duke, að hún liefði vel getað verið tvíburasystir hans. Og nú fékk Dukc þá flugu að hann væri svo frábær tamningamaður kattaættarinnar að liann mætti til með að fara upp i fjöll og veiða berg- ljón i gildrur. Svo að hann gæti selt sína eigin franileiðslu, sem liann kallaði. Ég hugsaði ekki sérstaklega um þetta.þá. Það mundi varla verða önn- ur veiði en fáeinir þvottabirnir, sem hann mundi að öllum líkindum kaupa niðri í þorpinu fyrir nokkra dollara. En Duke var nú þannig gerður, að liann varð að hafa mikinn viðbúnað með mat og útbúnað i þessar ferðir sínar, svo að þegar hann hlóð matar- pokunum á kerruna, var ekki um að villast l)vað iiann ællaðist fyrir. Og annars stóð mér alveg á sama um tiltektirnar hans. Það var alltaf skemmtilegra ])egar hann var ekki að flækjast fyrir og ég gat séð um heimilið einn með henni Lúru, svo að ég var ekkert að hnýsast i uppá- tækin l)ans. En það var eitthvað meira en kettir, þvottabirnir og fiskur, sem lá bak við þessi ferðalög lians, og það vissi Lúra þó að ég vissi það ekki. Einn góðan veðurdag eftir að Duke var farinn, skaut Villta Bill Smith upp, Texas-fellibylnum, sem kallað- ur var. Bill var nöðrulækningamað- ur. Hann hafði vörubil, sem ásjónan á honum var máluð á, og nokkra kassa með tannlausum, gömlum nöðrum. Hann seldi nöðrufeiti sem læknaði alls konar krampa, og indíanskt jurta- seyði. sem hafði sams konar áhrif. Hann var blekkingamaður, en var stór og sólbakaður og með hvítar tennur, og eiginlegur þorpari held ég ekki að hann hafi verið. Það fyrsta sem ég sá til hans var að 'hann ók skrjóðnum sínum að bensindælunni og bað mig um að sulla bensíni i hann og atliuga hringina. Bíllinn var út- slitinn og gerði ægilegan hávaða, en Bill sagði: „Gerir engan mismun. Bara betra!“ og svo labbaði hann inn í matstofuna. Hann var svo lengi þar inni að mér fannst réttast að fara til lians og segja 'honum að skrjóðurinn væri til- búinn. Þegar ég kom inn, sat hann á stól, aumingjalegur, og neri á sér fingurinn. Hann var með ormshring á visifingri og höndin var með rauð- um rákum. Ég vissi livað það þýddi. Hann hafði gerst nærgöngull og I.úra hafði tuktað hapn til. Ilún var með ljómandi fallegan handlegg og greipin á lienni eins og naglbitur, hún hafði orðið svona handsterk af því að mjólka kýr í barnæsku, man ég að hún sagði einu sinni. Þegar einhver gerðist nærgöngull við hana hafði liún það iagið að höggva i hann gómunum og kreista hann þangað til brakaði í beinunum, og þá vitkaðist dóninn venjulega. Ilún fékk honum reikninginn án ])ess að segja orð, og ég sagði honum hvað hann skuldaði fyrir bílinn. Svo l)orgaði hann og fór. „Hann hefir vist fengið heitan mat, þessi,“ sagði ég. „Ef nokkuð fer í taugarnar á mér,“ sagði hún, „þá eru það svona larfar, sem byrja að heimska sig undir eins og þcir eru komnir inn fyrir þrösk- uldinn.“ „Hvers vegna kallaðirðu ekki á mig?“ „Ja ... ég þurfti enga hjálp.“ En daginn eftir kom liann aftur, og ])cgar ég hafði látið á bílinn hans fór ég i-nn til að atluiga hvort hann hagaði sér skikkanlega. Hann sat við eilt l)orðið og Lúra stóð hjá honum. Ég sá að liún kippti að sér hendinni, og i)ann glotti eins og fólk gerir þegar það vill leyna einliverju. Hann var ekkert nema tennurnar. „Ljómandi veður,“ sagði hann. „Ágætl veður hérna á þessum slóðuni." „Jæja, finnst yður það,“ sagði ég. „Billinn yðar cr tilbúinn.“ „Hvað kostar það?“ sagði hann. „Rétta tuttugu dollara." Niðurlag í næsta blaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.