Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 hann. „Við fáum nefnilega gesti í miðdegis- verðinn — ungfrú Sheraton ætlar að koma!" Nicholas iðraðist þessara orða í svipinn. Hvernig gat nokkurt andlit breytst jafn skyndilega og andlit Lyndis hafði breytst er hún heyrði þessi orð. Það var eins og ský drægi fyrir sól. Eitt augnablik fann Nicholas til sárrar vorkunnar með Lyndis. Hún hafði ver- ið svo glaðleg, dökku augun höfðu ljómað af gleði, eins og forðum daga. Og augun voru enn það fallegasta sem Lyndis hafði að bjóða. En nú var líkast og hula hefði verið dregin fyrir þessi augu. Kannske voru það tár? En hvers vænti Lyndis eiginlega? Nicholas reyndi að bæla niðri alla meðaumkvun og reyndi að einblina á það, sem Lyndis hafði gert honum. Hún hafði tafið í heilt ár að hann fengi að giftast stúlkunni sem hann elskaði, henni sem var ævintýrið og spenningurinn — sjálft lífið. Gat Lyndis látið sér detta í hug, að hann mundi neita sér um að umgangast Car- ole, þó að hann hefði gengið í þetta formsat- riðis-hjónaband? „Er það hyggilégt?“ stamaði Lyndis. „Ég meina — vekur það ekki umtal? Okkur hefir komið saman um að láta hjónaband okkar Ííta eins eðlilega út og frekast er hægt.“ Nicholas hnyklaði dökkar, kúptar augna- brúnirnar. „Okkur hefir ekki komið saman um neitt,“ svaraði hann hvasst. „En annars hefir Carole leiðsögumanri til málamynda, herra John Masters. Og þér er óhætt að láta mig um að dæma um hvað sæmilegt er og hvað ekki.“ Hann fann sjálfur að hann tók of djúpt í árinni og sá að augu hennar sljóvguðust enn, en hann fann líka að hann varð að vera á verði gagnvart allri samúð með Lyndis. Hún var svo lagin á að gera menn hrærða, en auð- vitað var það eingöngu yfirskin, það hafði Carole sagt honum. Og kvenfólkið er glöggt á kvennaklæki. Nicholas fór. Jú, það hafði dregið ský fyrir sól. Áðan hafði tilveran verið hlý og björt og Lyndis hafði verið að hlakka til fyrstu máltíðarinn- ar í húsinu, sem átti að verða heimili hennar næsta árið að minnsta kosti. Hún hafði hugsað til orða gamla lávarðarins ,,Tií hamingju, Lyndis“, og hún vissi að núria í kvöld hófst hið eiginlega starf hennar: að skapa heimili handa Nicholas, að reyna að venja hann við kyrrð og ró í heimahúsum. Hún hafði hugsað sér að auka stemninguna með því að láta loga á kertum, og drekka kaffið við arininn. Þetta átt-i- að verða regluleg heimkomuhátið, lík þeim sem Nicholas hafði vanist er hann var að koma heim úr skólanum eftir langa fjar- veru, á uppvaxtarárunum. En nú hafði Carole sagt til sin, og nú ætl- aði hún að koma. Maðurinn sem smíðaði eimreiðina. 1. George Stephensen var sonur fátæks námu- verkamanns. Á barnsaldri hafði hann mikið gaman af vélum. Hann langaði mest af öllu að læra vél- fræði, en fékk ekki svo mikið sem fara í barnaskóla til að læra að lesa. Hann varð að hjálpa föður sínum í námunni en engin tök á að koma honum í skóla. — Þegar hann var sautján ára keypti hann sér stafrófs- kver. Kennari hjálpaði honum lítils háttar að læra að lesa. Hann lærði lesturinn á nóttinni. En í frí- stundum sínum gerði hann við skó fyrir félaga sína og fékk aura fyrir, sem hann notaði til bókakaupa. 2. Eftir nokkur ár var hann orðinn duglegur vél- virki. Hann var sparsamur og tókst að nurla saman peningum til þess að kaupa áhöld fyrir og setja upp vinnustofu. Þar starfaði hann m. a. að því að smíða Lyndis vissi ekki hvort var ríkara í hug hennar, sársaukinn út af ósigri hennar eða kvíðinn við að hitta Carole. Fyrir augnabliki liðnu hafði henni fundist hún sjálf vera falleg og örugg, en er hún leit á sig í speglinum núna, var það allt annað andlit sem hún sá. Þetta var ókunnug, föl og feimin stúlka ... Það leið nokkur stund þangað til Lyndis fannst hún vera maður til að fara niður og taka á móti gestunum. Með skjálfandi hendi bar hún meiri roða í kinnarnar á sér og á varirnar. ■ Þegar Lyndis kom niður voru þau hin farin að drekka cocktail. Hún sá Carole og ekkert annað en Carole, sem hélt fimlega á glasinu í annarri hendinni, en hinni hafði hún stungið í handarkrikann á Nicholas. Carole leit ekki upp þegar Lyndis kom inn í stofuna, Nicholas og hún virtust ætla að gleypa hvort annað með augunum. Carole var að muldra, djúpri og hásri rödd, um hve skelfing væri orðið langt síðan þau hefðu sést. Þegar Lyndis fór að heilsa losaði Carole sem snöggvast höndina úr handarkrika mann- ins hennar, og rétti hana fram slapandi og með fyrirlitningarsvip, eins og hún vildi leggja áherslu á, að Lyndis væri ekki annað en einkaritarinn, en alls ekki húsfreyja á heim- ilinu. — Nú fyrst tók Lyndis eftir hinum gest- inum, John Masters. Hún fór að velta því eimreið. Að vísu voru 2 eða þrjár eimreiðar til i heiminum þá, en engin þeirra nötandi. Árið 1829 var efnt til samkeppni um nothæfa eimreið. Stephenson og fjórir aðrir sendu eimreiðar á samkeppnina og Stephensen varð hlutskarpastur. „The Roeket“ hét eimreið hans, og komst tvöfalt hraðar en áskilið var. Síðar lagði Stephenson fyrstu járnbrautina í Eng- landi. Og hún gafst svo vel að Stephenson var feng- inn til Frakklands, Belgíu, ftalíu og Egyptalands til að leggja járnbrautir. Hann stofnaði skóla og bóka- söfn og sjúkrasjóði handa verkamönnum sínum og hvatti þá til að læra sem mest. „Þið verðið að halda áfram að safna þekkingu, ef þið viljið komast áfram í heiminum, piltar,“ sagði hann þegar hann talaði yfir þeim á fundum — og svo sagði hann þeim frá sínum eigin uppvexti. fyrir sér, hvort það væri málarinn frægi, sem hún hafði svo oft séð málverk eftir á sýning- um Royal Art. Hún hafði ekki fengið ráðrúm til að spyrja Nicholas að því áður en hann fór út frá henni. John Masters hafði hins vegar haft tæki- færi til að horfa á Lyndis góða stund, og hon- um fannst hún vera undurfagrasta konan, sem hann hefði nokkurn tíma séð. Hann fann það nú þegar, að hann mundi aldrei gleyma augum hennar, er hún kom inn í stofuna, þessum raunalegu augum, fullum af skelfingu og spurningum. Og hinu undurfríða, talandi andliti, er línur vangamyndarinnar bar við dökkar þiljurnar á veggjunum. Hún var svo gerólík öllum öðrum konum, sem hann hafði kynnst, sem komu svo örugg- ar og fullar yfirlætis inn í stofuna, með stein- gerð andlit og harðnaða drætti. Hve óumræði- legur munur var t. d. á þessari lafði Hamal- ton og glaumdrós eins og Carole Sheraton? Hvers vegna duflaði Nicholas svona klaufa- Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.