Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.06.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN JAMES M. CAIN samdi þessa sögu árið áður en hann gaf út „Pósturinn hringir alltaf tvisvar" en hún varð metsölubók í U.S.A. Sýnishorn af rit- hæfni hans fá lesendurnir í þessari sögu. Hún fjallar um mann, sem heldur að hann sé góður villidýratemjari, um tígrisinn Rajah, um stelpu sem elskar ketti, um réifabarn í kæliskáp og um morð. Hrærigrautur úr hrottaskap og gamansemi. FYRRÍ HLUTI. ÞAÐ slóð að vísu ýniislegt í blöðun- um lim l>að sem gerðist heima hjá okkilr i sumar, en blöðin eru svo öfgafull, að nú datt mér í hug að skrifa hvernig þetta í raun og sann- leika var, sérstakega byrjunin að þvi, svo að þið sjáið að það er ekki allt lygi- Því að þegar karl og konan hans fara að leika sér í höfrungahlaupi með tígrisdýri, og blöðin fjölyrða ein- göngu um jsað en minnast ekki á byrj- unina, og benda á glæpamanninn í dag, en nefna hins vegar ekki Iivað eiginlega var um að vera, þá verður maður að afsaka þó að fólki finnist þetta ískyggilegt og heimti að ein- hverjum sé refsað. En hér var engum bægt að refsa — þvi allt gekk sinn gang og þorparinn fékk það sem bann bað um, eins og þið munuð sjálfsagt fallast á þegar þið liafið heyrt sagt frá aðdragandanum. Fyrsta snurðan hljóp á ástarlopann milli Duke og Lúru daginn sein þau fengu sér kettina. Þau höfðu ekkert við kött að gera. Þau höfðu stæði fyrir bilfcrðafólk ásamt bensinsölu og hádegisvcrðarveitingum þarna úti á sléttunni, og komust vel af. Duke seldi bensínið, með minni aðstoð og og Lúra sá um veitingarnar og bragg- ana. En Duke var ekki ánægður. Hann hafði stundað kanínueldi áður en hann byrjaði á jíessum stað, og einu sinni hafði liann haft býflugna- rækt og þar áður kanarifugla, og nú datt honum í hug að eignast nokkra ketti, til að draga fóik að. Ykkur finnst þetta kannske skritið, cn hér í Kali- forniu eru býli með alls konar kvik- indum, frá pokadýrum til krókodíla, svo að það var einmitt svona, sem Duke gat látið sér detta í hug. Hann byrjaði á að smíða búr og einn góðan veðurdag hafði hann fengið stóran farm af villiköttum. Ég var ekki við þegar hann losaði farminn af bílnum. Þarna stóðu einir tveir—þrír bílar og biðu, svo að ég varð að afgreiða bensin handa þeim. En undir eins og því var lokið fór ég að skoða. Og trú mér til, það var alls ekki skemmtileg sjón. Náunginn, sem hafði selt Duke alla kettina, var farinn fyrir nokkrum mínútum, og Duke stóð við búrið með lurk í liefid- inni og Llóðið rann úr honum. Og inni í búrinu lá steindrepinn köttur. Hinir sátu uppi á hillu, sem hafði verið sett þarna til þess að þeir hefðu eitthvað að hoppa upp á, og hver einasti þeirra hvæsti framan i Duke. Ég veit ekki hvort l)ið hafið nokkurn tíma séð urðarkött, en þeir eru um það bil helmingi stærri en venjulegir húskettir, grábröndóttir með stutta rófu og hárskúfa á eyrun- um. Þegar þeir sitja kyrrir og góna á mann eru lieir líkir uglum, en þeir sátu ekki eða góndu núna. Þeir æddu i hring og hvæstu og urruðu og rauðar og grænar eklingar brunnu úr augum þeirra. Það var váleg sjón, sérstaklega af því að dauði kötturinn lá fyrir neðan, alblóðugur. Duke var fölur og andardrátturinn suðaði í nefinu á honum, svo að engan lækni þurfti til að sjá að hann var ofsahræddur. „Þú verður að taka þennan kött og grafa hann,“ sagði hann við mig. „Ég skal afgreiða bílana.“ Ég gægðist gegnum vírnetið og hann þreif i öxlina á mér. „Varaðu þig!“ sagði hann. „Þeir geta drepið þig á svipstundu!" „Hvernig á ég þá að ná í hræið?“ spurði ég. „Náðu þér í skaft,“ sagði hann og fór á burt. Ég var nú alls ekki borubrattur en ráfaði þó burt li! að finna mér skaft. Loksins fann ég það, en þegar ég kom aftur var Lúra kornin þarna. „Hvernig atvikaðist þetta?“ spurði hún. „Ekki veit ég það,“ sagði ég, „en svo mikið er vist að ef þið þurfið að jarða meira af þessu tagi, verðið þið að fá einhvern annan til þess. Ég er ráðinn hingað til að skóbæta bíla- barða, og ég ætla mér ekki að gerast neinn katta-útfararstjóri.“ Hún svaraði þessu engu. Hún stóð langa stund, meðan ég var að krækja með skaftinu, og ég heyrði að liún slappaði í sandinn með fætinum, og af því réð ég að hún vildi ekki segja það sem hana langaði, og að hún væri ekki hrifnari af þessu kattafargani en ég sjáifur var. Skaftið var of stutt. „Nei, nei,“ sagði hún hrygg. „Hörmung er að sjá þetta. Við getum ekki tekið á móti fólki meðan líkið liggur þarna.“ „Jæja, náðu þá í lengra skaft,“ sagði ég. En hún hrærði hvorki hönd né fót lil að ná í skaft. Hún tók hendinni í hurðina á búrinu. „Snertu þetta ekki!“ sagði ég. „Það eru engin lömb að leika sér við — þessar bestiur!" „Iss!“ sagði hún. „Mér finnst þeir vera alveg eins og kettir gerast.“ Bak við búrið var ofuriítill kofi, með fall-hlemm fyrir framan. Það var ætlunin að kettirnir yrðu þar á nótt- inni. En til þess að koma þeim þangað varð að ginna þá með æti, en það vissi ég ekki þá. Ég reyndi að stugga þeim þangað inn, en ekkert gerðist. Það eina sem þeir gerðu var að hvæsa framan í mig. Lúra hlustaði á mig um stund, svo andvarpaði hún eins og hún væri hundleið á þessu, opnaði hurðina og fór inn. Tririð mér til — næstu mínúturnar voru engin sælustund, því að Lúra var alls ekki ijót, og það var ekki gaman að liugsa til þess að viliidýrin rifu hana í tætlur. En jafnvel blindur maður gat séð að hún hafði lag á kött- um. Það fyrsta sem hún gerði þegar inn kom, var að standa kyrr eins og mús, 'húri hreyfði ekki svo mikið sem litiafingur, en talaði bara við kettina. En ekki sagði hún neitt sérstakt. Bara: kis-kis-kis, livað liafa þeir gert við ykkur? — og eitthvað svoleiðis. Svo gekk hún til þeirra. Þeir skriðu á maganum á hinn enda lrillunnár. En hún elti þá og strauk einum þeirra um hrygginn. Svo náði hún í annan og bráðum var hún farin að klappa þeim öllum. Síðan sneri hún sér við og tók dauða köttinn upp á annarri afurlöppinni og kom út með hann. Ég fór með hann á skranhjól- börunum og gróf hann. Ég undraðist stóriega eftir á hvers vegna Lúra hafði ekki sagt Duke hvernig hún lék sér að því að ná kett- inuin úr búrinu. Hún minntist ekki einu sinni á að hún liefði farið inn í búrið. En liklega var það af því að hún vildi ekki láta bera á því, live bleyðulega liann hafði hagað sér. Þegar við sátum við kvöldverðinn sagði hún ekki eitt einasta orð. Duke var flaumósa og hræddur og var að segja frá hvernig kettirnir hefðu ráð- ist á hann og hann hefði orðið að nola bareflið lil að bjarga lifinu. Og á eftir hélt hann langan fyrirlestur um ketti yfirleitt, og sagði að það eina sem dygði við þá væri að hræða þá. Yfirleitt talaði hann eins og hann væri sjálfur dýraveiðarinn Martin Johnson, nýkominn heim úr safari, eða eitthvað þess háttar. En niér fannst glamra meira cn vant var í bollunum, þegar lnin var að bera á borð um kvöldið, og það var skrítið, því að eitt má segja Lúru til hróss: hún var róleg og stillt í öllu dagfari. Svo að þegar Duke spurði mig hvernig ég hefði náð kettinum, heyrði ég sjálfan mig segja: „Með priki —,“ og ekkert meira. Lítiil fugl flýgur um loftin og hvíslar svona að manni, stundum. Lúra mótmælti þessu ekki. Lét það eiga sig. Og að því* cr ég veit best fékk Duke aldrei að vita hve góða stjórn hún hafði á köttun- um, og það er ekki bara tilgáta, því að það sást á þvi, sem gerðist seinna, þegar við fengum ijergljónið okkar. Bergljón er það sama, sem kallað er púma, það er aðeins hér útfrá sem við köllum skepnuna bergljón. Jæja, eitt kvöldið um klukkan fimm settist ljónið okkar á afturlappirnar og fór að væla alveg hræðilega. Og liélt þessu áfram alla nóttina, svo að mig sárlangaði lil að skjóta skepnuna. GAMALL HANI. — Þessi hani þarf ekki óttast að verða soðinn eða steikt- ur, þv íað hann er orðinn of seigur til þess. Hann er elsti haninn í Vestur- Þýskalandi, 18 ára, og er það hár hanaaldur, því að hanar verða yfir- leitt ekki nema 7—8 ára. Hann heitir Hannemann og á heima í Neumiinster og nýtur þar mikilla virðinga. Morguninn eftir kom Duke inn og sagði: „Komið þið út og sjáið hvað gerst hefir!“ Við eltum harin út að búrinu, og þá sat ljómandi fallegt púma-karldýr þar inni. Þetta var mesli dolpungur, að minnsta kosti sextíu kíló og feldurinn gljáandi eins og lakkskór og hvítur blettur neðan á hálsinum. „Hann kom ofan úr fjalli þegar hann heyrði ástamjáimið í henni í gærkvöldi," sagði Duke. „Og svo hefir hann komist einhvern veginn inn. Er það ekki dæmalaust? Þegar þeir heyra þetta hljóð láta þeir ekkert stöðva sig.“ „Já,“ sagði ég. „Þetta getur maður kallað ást.“ „Það getur maður,“ sagði Duke. „Og bráðum koma yrðlingar sannið þið til. Það verður ódýrara en að kaupa þá.“ Þegar hann hafði farið inn í bæ til að versla kom Lúra og settist hjá mér við borðið. „Þetta var fallega gert,“ sagði ég, „að hleypa Rómeó inn í nótt.“ „Rómeó?“ sagði hún. „Já, einmitt Rómeó. Honum, sem á að verða tvíburakrakki þarna úti í ljónabúrinu, þegar til kemur.“ „Ó,“ sagði hún, „ætli hann hafi ekki komist inn sjájfur." „Tæplega," sagði ég. „Úr því að hún gat ekki komist út þá gat hann varla komist inn?“ Fyrst horfði hún kuldalega á mig. Virtist ekkert skilja. Ég varð eiginlega móðgaður. En þegar hún hafði sótt mér kaffi í bollann aftur. var eins og birti yfir henni. „Heyrðu ... !“ sagði hún. „Maður má ekki stia tveimúr elskandi hjörtum sundur, eða finnst þér það?“ Þetta var eiginlega hálf óviðfelldið, en verra varð það þó þegar Duke kom heim með Rajah, tígrisinn. Þvi að nú laug hann svo freklega að nærri iá að hann tryði sjálfum sér, og liann var farinn að temja sér sams konar hreyfingar og maður sér hjá útlærð- um dýratamningamönnum. Þegar fólk kom á sunnudögum var hann vanur að taka langt, svart keyri og fara inn til urðarkattanna og púmahjónanna og láta smella í keyrinu svo að dýrin mjálmuðu og urruðu, en Duke lét MEÐ GÖMLU LAGI. — í Towy-á í Wales veiðist mikið af laxi, og nota með bátategund, sem er 2000 ára göm- ul, við þessa veiði. Bátarnir eru mjög léttir, því að rengurnar eru ask- eða beykikvistum, og segldúkur þaninn um þær, tjöruborinn. Bátar þessir eru svo léttir, að strákur geur borið þá á bakinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.