Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1956, Page 3

Fálkinn - 13.07.1956, Page 3
FÁLKINN 3 Janet og maharajahinn Tiío í IHoskva Nýlesa héldu þau Janet Ilicks og liinn tvítugi maharajah Mymensingh brúðkaup sitt í bænum Braintree í Essex, og þannig lauk fyrsta kaflan- um í ástarsögu af því tagi, sem venju- lega gerist aðeins í skáldsögum. Kynni þeirra Janet og Mymensingh liófst fyrir nokkru í London, en þar starfaði Janet við móttöku gesta á gistilnisi, sem maharajahinn dvaldist á. Síðar flaug hún til Kalkútta til að hitta þennan unga mann, sem hafði heillað hana. Eftir nokkra dvöl þar, hvarf hún heim aftur til þess að biðja foreldra sína um leyfi til að giftast Indverjanum. Myndin er tekin af brúðhjónunum eftir giftingarathöfnina. Þau ætla að setjast að í Kalkútta. Það virðast allir vera í sólskins- skapi á þessari mynd, sem tekin var í Moskvu, þegar Tito marskálkur kom þangað i heimsókn ásamt konu sinni. Þeim hjónunum var tekið með kost- um og kynjuni, og hefir öðrum útlend- ingum ekki verið tekið þar jafnvel, svo að menn muni. — Lengst til vinstri á myndinni er Vorosjilov forseti, sið- an frú Tito og Tito marskálkur, en á Ferscetisrtiherrir brtsku sflmveldislandiinna Forsætisráðherrar bresku samveld- islandanna héldu nýiega ráðstefnu í London, og þá var þeim meðal annars boðið að sitja veiziu hjá Elísabetu drottningu. — Á myndinni eru, talið frá vinstri: G. Strijdom, Suður-Afriku, Mohamed Ali, Pakistan, S. G. Holland, Nýja-Sjáiandi, Louis St. Laurent, Kan- ada, Anthony Eden, Stóra-Bretlandi, Elísabet II. drottning, R. G. Menzies, Ástralíu, Pandit N'ehru, Indlandi, Solo- mon Bandaranaika, Ceylon og Mal- vern lávarður, Rhodesiu og Nyasalandi í Afríku. milli þeirra sést höfuðið á Malenkov. Við hlið Titos gengur Krusjev, aðalrit- ari kommúnistaflokksins og Bulgan- in forsætisráðherra. Umferðarslys eru hvergi fleiri í heiminum, að tiltölu við fólksfjölda, en i Vestur-Þýskalandi. Árið 1954 fórust alls 11.655 manns i umferðar- slysum þar, en 316.993 meiddust og verða margir þeirra örkumlamenn ævilangt. Tala dánarslysa á hverja 10.000 bíla varð 796 í Vestur-Þýska- landi og er það langhæst i veröldinni. Næst kemur Holland með 650 dauða- slys pr. 10.000 bíla, þá Sviss með 558, Bretland með 442 og Bandaríkin með 216. Hinn gamli háskólabær Heidel- berg hefir þann vafasama heiður að vera mesta slysaborg i heimi. Þar urðu 220 dauðaslys á hverja 10.000 íbúa, en 209 í Frankfurt og 202 í Bonn. 70 ára varð 12. júlí Oddur Ólafsson Kárastíg 10. Hann hefir undanfarin ár verið starfsmaður við sjúkrahús Hvítabandsins. — Dvelst hann nú á heimili sonar síns, Gíslla að Garð- yrkjustöðinni Brúnalaug, Eyjafirði.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.