Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 10.08.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN 4 4» *íp •$? 4? 4» 4» 4> 4» 4* •5?«? 4* 4* 4* 4» 4* 4* 4» 4* 4* 4» 4* 4* 4» 4* 4* 4* 3? £t?a Qabot: 4 ORKIDEUR OC SALAMI 'Jramháldssaga 4 4» 4> 4» 4* 4* 4* 4» 414" 414* 4» 4» 4* 4? 4* 4* 4* 4»4* 4* 4* 4» 4* 4» 4* % ÞEGAR ég byrjaði í sjónvarpinu höfðu einhverjir blaðamenn uppgötv- að, að Gabor-fjölskyldan væri „gott stoíf". Bæði móðir mín og systur mínar tvær voru komnar til Ameríku. Voru skrifaðar langar greinar um okkur, og ég var kölluð „drauma- stúlka" — stúlka sem lifði þvi lifi sem allar ungar stúlkur dreymir um. Það var ekkert gaman. Mér fannst ég vera eins og gripur á sýningu. Frægð min stóð í hálsinum á mér. Ég var leið á að borða styrjuhrogn þegar mig langaði meira í bjúga. Auglýsingafólk starfar samkvæmt ákveðinni áætlun. Þegar Zsa Zsa systir mín byrjaði nýjan sjónvarps- þátt í Kaliforríiu hirti eitt blaðið grein með fyrirsögninni: „Enn ein Gabor. Zsa Zsa er komin í sjónvarps- beitiland Evu." Ég var á austurlandinu. Zsa Zsa vestur við Kyrrahaf. Við gátum ekki keppt þótt við hefðum fegnar viljað. í smáblaði einu fann ég mig einu sinni liggjandi þvert yfir alla átta dálka framsiðunnar, með hendurnar undir hökunni. En yfir stóð með feitu letri: „Þessa stúlku langar í mann, sem getur ráðið við hana." í öðru biaði las ég að „Paul" og ég værum stórástfangin hvort af öðru og ætluð- um að giftast. Nefndur Páll var allra geðslegasti maður og við höfðum tvi- vgeis borðað miðdegisverð saman. Hann bað min aldrei, en síðan giftist hann þremur konum. Allar þessar flónslegu greinar voru góðs viti. Þær sýndu að ég væri þess verð að fólk settí saman sögur um mig. Að ég væri farin að vekja athygli. TÍU ÍRAR OG EINN LEIKUR. Árið 1952 flaug ég til Hollywood og ætlaði að hvíla mig þar í tíu daga. Þar hitti ég Ferrer í samkvamii — það er hann, sem nú er kvæntur Audrey Hepburn. Mel sagði mér að hann hefði leikrit fyrirliggjandi, sem hann héldi að mundi hæfa vel handa mér. Ég afþakkaði boðið. Eg liafði ekki nokkra mínútu aflögu og beils árs leikferðalag framundan. Mel reyndi ekki að telja mér hug- hvarf. En bað mig um að hafa leik- ritið með mér heim og lesa það. Ég las það sama kvöldið. Morgun- inn eftir afréð cg að aflýsa fjórum vikum af leikferðinni fyrirliuguðu og þiggja hlutverkið i leikritinu. Það hét „Kveiktu á eldspýtu". A hlutverka- skránni voru tíu írlendingar og ein ungversk kona. Við fórum í flugvél i litla bæinn, sem Mel hafði tilrauna- leiksvið sitt í. Þessir tíu voru trylltustu, viðfelldn- ustu og glöðustu karlmennirnir. sem ég hefi nokkurn tima unnið með. Þeir hoppuðu eins og gúmmíboltar. Þeir urðu aldrei þreyttir. Aldrei daprir. Ég skildi ekkert í þessu. Getur nokkuð gaman verið að lífinu, ef maður verð- ur ekki dapur við og við? Þeir komu mér til að láta mér finnast að ég væri volulegur ungverskur zigauni. Við æfðum nótt og dag i tíu daga og Mel Ferrer með keyrið á lofti yfir okkur. Hann vann eins og tryllingur og reyndi okkur sundur og saman og enn meira. En ég lærði mikið af hon- um. Hann var snöggur upp á lagið en hjálpsamur og góður. Leikritið fékk daufar undirtektir og eftir tvær indælar vikur var það tek- ið af sýningaskránni. Svo liðu tveir mánuðir. Einn daginn hringdi símann. Það var Mel aftur. Hann var glaður og uppveðraður. Hann hafði náð í peninga og vildi fá mig til að fara í leikferð með „Kveiktu á eldspýtu". Honum hafði tekist að fá alla tíu írana til að rjúfa samningana sina og verða ineð — hvernig væri það með mig? Ég var önnum kafin við sjánvarps- þátt í Cincinnati, en sárlangaði til að fara í leikferð Ferrers. Og það gerði Það eru ýmsir gallar á þvi að vera ein kona í leikfcrð með tíu karlmönn- um. Maður verður „elsku mamma" þeirra allra, hvort manni líkar betur eða verr. En karlmennirnir hafa lag á að gera móðurhugann teygjanlegan. Það varð ég, sem varð að hafa gát á að þeir kæmu í tíma a járnbrautar- slöðvarnar og gleymdu ekki að taka saman dótið sitt, og að fötin þeirra væru pressuð og þvotturinn þveginn. Ég var allt í senn: leikkona, vinkona, vinnukona og þjónn. í rauninni kunni ég ágætlega við það. Það er strit að vera í leikferð. Undir eins og maður á hvíklarstund stein- sofnar maður. Ég gat setið í brautar- lest steinsofandi heila nótt og á morgnana kom maður út og átti að taka á móti blaðamönnum og ljós- myndurum. Svo komu venjulegu spurningarnar um eiginmenn, hjóna- band og kvikmýndir og nokkur orð um leikinn, sem við áttum að sýna. Þvi næst var dikað á gistihúsið, fata- skipli og síðan til viðtals í útvarpi og' sjónvarpi. Þessi viðtöl voru góð auglýsing fyrir okkur. „Kveiktu á eldspýtu" lékum við i síðasta skiptið í Memphis fyrir 3500 áhorfendur. Eftir að tjaldið var fallið báru írarnir minir tíu mig i gullstól og sungu írskar þjóðvisur. Og síðan grét ég eins og barn þegar ég kvaddi þá. ELLITRYGGING! Ég get ekki stillt mig um að víkja að uppáhaldsumhugsunarefni minu: Myndinni af sjálfri mér-i augum al- mennings. Það cr margt sem persóna, sem er undir smásjá almennings, má ekki segja. Hvert einasta kvikmynda- blað skrifar um kunnar leikkonur, að það eina sem þær þrái sé heimili og hrúga af krökkum. En lesendurnir eru talsvert efins, hvað þetta snertir. Mig til dæmis langar til að eignast heimili og börn, en ég þori ekki að segja það hátt. Þá heyri ég i huganum hásan' hlátur af efri pöllunum. Hins vegar finn ég ekki til neinnar innri þarfar til að leika „blessaða duglegu húsmóðurina". Ég hefi margt þarfara að hugsa um en að hringsnú- ast i eldhúsinu og baka eggjaköku og hrökkva í kút hvenær sem síminn hringir. En þótt ég sé engin fyrirmyndarhús- móðir, hefi ég oft óskað mér að eign- ast heimili. Ég hefi óskað þess svo heitt, að i rauninni hefi ég keypt mér það. Það sem knúði mig til að kaupa hús og húsgögn i það var eiginlega kvíði. Ég kveið fyrir hvernig mér mundi reiða af þegar ég yrði gömul. Ég "veit að eitt er að vera blankur meðan maður er ungur og laglegur — en það er þó allt annað að vera það eftir að anaður verður gamall. Mér hefir alltaf fundist ákjósanlegt að eiga stórt hús með mörgum íbúð- um og geta lifað af leigunni af þeim. Finna hæfilegt hús, kaupa það, gera það í stand og hlamma sér svo niður og láta leigjendurna borga húsaleig- una mína og reikninginn kaupmanns- ins — taka að sér öll útgjöldin mín og hughreysta mig þegar illa liggur á mér. Svo fór ég að leita að hentugu húsi. Gabor-systurnar voru góður blaðamatur í Ameríku, þó að aldrei væri talað og skrifað eins mikið um Evu og um Zsa Zsa syst- ur hennar. Hér eru þær, frá v.: Zsa Zsa, Eva og Magda. Ég leitaði i tvö ár og loksins fann ég hús, sem mér fannst alveg tilkjörið — lítið hús rétt við Central Park í New York. Ég varð svo fegin að ég simaði undir eins til mömmu til að scgja henni að nú hefði ég fundið höllina mína. Mamma kom eins og byssubrcnnd til að líta á húsið og kveða upp hæsta- réttardóminn. Hún sagði að hægt væri að gera einar tíu íbúðir þarna. Ég keypti húsið. Kaupverðið gleypti Jivern einasta eyri af því rciðu fé, sem ég átti og drjúgan slatta af pen- ingum frá bankanum. Nú var ég eig- andi að fimm hæða húsi, sem ég átti að bera ábyrgð á framvegis. Hvað liafði ég gert? Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera næst. Eg hafði aldrei lteyrt getið um „verk- taka" fyrr. í dag skal ég veðja minkakápunni minni um að ég veit eins mikið um veðskuldabréf, skatta, múrsmíði og pípulagningar og nokkur önnur kona. Ég var að nostra við húsið i hálft- annað ár. í hvert skipti sem ég átti auða stund þaut ég út i banka til þess að fá meiri peninga, ég grát- bændi um veðdeildarlán og fékk það. Og loks var Gabor-húsið tilbúið, með minni eigin íbúð og með áköfum leigjendum, sem þráðu ekkert meira en að sjá mér farborða það sem eftir væri ævinnar. Kvíðinn fyrir framtíðinni hafði komið mér til að kaupa húsið. Og að eiga það bjargaði mér frá öðrum kviða, nefnilega við að vera ein. Þetta var hræðsla, sem ég hafði kennt í mörg ár. Ég gat ekki sofið i húsi nema ég vissi að einhver væri í næsta herbergi við mig. Þegar ég var alein, fór hugmyndaflugið að vinna nætur- vinnu. Eftir að ég settist að í mínu eigin húsi vann ég bug á þessari hræðslu. Það var ég sjálf sem annaðist kaup- in á öllu efni, sem ég þurfti til breyt- inganna á húsinu, og sá sem ekki hefir keypt tíu salernisskálar i einu, veit ekki hvað er að lifa. Ég keypti þetta allt, og allir leigjendurnir fengu falleg hvit og ljósblá baðhcrbergi, nema ég. Mitt var ljósrautt! Þegar húsið loksins var tilbúið og ég og rafmagnið höfðum verið lögð inn, var ég tilbúin að byrja að starfa sem húsmóðir. Ég er mjög eftirgangssöm um að allt sé á réttum stað í húsinu. Ég verð andvaka ef ég veit af mynd, sem hangir skökk á þilinu, eða ef einhver skáphurðin er opin. Mér tekst furðanlega við matseld- ina. Ég hefi tvo forgangsrétti, sem aídréi geta mistekist. Nr. 1 er „steikt bjúgu" og hér er leyni-uppskriftin: Bjúga a la Gabor: 1 kíló bjúga, 1 panna, smjör. Aðfcrð: Sker bjúgun eftir endilöngu og legg þau i brúnað smjörið. Snúðu bjúgunum við. Éttu þau. Bjúgun mín eru cngu verri en hjá öðrum. Nr. 2 er „Egg Evu". Uppskriftin er svona: 4 egg, smábjúgu, grænn pipar, % bolli af rjóma, salt. — Sfeiktu bjúg- un og helltu feitinni af þeim. Hra>rðu eggin og helltu rjómanum saman við og saltið og piparinn í. Bræddu smér á pönnu, helltu cggjunum á og hrærðu eggjahræru. S'ettu bjúgun ofan i hrær- una og sallaðu grænum pipar yfir. Ettu gumsið. — Það er eintómt pipar- bragð af þessu, en þar sem piparbragð er, þarf ekkert annað bragð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.