Fálkinn


Fálkinn - 10.08.1956, Blaðsíða 14

Fálkinn - 10.08.1956, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN LÆKNIR EISENHOWERS. Framhald af bls. 3. ina nota lyftuna. Og ef Mamie lítur til hans áhyggjufull, segir Ike: „Hann White leyfði mér það!" 30 ÞÚSUND SJÚKLINGAR. Paul Dudley Wliite var frægur hjartalæknir löngu áður en hann var söttur til Eisenhowers í fyrra í sjúkra- husið í Denver. Hin illræmda „for- stjórasýki", sem lirifsar svo marga er annríkt eiga, í dauðann á besta aldr'i, hafði ráðist á sjálfan forsetann. Og nú varð White frægur viðar en meöal stéttarbræðra sinna. Allir töl- uðu um lækninn, sem var fenginn lil að bjarga lífi forsetans. Þessi frægð átti nokkurn þátt í því, að White lét birta í heista læknariti USA grein eftir sig. Þar bað hann stéttarbræður sína að svara þessum spurningum: 1. Hve marga sjúklinga með „lijarta- trombose" (blóðstíflu) höfðuð þér á niánuði fyrir 24. sept. og hvc marga á mánuði síðan? 2. Hve há var hundraðstala þeirra sem dóu úr sjúkdóminum á mánuði áður en forsetinn veiktist, og hve há er hún síðan? Spurningarnar fólu í sér að dr. White grunaði a'ð el'tir að forsetinn veiktist mundu allir hlaupa upp til handa og fóta og iáta rannsaka í sér hjartað, og þess vegna mundi tala sjúklinga með „imyndunar-lijart- veiki" margfaldast hjá læknunum. Sjálfur hafði White stundað lækn- ingar í 42 ár og haft 30 þúsund s.júkl- inga til meðferðar. Segir liann frá reynslu sinni i bók, sem liann nefnir „Hjartasjúkdómar". Eftir að hann varð læknir Eisenhowers hefir þcssi bók selst meira en nokkur önnur um iæknifræðileg efni í Ameríku og veriS gefin út fimm sinnum. Það cr ekki mannshjartað eitt sem White hefir fengist við. Hann hefir gert víðtækar rannsóknir á lijarta- starfscmi dýra, og t. d. komist að raun um að hjartað í páfagauknum slær 250 sinnum á minútu, en 600 sinnum i máfum og 1000 sinnum í kolibrí- fuglum. En hins vegar ekki nema 40 sinnum í fílnum. ¦ Hann hefir lika komist að raun um, að jafnvel hin mesta likamsþjálfun og árcynsla skaðar ekki heilbrigt hjarta, en hins vegar getur of lítil breyfing og miklar sálarraunir haft hin alvarlegustu áhrif á hjartað. SONUR HÉRAÐSLÆKNIS. Paul Dudley White var þegar í æsku staðráðinn i að verða læknir. Faðir hans var læknir í sveit og ferðast milli strjálla býla á hestakerru eða sieða, og var Paul oft með honum i þeim ferðum sem drengur. •<:^0:'-: msm íllllll :-.-.¦:..¦¦ .' ¦::¦¦ : ¦ WyiBBHMJ| IIIMIIIIIllHml If' g;§| Framleiðsluaðferð LUDVIG DAVID kaffibœtis er œvagamalt leyndar- mál, og hefur alla tíð varðveitzt. ÞRATTFYRIR áralangar tilraunir hefur engum keppinaut tekizt að líkja eftir LUDVIG DAVID kaffibœti. LUDVIG DAVID er því og verður í sérstökum gœðaflokki. LUDWIG Eftir að hann hafði lokið prófi og var farinn að vinna í sjúkrahúsi í Boston ætlaði hann sér að verða sér- fræðingur í „oropædi" og gera við líkamsskckkjur. En svo bar það við að 12 ára systir hans dó úr hjarta- lömun og það réð að hann gerðist sérfræðingur í hjartasjúkdómum. í fyrri heimsstyrjöldinni gerðist White sjálfboðaliði í enska hcrnum og var sendur til Frakklands. En eftir að Bandaríkin fóru i það stríð hvarf hann í þeirra her. Eftir að hann kom heim úr stríðinu starfaði liann árum saman að rannsóknum á „hjörtum sem slarfa eðiiiega" og reyndi að finna ráðningu á ýmsum gátum, svo sem: „Hvernig er hjarta, sem .starfar eðlilega — hve miklu afkastar það, og hvað getur helst grandað því?" Hann fór þegar að rannsaka hjarta- starfsemi ýmissa dýra og fór jafnvel til Alaska tii að rannsaka hjörtun i ýmsum hvalategundum. Honum tókst jafnvel að lækna hval, sem var hjart- veikur, en bilunina hafði hann fundið með „elektrokardiagram"-áhaldi. Dr. White liefir i hyggju að fara í annan dýrarannsóknaleiðangur undir eins og heilsa Eisenhowcrs leyfir. ILLA VIÐ DÆGURLÖG. Dr. White á heima í úthverfi Boston, með konu sinni, 17 ára syní er Aiex- ander heitir, hundi af óákvarðanlegri legund og að minnsla kosti tólf köttum. Nágrannar hans votta að hann haldi út í æsar lífsreglur þær, sem hann hefir sett sér og öðrum. Hann fer alltaf í læknisvitjanir á reiðhjóli, nema líf manns liggi við; notar aldrei bíl ef hann getur komist leiðina hjól- andi eða gangandi. White er mikill bókavinur og á um 1500 valdar bækur i hillunum sínum, flestar læknisfræðilegs efnis. Hann hefir megnustu andstyggð á þrennu: Ástarsöguliöfundum, dægurlagatón- skáldum og væmnum tækifærisijóða- skáldum. * BRÚÐARMEYJAR GRACE. — f Mon- aco var meiri gestagangur meðan á brúðkaupi Rainiers og Grace Kelly stóð, en verið hefir nokkurn tíma áð- ur, og er þá mikið sagt. Meðal þeirra gestanna, sem mesta athygli vöktu var Peggy systir brúðarinnar (gift George Davies). Hér sést hún með telpurnar sínar, en þær voru brúðarmeyjar Grace Kellly. VERKSIMIDJAW Drekkia^ COLA SP"0 DWKK

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.