Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Bernhard prins og Júlíana Hol- landsprinsessa sendu olckur borðbún- að úr silfri. Hákon Noregskonungur sendi okkur silfurfat. Við fengum ljómandi fallega enska tebolla hjá ameríska sendiherranuin fyrir Jugo- slavíu og Hellas, og jugoslavneska stjórnin kom með tvo kertastjaka úr gulli. Gríska stjórnin sendi okkur þrjátiu silfurdiska, og frændi minn, Georg II. konungur í Hellas gaf okk ur stór gullskrin, kringlótt. Við lieyrðum ekkert frá móSur Péturs, ekkjudrottningunni, en ég hafði áður fengiS dýra gjöf frá henni, sem ég taldi vera brúSkaupsgjöf — tvö skartgripaskrín úr krókódila- skinni og úr gulli að innanverðu. UNDIRBÚNINGURINN. Winston Ghurchill bauð Pétri í hádegisverð tveimur dögum fyrir brúðkaupiS. Meðan bann var þar var ég merkilega stund lijá konu jugo- slavneska sendiherrans, og hún gaf rné'r aðvörun, sem Pétri kom á óvart síðar. Ég hafði áður haft eins konar æf- ingu á brúðkaupsathöfninni en hún var mjög flókin í þvi formi, sem notað er í jugoslávnesku og grísk-kaþólsku kirkjunni. En enginn — og allra síst Pétur — hafði sagt mér frá hand- klæðinu. Á ákveðnum stað í athöfninni ciga brúðhjónin að takast í báðar hendur og ganga þrívegis kringum altarið. Handklæði er lagt á gólfið. Samkvæmt jugoslavneskri þjóðtrú verður það brúðhjónanna sem fyrr stígur á hand- klæðið, mestu ráðandi í hjónabandinu. Pétur kom aftur frá Churchill með bestu hamingjuóskir forsætisráðherr- ans, en með slæmar fréttir af barátt- unni i Jugoslaviu. Churchill hafði lagt að Pétri að viðurkenna Tito sem bandamann, en Pétur var mjög efins. Honum leið líka ílla af því að móðir hans hafði ekki látið heyra neitt frá sér. Rétt fyrir brúðkaupið fengum við skilaboð um að hún gæti ekki orðið viðstödd, því að hún væri orðin veik. Þegar Bertie frændi og Elizabeth buðu okkur að verða seinni hluta sunnudagsins — daginn fyrir brúð- kaupið — hjá þeim í Windsor-höll, tók Pétur þvi með fögnuði. Hann sat marga klukkutíma inni i stofu og tál- aði við konunginn. Við Elizabeth lét- um þá vera eina, en töluðum um fyrir- komulagið á brúðkaupinu. Við töluðum um fataskömmtunina og Elizabeth trúði mér fyrir því, að hún saumaði marga kjóla harida Eilibeth úr gömlu kjólunum sinum. Margaret fær iill fötin af Lilibeth, svo að við komumst vel af, sagði luin brosandi. Þegar Bertie frændi og Pétur komu inn til okkar, spurði hún hlæjandi í hverju þeir hefðu hugsað sér að vera i brúðkaupinu. Við urðuni þess vísari, að Bertie, sem svaramaður Péturs, ætlaði að vera í marskálksbúningi, og Pétur átti að vera í jugoslavneskum flug- ofurstabúningi. SUMT GAMALT — SUMT AÐ LÁNI. Við höfðum um þessar mundir stúlku, sem hét Rósa. Hún átti að lijálpa mér til að klæða mig í brúðar- skartið. Blöðin liöfðu sent fréttamenn og Ijósmyndara, sem stóðu við dyrnar á Hotel Claridge. — Og fyrir utan jugoslavneska sendiráðið voru þeir hundruðum saman, sagði Rósa. Það var líka eklci að ástæðulausu, því Ge- org VI. og Elizabeth voru meðal fyrstu gestanna. Og svo áttu hinir gestirnir að koma á eftir í þessari röð: Wil- helmina Hollandsdrottning, Hákon Noregskonungur, Georg II. af Hellas, hertoginn af Gloucester, liertogafrúin af Kent, Anthony Eden utanrikisráð- herra ag fleiri frægir menn. Ætlunin var sú að ég færi i brúðar- skartið í sendiráðinu. En vandinn var sá að komast hjá blaðamönnunum á leiðinni. — Við höfum ráðið fram úr því öllu, yðar konunglega tign, sagði Rósa. — Ég fer með kjólinn og slæðuna þang- að núna, meðan verið er að greiða yður um hárið hérna. Þegar þér 'hafið borðað hádegisverð getið þér farið í —Æ, Sandra! sagði mamma óþolin- móð. — Flýttu þér! Hún var sú fyrsta sem sá hvað í hylkinu var, því að ég lokaði aug- unum. Nú heyrði ég hana taka öndina á lofti. Ég opnaði augun og sá tvo demants-eyrnahringi — einn stór demantur í hvorum og margir minni i kring. Þetta voru fallegustu skart- gripirnir sem ég liafði nokkurn tíma eignast. „Til Söndru með bestu óskum frá Elizabeth frænku,“ stóð á spjaldinu. „Þessa ætla ég að bera á brúðkaups- daginn,“ sagði ég. — Já, væna mín, sagði mamma. — En ef þú vildir reyna að hugsa þig dálítið um, ])á mundir þú uppgötva að þú átt engan brúðarkjólinn ennþá, og þú hefir lítinn tíma og átt meira að segja ekki nóg af fataskömmtunar- seðlum, til að geta útvegað þér kjól á þessum stutta tíma. Nú tók Pétur fram í samtalið. — Ég skal ná í kjól lianda henni, sagði hann hreykinn. Við störðum á hann. — Jú, sagði hann, — hún getur notað kjólinn liennar Mamie. Þetta var ágætt úrræði. Vsevolod, rússneskur prins, frændi Péturs, og Mamie Lygon höfðu gifst rétt fyrir stríðið ,og Mamie hafði verið í Ijóm- Brúðkaup Péturs og Alexandrínu í London, 20. mars 1944. Brúðhjónin standa í miðju. Sitjandi, fremst: Elísa- bet Englandsdrottning, Tomislav bróðir brúðgumans og Vilhelmina Hollandsdrottning. Standandi frá vinstri: Hertoginn af Gloucester, Marina ekkja hertogans af Kent, George VI. Bretakonungur, Hákon Noregskonung- ur, Aspasía prinsessa, móðir brúarinnar, Georg II. Hellaskonungur og Bernhard Hollandsprins. Framhaldsgrein Fyrir dst honungsins BRÚÐARSKART. Við Pétur höfðum verið trúlofuð i átján mánuði. Ég liafð^ ekki þorað að byrja á neinum undirbúningi und- ir brúðkaupið allan þann tíma. Allt var svo mótdrægt og svo mörg áform höfðu farið út um þúfur, að mér fannst það ills viti ef ég færi að hlakka til cða gera nokkrar ráðstafanir eða undibúa mig undir eitthvað, sem aldrei kæmist í framkvæmd. En nú var afráðið að við giftumst 20. mars 1944, og George konungur ætlaði að verða svaramaður Péturs. Þetta bar svo bráðan að, að ég hafði oðeins fimni daga til að undirbúa brúðkaup, sein þrir konungar og tvær drottningar áttu að vera gestir í. Ekki liðu nema tveim mánuðir frá því að fréttin var birt i blöðunum þangað til gjafirnar fóru að berast. Innan skamms voru stofurnar mínar og Péturs á Hotel Claridge orðnar fullar af gjöfum. Ein af fyrstu gjöfunum sem kom var lítill böggull með leðurhylki í. Ég tók öndina á lofti þegar ég opn- aði hylkið og sá hvað í þvi var: farða- dós úr gulli, alsett rúbínum. „Til Söndru frá Marinu frænku“, stóð á spjaldinu sem fylgdi. Mér íannst þessi gjöf frá frænku minni sú fallegasta sem ég gæti hugs- að mér. En svo kom sendill frá Buckingham Palace. Fingurnir á mér titruðu þegar ég braut konungsinnsiglið á böggiinum. Annað leðurhylki! Ég beið svolitla stund áður en ég opnaði það, og reyndi að geta mér til hvað mundi vera í því. andi fallegum kjól úr hvítu silki. Undir eins og Mamie heyrði um brúðkaupið hafði hún sagt við Pétur: — Sandra getur notað brúðarkjólinn minn. Við erum nákvæmlega jafnháar, og það þarf ekki annað en grenna kjólinn svolitið. Og Petur hafði undir eins tekið tilboðinu. Marina sagðist skyldi lána mér brúðarslæðu úr fíngerðum knippling- um. Nú hafði ég fengið kjólinn og slæð- una, en mig vantaði skóna ennþá — hvíta silkiskó. Mér reyndist erfitt að fá þá hæfilega stóra, þvi að ég varð að nota skó með lágum hælum. Ég er ofurlítið hærri en Pétur, og vildi ógjarnan auka við hæðina á sjálf- an brúðkaupsdaginn. Af sömu ástæðu vildi ég ekki nota ennisspöng — tiara — yfir slæðunni, því að þá mundi ég sýnast hærri. Ég lét gera mér ofurlitla liúfu með blóma- faldi, til þess að lialda slæðunni i stellingunum. Mannna gaf mér stuttan minkajakka og Pétur gaf mér minkakápu. Ég var meira en ánægð með hvort tveggja. Við Pétur fórum út saman ti að kaupa giftingarhringa. Við höfðum bæði mjög gamaldags smekk. Við vildum fá breiða slétta einbauga, og „Pétur“ grafið í minn og „Alexandra“ í hans. Ég gaf Pétri línsmokkahnappa úr gulli. Og gjafirnar héldu áfram að berast. Fólkið var svo einstaklega gott við okkur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.