Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 14

Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Lárétt skýring: 1. fönn, 5. ílát, 10. deilu, 11. flíkin, 13. samhljóðar, 14. hjálp, 16. galli, 17. fangamark, 19. hugulsemi, 21. í fjósi, 22. lagarmál, 23. íláts, 26. Iiæð, 27. líttu á, 28. óstýrilátur, 30. fæða, 31. spónamatur, 32. óþverra, 33. tveir eins, 34. samhljóðar, 36. karlmánns- nafn, 38. spilda, 41. þrír eins, 43. smá- vikið, 45. á andliti, 47. ólga, 48. nöld- ur, 49. hóti, 50. þrír eins, 53. atviks- orð, 54. einkennisst., 55. stein, 57. heimskingja, 60. fangamark, 61. hey- vinnslutæki, 63. liðugir, 65. úir og grúir, 66. skegg. Lóðrétt skýring: 1. fangamark, 2. sterk, 3. svara, 4. félagslieiti, 6. þykkni, 7. glaðværa, 8. dýr, 9. fangamark, 10. ósannindi, 12. sögupersóna, 13. viðbit, 15. ævinlega, 16. steinn, 18. buslar, 20. ilát, 21. karlmannsnafn, 23. leynd, 24. fanga- mark, 25. bresturinn, 28. snæris, 29. lesið, 35. gröm, 36. fugl, 37. reik, 38. andvarp, 39. karlmannsnafn, 40. gjöf- ul, 42. ráfa, 44. fangamark, 46. raðtala, 51. slóði, 52. mánuður, 55. hljóðfæri, 56. skel, 58. kvikmyndafélag, 59. landshluti, 62. tveir eins, 64. hljóðst. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. ánauð, 5. Svava, 10. klöpp, 11. æfing, 13. SL, 14. fasi, 16. brak, 17. ÓF, 19. mor, 21. efa, 32. áfir, 23. blaks, 26. öllu, 27. nið, 28. hlúnkar, 30. fas, 31. umráð, 32. slæða, 33. As, 34. TL, 36. nauts, 38. langa, 41. fró, 43. kuklari, 45. ráf, 47. leti, 48. rusti, 49. eðla, 50. III, 53. amt, 54. RK, 55. Kron, 57. rýra, 60. UT, 61. aurar, 63. samur, 65. sótti, 66. lasta. Lóðrétt ráðning: 1. ál, 2. nöf, 3. apar, 4. ups, 6. vær, 7. afar, 8. vik, 9. an, 10. klofi, 12. gófla, 13. smána, 15. illúð, 16. bekks, 18. Faust, 20. riðu, 21. elfa, 23. blást- ur, 24. an, 25. saltari, 28. hrauk, 29. rælni, 35. eflir, 36. nóti, 37. skurn, 38. latur, 39. arða, 40. áfátt, 42. reika, 44. LS, 46. álmur, 51. hrat, 52. grás, 55. kró, 56. ort, 58. ýsa, 59. amt, 62. US, 64. UA. Það er aðeins í einu tilfelli, sem hægt er að tala um að maður „slái tvær flugur í einu höggi“, segir Rita Hayworth. Og það er þegar maður giftist milljónamæringi, sem maður elskar. Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Haustjafndægur 1956. Alþjóðayfirlit. Föstu merkin eru nú yfirgnæfandi i áhrifum. Bendir það á að heimsmál- in munu tekin föstum tökum og það frekar en áður. Kemur Noregur þar nokkuð til greina. Mun nokkuð bera á gagnrýni. Tölur dagsins eru: 2 + 3 + 9+5 + 6—25 = 7. Hugræn áhrif munu láta á sér bæra, en seigla og þraut- segja munu og áberandi. Þó mun þetta blandað tilfinningum og þvi ó- vissara um ákveðinn árangur. — Sól á austurhimni hins islenska lýðveldis og hefir flestar afstöður góðar; ætti því aðstaðan að vera sæmileg i aðal- atriðum. Þó er afstaðan til Venusar slæm og gæti eitthvað dregið úr fjár- hagsútlitinu. Mun það ef til vill hafa óábyggileg áhrif á almenning. Lundúnir. —ISól í 3. húsi. — Flutn- ingar og samgöngur undir áberandi athygli, umræður miklar um þau mál, einnig bækur, blöð og fréttaflutning. — Venus í 1. húsi. Afstaða al- mennings ætti að vera sæmileg og heilsufar gott. — Júpíter í 2. húsi. Barátta um fjárhagsmálin áberandi og fjárhagshreyfingar ótryggar. — Neptún í 4. húsi. — Örðugleikar með bændum og undangröftur rekinn gegn stjórninni. Satúrn i húsi þessu, sem mun cf lil vill jafna afstöðuna að einhverju leyti. — Mars í 8. lnisi. Kunnur hermaður gæti lálist, járn- iðnaðarmaður og stáliðnaðarmaður, glergerðarmaður eða þeir, sem vinna með sýrum eða sprengiefnum. — Tungl í 10. húsi. — Stjórnin á í örðug- leikum ýmsum og á örðugt um tök á hlutunum. Berlín. — Sól I 2. húsi, ásamt Merk- úr og Júpíter. Fjárhagshorfurnar ættu að vera sæmilegar og þeim veitt veru- leg athygli og umræður um þær miklar. Neptún í 3. húsi. Verkföll gætu átt sér stað meðal flutninga- manna, i bókaiðnaði og blaða, útvarps- og fréttaþjónustu. Urgur í þeim grein- um. — Satúrn í 4. húsi. Andstaða stjórnarinnar mun láta á sér bæra og afstaða bænda frekar ótrygg. — Mars í 8. lhisi. Dauðsföll meðal and- legra stétta manna og jafnvel miðla. — Tungl í 9. húsi. Utanlandssiglingar undir breytilegum og athugaverðum áhrifum. Koma þau meðal annars frá fjárhagslegum aðstæðum. Moskóva. — Sól, Merkúr og Neptún i 2. liúsi. Fjárhagsmálin mjög áber- andi og deilt um þau og þeim veitt óvenjuleg athygli. — Satúrn i 3. húsi. Flutningar, ferðalög, bækur og blöð og útvarp undir erfiðum á- hrifum og tafir og stöðnun kemur í Ijós. — Mars í 7. húsi og hefir slæm- ar afstöður. Styrjöld gæti brotist út ef ekki er gætt mikillar varkárni. — Tungl í 9. húsi. Óábyggileg afstaða í utanlandssiglingum og verslun. — Úran í 11. húsi. Ótrygg afstaða innan æðsta ráðsins og undangröftur gæti átt sér stað. — Venus i 12. liúsi. Lag- færingar ættu að koma í ljós í rekstri vinnuhæla og betrunarhúsa. — Júpí- ter í 1. húsi. Ótrygg afstaða almenn- ings og óánægja gæti komið í ljós. Tokyó. — Sól, Merkúr og Júpiter í 9. liúsi. Siglingar til útlanda og versl- un undir áberandi athygli. Þó eru áhrifin að sumu leyti athugaverð og barátta nokkur meðal háseta og skip- verja. — Mars í 3. húsi. Flutningar á járnbrautum undir athugaverðum á- hrifum og fjárhagshliðin ótrygg. — Venus, Úran og Plútó í 8. húsi. Bendir á dánardægur hefðarkvenna, sér- kennilegra manna og sérviturra. — 10. lnis. Neptún í húsi þessu. Kunnur miðill gæti látist eða góðgerðafröm- uður. — Safúrn í 11. lnisi. Tafir á framkvæmd laga og breyting gæti orð- ið í rikisráðinu. Washington. — Sól, Merkúr og Neptún í 6. húsi. Verkamenn undir áberandi athygli og liklegt að þeir skiptist nokkuð í kosningunum og munu ef til vill nokkrir fylgja nú- verandi forseta, en hætt er við að al- menningur verði óábyggilegur. — Úran í 4. húsi. Urgur nokkur meðal bænda og áróður rekinn meðal þeirra. Atlnigaverð afstaða fyrir stjórnina. — Venus í 5. húsi. Barnsfæðingum mun fjölga og giftingar tíðar. Skemmt- anir og leikhús undir sæmilegum á- lirifum. — Tungl í 1. húsi. Hefir slæmar afstöður. Frekar óábyggileg áhrif meðal ahnennings og meltingar- kvillar áberandi. — Satúrn í 7. húsi. Athugaverð áhrif í utanríkismálum og rekstri jieirra. Dómgreind afar nauðsynleg. „Flas er ekki til fagn- aðar“. ÍSLAND. 4. hús. — Sól, Merkúr og Neptún í húsi þessu. — Stjórnin og afstaða hennar mjög á dagskrá og lienni veitt ókveðin athygli. Munu bændur þar koma til greina og hafa athugaverð áhrif. Þar munu fjárhagsmálin hættu- legt viðfangsefni. Undangröftur og leynilegur áróður á sér stað. 1. hús. — Venus í húsi þessu. — Bendir á sæmilega afstöðu almenn- ings og friðsælt mun og fjárhagsaf- staðan að líkindum litið breytt hjá almenningi og sjúkdómar ættu að vera vægir. 2. hús. — Plútó í húsi 'þessu. Ilætt er við að fjármálahneyksli gæti kom- ið í Ijós eða eitthvað í sambandi við hið opinbera gert heyrinkunnugt. 3. hús. — Júpíter í húsi þessu. — Hefir frekar slæmar afstöður, þó ekki þróttmiklar, nema frá Mars. Gæti hann haft truflandi áhrif á innanlands- fiulninga vegna áhrifa frá utanlands- siglingum. 5. hús. — Satúrn i húsi þessu. Hætt er við töfum verulegum i rekstri leik- húsa og skemmtistaða og rekstur þeirra yrði ekki eins álitlegur og búast mætti við. 6. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Hætt er við að vinnandi lýður verði fyrir þvingun nokkurri vegna ytri aðstöðu, sem mun láta nokkuð á sér bæra og meiri áróður rekinn. 7. hús. — Satúrn ræður einnig húsi þessu. Hætt er við örðugleikum nokkrum í utanríkisviðskiptunum og tafir kæmu í ljós í samningum. 8. hús. — Salúrn ræður húsi þessu. — Kunnir gamlir menn og uppgjafa- embættismenn gætu látist. 9. hús. — Mars í húsi þessu. — Ut- anlandssiglingar og verslun á í örð- ugleikum nokkrum og áróður og jal'n- vel verkföll geta komið til greina og stöðvað reksturinn. 10. hús. — Mars ræður 'húsi þessu. — Stjórnin á við örðugleika að etja og líklegt að hún verði að beita hygg- indum miklum ef vel á að fara. 11. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Framkvæmd laga ætti að vera undir sæmilegum áhrifum og trufl- anir ekki verulegar jafnvel þó að Venus hafi slæmar afstöður. 12. hús. — Engin pláneta i húsi þessu og því munu áhrif þess minna áberandi. Ritað 12. september 1956. AFBRÝÐI — GLÆPUR. Framhald af bls. 9. bragð kom í munninn á henni. Tom pírði augunum. Svo rétti hann út höndina og tók töskuna af henni. Ann hallaði sér upp að þilinu. Mál- laus og stinn af hræðslu sá hún hann taka hringinn upp úr töskunni. Nú var allt tapað, fullkomna áætlunin hennar hafði brugðist — allt vegna ]3essarar kvittunar. Hin óhugnanlega þögn var rofin er drepið var á dyrnar. Kom inn! sagði Tom. Ungfrú Barlon opnaði dyrnar og rak inn höfuðið. — Afsakið þér — ég liefi barið nokkrum sinnum, en þér hafið sjálf- sagt ekki heyrt það. Ég ætlaði bara að segja, að það var hringt frá Bench- ley og sagt, að afgreiðshunaðurinn hefði ])ví miður gleymt að leggja kvittunina í böggulinn. Ilún verður send hingað við fýrsta tækifæri. * Enskar konur hafa með atkvæða- greiðslu kjörið lord Louis af Mount- batten aðmirál, frænda Philipps her- toga af Edinburgh, „Don Juan nr 1“. A eftir honum komu í röð: sir Anthony Eden, Ali Klian, Marlon Brando, Vittorio di Sica, Rossano Brazzi, Sokrates Onassis. Allar þær, sem tóku þátt í alkvæðagreiðshmni sögðust liafa myndir af að minnsta kosti þremur þessara kvennagulla á náttborðinu sínu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.