Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ' Tlosalind Brdh f/ OLTHAR SySTUR /f Tlý framhaldssaga f ^s- jm..-iSs-'..^s' ..•»' ,.\W- ...SSS' ..\StSs-' ..^' ..s§§>'i§§t' ,.\^s...® Þau fengu fyrsta silunginn rétt fyrir há- degið og annan um nón. Norton lagðist þá fyrir undir tré til að fá sér blund, en Lesiey gekk upp með ánni á meðan. Hún komst nið- ur að brúnni og gekk inn undir hana il þess að komast í skugga, því sólin var brenn- andi. Hún heyrði bíl bruna yfir brúna og datt í hug að þetta væri fólk á leið til Pembertons í te. En á næsta augnabliki sá hún mann fyrir handan ána. Hann stóð á bakkanum og starði ofan í vatnið, eins og það væri eitthvað mikils- vert, sem hann væri að athuga. Hann var rúmlega í meðallagi á hæð, grannur og á að giska rúmlega þrítugur. Andlitið virtist aðlaðandi. Það var mjótt og sviphreint, aug- un dökk og munnurinn smár og fallegur. Lesley 'kom fram úr skugganum undir brúnni, og þegar hún rétti úr sér sá hún að maðurinn hafði komið auga á hana. — Góðan daginn, sagði hann brosandi. — Nú þarf ég gott ráð. Hún brosti aftur. — Frá mér? — Kvenfólk getur stundum fundið nýjar ráðningar á gömlu viðfangsefni. Það sýður á vatnskassanum í bílnum mínum og hann er aðeins hálffullur. Ég hefði átt að fylla hann áður en ég lagði af stað, en gleymdi því. Og nú er nóg af vatni hérna ... og þarna er bíllinn, en ég hefi engin ráð með að koma vatninu í hann. Það er ekki svo vel að ég hafi hatt. — Ég get hjálpað yður. Hann faðir minn og ég vorum að borða hádegisverð hérna nið- ur með ánni áðan. Við höfum tóman hita- brúsa og mjólkurflösku. Þér getið sagt til hvort þér viljið heldur. — Ágætt. Hann horfði viðurkenningaraug- um til hennar. — Ég hefi átt heima hér og hvar í Afríku í átta ár, en þetta er í fyrsta sinn sem ég hitti hvíta stúlku við afríkanska á. Hann þagnaði og bætti svo við: — Þér munuð ekki vera Lesley Norton? — Jú, víst er ég það, sagði hún hlæjandi. — Ég heiti Neville Madison. — Einmitt! Nú hvarf brosið af henni. — Hefir nafn mitt nokkra sérstaka þýð- ingu fyrir yður? spurði hann kaldranalega. — Þér eruð frændi senor Cuero, er ekki svo? Þér eruð maðurinn, sem er að leita að jarðefnum og ætlið að grafa upp beryllium á Amanzi? — Góða ungfrú, sagði hann. — Þér vitið ekki hve heppin þér eruð. 1 augnablikinu vildi ég gefa hvað sem vera skal fyrir að eiga Amanzi. Beryllium er í geypiháu verði. Þykir yður ekki vænt um það? — Ég vildi heldur rækta tóbak. — Þér vitið ekki hvað þér eruð að segja! Ég verð víst að leiðbeina yður, ungfrú Norton. Ég skal sjá um að þér gleðjist yfir öllu því, sem kemur upp úr jörðinni yðar. — Hvenær ætlið þér að byrja? — Það er að nokkru leyti komið undir yður og föður yðar. Það var þess vegna sem ég gerði mér ferð hingað í dag. Ég hafði hugsað mér að spyrja hvort þið hefðuð nokk- uð á móti því, að ég innréttaði íbúð í einu úti- húsinu. — Þetta eru skúrar úr borðviði og þeir eru gisnir. Hvers vegna getið þið ekki tjaldað þar sem þið byrjið að grafa? Hann hleypti brúnum. — Mig langar ekk- ert til að anda og borða í sandryki. — Afsakið þér, ég hugsaði ekki út í það, sagði hún. — Við höfum Iaust herbergi, en það er húsgagnalaust. Það væri kannske hægt að koma því í lag fyrir yður. — Það væri afbragð. Ég hafði vonað að þið, gætuð haft einhver ráð. Hann þagnaði og horfði á hana eins og hann væri að bíða svars. Svo laut hann fram og sagði laumu- lega: — Ég skal segja yður nokkuð. Það var Fernando, sem stakk upp á að ég skyldi verða ein í úthúsinu. Hann vildi ekki gera ykkur ónæði. — Það verður engin fyrirhöfn að því, sagði hún. — Og pabbi mun hafa gaman af að hafa karlmann í húsinu. Þér verðið að koma með mér og heilsa honum. Á næsta hálftímanum uppgötvaði Lesley að Neville Madison var svo ólíkur frænda sínum, sem nokkur maður gat verið. Hann var viðfelldinn og skemmtilegur og vafalaust ágætur jarðfræðingur. Þau fylltu vantskassann á bílnum hans og á eftir ók hann Lesley og föður hennar heim. Hún hitaði te sem hún bar fram á svölunum, og á eftir sátu þau og reyktu og töluðu um nýja klúbbhúsið, sem stóð til að byggja í Buenda — um krókódílana og flóðhestana í Zambesi — og um vatnsveituna miklu, sem var verið að gera norður í landi. NORTON FÆR DVALARGEST. Klukkan var nær sex þegar Madison stóð upp og sýndi á sér fararsnið. Loks vék hann aftur að erindinu. — Eruð þér viss um að ég verði ekki til ama hér í húsinu? spurði hann og sneri sér að Edward Norton. — Nei, það er ekki nema gaman að hafa yður hérna, ungi maður, svaraði Norton vin- gjarnlega. — Það verður gaman að fá tæki- færi til að fylgjast með því sem þér eruð að gera. — Það verða einar tvær—þrjár vikur þangað til ég get byrjað að marki. Við höf- um sent eftir nýjum demantsbor og ýmsum tækjum öðrum. En eitthvað get ég gert með- an ég bíð eftir þessu. Hafið þið nokkuð á móti því að ég komi einhvern næstu daga? — Nei-nei, sagði Lesley. Ég skal sjá um að herbergið verði gert hreint á morgun. — Þakka yður fyrii'. Farangurinn minn er geymdur hjá kunningjum mínum í Lusaka. Ég fer þá og sæki hann og kem aftur á fimmtudag eða föstudag. Hann kvaddi Edward Norton og Lesley og fylgdi honum niður að hliðinu. Þegar þau voru komin að bílnum rétti hann fram hönd- ina. — Við verðum vinir, Lesley, sagði hann. — Ég finn það á mér. Við skulum takast í hendur upp á það. Og svo tókust þau í hend- ur og brostu. — Ég held að þetta verði gott frí hjá mér, þegar allt kemur í leitirnar. — Hve langt frí hafið þér? — Fjóra mánuði og á nærri því þrjár vikur eftir. — Ég hélt að þið allir, sem eruð í þjónustu ríkisins eydduð fríinu í Englandi. — Hefi ekki efni á því, svaraði hann. — Hérna einu sinni grátbændu elsku ættingj- arnir mig um að koma og dvelja í fríinu hjá þeim, en nú er ég ekki nærri eins afhaldinn. Ein frænka mín er lafhrædd um að ég reyni að ná í peningana hennar, önnur óttast að ég dáleiði dóttur hennar og tæli hana til að giftast mér. Eftir myndum að dæma hefir hún lagast talsvert síðan ég sá hana sein- ast, en hún kemst vitanlega ekki í hálfkvisti við yður. — Ég er alls ekki á eiginmannsveiðum. — Það þurfið þér ekki að vera, sagði hann brosandi. Hann horfði á hana. — Fernando minntist ekkert á að þér væruð lagleg. — Hann lítur líklega ekki á annað en svarthærðar stúlkur með höfuðfald. — Kannske, sagði hann hlutlaust. — Hann hefir aldrei gefið sér tíma til að sinna kven- fólki, en þó gagntekur hann flestar konur. Hvernig líst yður á hann? — Hann er vafalaust duglegur verkfræð- ingur og kaupsýslumaður, sagði hún. — Hann er meira en það. Þeir frestuðu virkjuninni í Kalindi þangað til hann yrði laus og gæti tekið við stjórninni. Og það er að sjá, að hann sé glöggur á hvar auðævi jarðarinnar er að finna. Það var hann, sem fann beryllum — ekki ég. — Kemur hann nokkurn tíma til Spánar? — Þá sjaldan hann tekur sér frí skiptir hann tímanum milli San Feliz og London. — Hann er fæddur á San Feliz — það er yndis- leg eyja skammt undan Afríkuströnd — og gekk í skóla í Spáni þangað til hann gat feng- ið inngöngu í enskan háskóla. Við vorum saman í Cambridge og síðan fórum við í flug- herinn saman. Eftir stríðið fór hann til San Feliz til að aðstoða við byggingu orkuvers þar. Þar er mjög fjölsótt og talsvert af foss- um. Fernando elskar San Feliz, en það eru ekki næg verkefni handa honum á Cuero- eigninni, jafn duglegur og stórhuga og hann er. Þess vegna réðst hann hingað. Þér ættuð að sjá hann þegar hann er í heimahögunum. — En nú verð ég að komast af stað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.