Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Hann settist í bílinn og setti hreyfilinn í gang. — Sælar á meðan, sagði hann. — Ég hlakka til að búa hjá yður. ÚTISKEMMTUNIN. Það þurfti ekki aðeins að þvo gestaher- bergið á Amanzi, en Lesley sá að ekki varð komist hjá að mála það. Vafningsjurt hafði komist inn í herbergið og breytt úr sér upp með þilinu bak við hlaða af kössum og koffortum. Salómon þvoði og skúraði en þilin voru jafn flekkótt eftir. Það var ekki annað ráð en að mála. Lesley málaði til klukkan hálfsex síð- degis á þriðjudag og þá var hún með svo mikinn hakverk að hana sárlangaði að humma fram af sér að fara í garðveisluna hjá Pemberton. Hún hefði setið heima ef Anna hefði ekki verið búin að biðja mág sinn um að koma við og taka hana. Tod Pemberton kom akandi stundvislega klukkan kortér yfir sjö og bauðst til að biða í tíu mínútur meðan Lesley hefði fataskipti og byggi sig út. Þetta var unaðslegt kvöld. Hægur vindblær bærði blöðin á teaktrjánum. Himinninn flau- elsdimmur og bálið sem hafði verið kynt í garðinum hjá Pemberton varpaði töfrabjarma út í hitabeltisnóttina. Klukkan var kringum átta og lykt af steiktum pylsum og kótelettum barst að vit- um hennar frá hlóðunum, sem höfðu verið sett í garðinn. Þar voru nýbökuð smábrauð og á öðru borði glös og flöskur og skál með nýjum ávöxtum. Þarna var sama fólkið sem vant var að koma við slik tækifæri. Bændur með konur og unnustur, nokkrir starfsmenn úr bankan- um, sonur læknisins og tvíburadætur Setons ofursta. Og við hitt bálið, um tuttugu metra frá, sá Lesley dökkt höfuð Fernandos. Hún færði sig frá bálinu og stóð um stund og horfði á Fernando sneiða niður steik, með svo mikilli leikni, að ekki varð annað séð en að hann hefði lítið við annað fengist um æv- ina. I gulu birtunni frá bálinu virtist andlit hans eirbrúnt. Hann sat og hafði lyft öðru hnénu og talaði brosandi við læknisfrúna — miðaldra konu. Hann virtist vera heima hjá sér innan um allt þetta fól'k, af ýmsu þjóðerni. Læknirinn var Hollendingur og kona hans var frá Rhodesíu. Tannlæknirinn ungverskur, og flestir mennirnir sem störfuðu við koparnám- urnar þarna skammt frá, voru ýmist Italir eða Norðurlandabúar. Þarna var Fernando talinn jafningi hinna og það skipti engu máli þó að hann væri rikur. Einhver fór að spila á dragspil og þeir sem voru búnir að borða fóru að syngja. Læknis- sonurinn söng hollenskt lag, sem faðir hans hafði kennt honum, og Setondæturnar gaul- uðu dægurlög, sem þær höfðu heyrt í út- varpinu. I einu hléinu sagði Tod: — Fáum við ekki að heyra spánskt lag, senor Cuero? Fernando brosti. Það gljáði á hvítar tenn- urnar. — Þvi miður get ég ekki sungið. Ég get ekki einu sinni sungið þjóðsönginn minn ófalskt. — Getið þér ekki sagt okkur eitthvað frá Spáni. Hvernig er daglegt líf fólksins, senor? — Landið er fallegt, svaraði hann rólega. — Og í borgunum er mikið af fögrum bygg- ingum. Við eigum margar byggingar í már- iskum stíl, og jörðin er frjósöm með ávaxta- trjám og pálmum. 1 húsinu mínu á San Feliz er fjögur hundruð ára gamail salur, og á haustin höldum við vínuppskeruhátíð með fólkinu sem vinnur á ekrunum. — Það er sagt að spönsku stúlkurnar séu þær fallegustu í heimi, sagði Bill. Fernando smellti fingrunum. — Það getur vel verið. Þær hafa fallegt hörund, skær augu og eru skapmiklar. Og svo eru þær yfirlætis- lausar og blátt áfram að eðlisfari vegna þess að þær lifa undir vernd. Og af því að þær eru yfirlætislausar verða þær góðar eiginkonur. — Betri en enskar konur? greip Anna fram í. — Það þori ég ekki að segja neitt um, senora. Lesley hefði langað til að heyra hann segja meira um Spán, en nú kom Anna til hennar og hvíslaði: — Vitlu gera svo vel að hlaupa inn í hús fyrir mig, Lesley. Bara að líta inn til hans Tómasar og sjá hvort hann sefur. Lesley skildi við hópinn og fór inn í húsið. Það var hljótt þarna inni. Lampinn í eld- húsinu hafði verið skrúfaður mikið niður, og annar lampi stóð á borðinu milli herbergis- dyranna tveggja. Dyrnar að herbergi Tóm- asar stóðu í hálfa gátt, og hún læddist varlega inn og laut niður að rúminu. Drengurinn hafði að vanda hneppt frá sér náttjakkanum og lá með bert brjóstið og hendurnar upp fyrir höfuð. Hún hneppti jakkanum og brosti til sofandi barnsins, eins og kvenfólk gerir alltaf. Hún brosti enn þegar hún kom fram í eld- húsið aftur. En brosið fraus á vörum hennar og hún hrökk í kuðung: Dyrnar voru opnar og Fernando stóð fyrir utan. FERNANDO TEKUR VIÐ STJÓRNINNI. — Æ, hvað mér brá við! — Afsakið þér. Ferando stóð kyrr nokkr- ar sekúndur án þess að segja orð. Svo sagði hann hranalega: — Þið ensku stúlkurnar eruð of óvarkárar. Frú Pemberton sendir yður upp í húsið, og þér hikið ekki við að fara. Og vinnufólksíbúðirnar eru milli eldhússins og bálanna niðri í garðinum. — Það er hættulaust. Ég sá engan af þjón- unum. — Það er alltaf áhættusamt. Gangið þér ein um garðinn heima hjá yður? — Já, auðvitað. Það er óhætt að treysta þjónunum. Hann teygði fram álkuna, gramur. — Þið ensku stúlkurnar hagið ykkur alveg eins og karlmennirnir. Þeir eru auðtrúa og það eruð þið líka, þó að þið séuð kvenfólk og getið ekki varið ykkur. Þó að þér hafið ekki orðið fyrir óþægindum þessi tvö árin, sem þér hafið ver- ið hérna, er ekki þar með sagt að þau geti ekki komið fyrir yður. Þegar minnst varir. Þér verðið að fara varlega. — Já, sjálfsagt, sagði hún. — Eigum við ekki að fara til hins fólksins aftur? — Nei, ég þarf að tala dálítið við yður. Hann leit á hörðu tréstólana í eldhúsinu. — En ekki hérna inni, senorita. Hún gekk fram hjá honum út úr dyrunum. Hann lokaði eftir þeim og.tók handlegginn á henni. Þau gengu saman kringum húsið, að bekk, sem stóð í garðinum fyrir neðan svalirnar. Hún settist og hann líka og hallaði sér aftur á bak og sneri sér hálfvegis að henni. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastraeti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. ADAMSON Adamson setur klukkuna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.