Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN á miðri leið og reyna að skilja mig líka. En láttu ekki stiórnmálin taka þig frá mér í annað sinn. Við skulum reyna að byrja nýtt líf. Og það gerðum við. Um nýár 1951 átti Pétur að fara á nýjan leik til Ameríku til að vinna, en nú átti Alexander og ég að fara >með honum. Og við áttum ekki að dvelja í gistihúsi heldur að fá ibúð i New York. — í þetta skipti skulum við verða herra og frú Boudouni i alvöru, sagði Pétur hlæjandi. „Boudouni" — það voru þrjú ár síðan Pétur hafði nefnt þetta orð. Ég horfði á hann og hann faðmaði mig að sér og dansaði um stofugólfið með mig. Það var sólskin úti. Vorið var komið. LÉLEG HÚSMÓÐIR. Þetta var vorið 1951, og eftir tveggja ára misklíð og aðskilnað vorum við Pétur komin saman aftur. Við vorum komin til Ameríku til að byrja nýtt lif með syni okkar Bia Bia — Alex- ander. Þau skiptin sem við höfðum verið i Ameriku áður höfðum við alltaf dvalið á gistihúsi. En í þetta skipti ætluðum við að hafa heimilislegra kringum okkur og leigðum okkur ibúð með húsgógnum — án þess að hafa litið á hana áður ... Eftir þriggja daga húsmóðurstörf var ég orðin staðuppgefin. Ég lagðist á gólfið til að hvila mig og starði raunalega á afkáraleg gluggatjöldin. Þau voru svört með hrikalegu mu.nstri — rauðum og grænum blöðum. Ég sagði við sjálfa mig að nú væri ég orðin virkileg hús- freyja og móðir, og svona væri nú lifið. Þá var dyrabjöllunni hringt harka- lega og ég stóð upp. Ég opnaði dyrnar fyrir litlum manni, sem virtist æfa- reiður. Hann sagði alvarlegur: Rörin yðar eru stífluð. — Góðan daginn! sagði ég eins virðulega'LQg ég gat. Andlitið á manninum var jafn reiði- legt og áður. Hann endurtók: — Rör- in yðar eru stífluð. Við gláptum hvort á annað. — Hvað get ég gert fyrir yður? sagði ég vin^ gjarnlega. — Ekki neitt, frú. Hann hristi höf- uðið. — En ég hugsa að ég geti gert ýmislegt fyrir yður. Hverju hafið þér troðið i salernið? — Hádegismatnum, játaði ég hrein- skilnislega. — Je-a-á! sagði hann. Svo varð stutt þögn. Svo spurði hann vingjarn- legar: — Og á undan honum? — Nokkru af miðdegisverðinum frá í gær, sagði ég, — mestu af rófna- stöppunni, sem brann við hjá mér, og dálitlu af morgunverðinum frá í morgun. — Það er best að ég liti inn í bað- klefann líka. — Alit afrennslið í hús- inu er stíflað. Ég vísaði honum inn í baðklefann. Eftir hálftíma urg og skvamp kom hann út aftur. ¦— Frú, sagði hann hæglátur. — Þér eigið ruslakirnu. Þér gerið mér og öllu hinu fólkinu í hús- inu mikinn greiða, ef þér viljið gera svo vel að nota hana. Og svo fór hann. Þó að við hefðum úr litlu að spila vorum við einstaklega ráðdeildarlaus. Þessi íbúð sem við höfðum leigt, var i stórum skýjakljúf, og hún var svo tískuleg að mér lá við að gráta. Allt var úr gleri og ibenviðarstælingu, og Ein af síðustu myndunum af Alex- öndru drottningu. kringum alla glugga þessi hræðilegu skræputjöld. í einu horninu var kokkteil-bar og hringsófi. En engir stólar voru í stof- unni heldur svæflahraukar með hræði- lega sterkum litum. Svo voru þarna tvær kompur, sem áttu að heita svefn- herbergi — önnur gul og liin ljósblá, og ofurlitlir baðklefar með báðum. í cldhúsinu komst ekki fyrir nema ein manneskja i einu. — Hvað eigum við að gera? sagði ég við Pétur. — Hvað eigum við að gera við reiturnar okkar — og okkur sjálf? Pétur gat ekki svarað því. En það var of seint að snúa við. Við höfðum undirskrifað húsaleigusamninginn. Pétur símaði og tókst að fá herbergi handa Döddu og Bia-Bia í gistihúsi. Vinnukonan varð að flytja i þakher- bergi í húsi skammt frá. Þetta var svo neyðarlega grátbros- legt, allt saman. Við vorum svo ó- reynd og óhagsýn, bæði tvö. Við höfð- um ekki hugmynd um hvernig við áttum að lifa og koma okkur fyrir, án mikilla peninga og án þjónaliðs. Við vorum fávís og gerðum allt vit- laust, og þegar við ætluðum að spara varð útkoman jafnan sú, að allt var tvöfalt dýrara en ef' við hefðum ekki reynt að spara. En samt var ég hamingjusöm. Og Pétur lika. — Okkur lærist þetta með tíman- um, sagði ég glaðlega. En það var svo gifurlega mikið, sem okkur þurfti að lærast. Framhald í næsta blaði. Hertoginn af Edinburgh hafði ver- ið að skoða nýja verkamannabústaði og á eftir fór hann inn í næstu bjór- stofu og tók í sveifina á bjórpump- unni og fyllti glas handa sér. „Mig hefir alltaf ]angað að reyna hvernig farið er að þessu," sagði hann. „Það er yður ekki of gott," sagði gestgjaf- inn, „en bjórinn megið þér ekki drekka, því að það er bannað að veita bjór á þessum tíma dags." HEFIRBU HEYRT — að við Bermudastrendur hefir fund- ist steinrunnið hafdýr, sem nátt- úrufræðingar fullyrða að sé að minnsta kosti 100 milljón ára gam- alt. að um 4000 norskir stúdentar stunda nám við útlenda háskóla. að fyrir átta árum voru 2/3 allra kvenstúdenta sem stunduðu nám i Bandaríkjunum ógiftir, en nú eru 2/3 kvenstúdenta giftir, og flestir þeirra eiga börn. að í Vestur-Þýskalandi eru komin á markaðinn fyrstu frímerkin, sem bragð er að. Þegar fólk sleikir þessi merki, kemur piparmyntubragð í munninn. að i New York er hægt að fá elektron- eldavélar, sem hita ekkert út frá sér. En í þeim er hægt að steikja þriggja kíióa steik á háiftíma og sjóða egg á 22 sekúndum. að nýr tannlæknabor hefir verið tek- inn í notkun i Sviþjóð. Hann snýst 50.000 snúninga á mínútu, og vegna hraðans kennir fólk sáralítið til undan honum. að í hverri viku eru smíðaðir kring- um 183.000 nýir hilar í Bandarikj- unum. Og að þar á fjórði hver maður bil. að enska jet-flugan „Comet III" hef- ir sett hraðamet á leiðinni milli Fidjieyja og Honolulu. Þessi leið er venjulega farin á ellefu tímum, en Comet III var ekki nema 1 tíma 45 minútur á ieiðinni. að hattabúð ein i Stokkhólmi gefur viðskiptadómum sínum 25% af- slátt, ef þær eru innan við tiu mín- útur að ráða við sig hvaða hatt þær eigi að kaupa. að belgpípan, sem jafnan er talin hið þjóðlega hljóðfæri Skota, er ekki skosk að uppruna, heldur er hún komin frá Persíu. að á árinu sem leið gerði lögreglan í Osló upptæka 70 bila, sem fluttir höfðu verið inn í óleyfi frá Þýska- landi og Belgíu. að bifreiðasmiðjurnar i Bandarikjun- um framleiða kringum 30 þúsund bifreiðar á dag. að 81 norsk kvikmyndahús liafa rúm- sjár-sýningarvélar (cinemascope) og 22 i viðbót hafa gert pantanir á þessum tækjum. að í Danmörku eru 383 eyjar, sem ekki eru byggðar. að Norðmenn borða að meðaltali 35 kíló af kjöti á ári, en Svíar 54 kíló. að skógarnir í Noregi gáfu þjóðinni 1205Vi milljón n.-króna gjaldeyris- tekjur á árinu 1955. að aðeins 12 af hverjum hundrað ógiftum mönnum i Noregi, yfir tvítugt, búa í húsnæði, sem þeir eiga sjálfir. að hið nýja skip „Ferncrest" eign útgerðarfélagsins Fearniey & Eger i Osló, er stærsta hreyfilrekna tankskipið í heimi. Það er 34.800 smálestir. að árlega farast kringum 6000 skóla- börn við umferðaslys i Bandaríkj- unum. að á fæðingarstofnun einni i París, er biðstofa fyrir feður, sem eiga konur komnar að fæðingu á stofn- uninni. Þar eru spil og töfl og roulettur, og grammófónn. Og keilubraut er i garðinum fyrir ut- an fæðingarstofnunina. að um hundrað nýir læknar útskrif- ast i Noregi á hverju ári. TIL ORYGGIS. — Ríkisstjórnin í Bonn hefir veitt 350.000 mörk til þess að láta einkenna öll börn undir 12 ára. Fá þau merki í festi um hálsinn, svo að lögreglan þekki þau, ef þau týnast og geta ekki gert grein fyrir sér. Svíar urðu fyrstir manna til að taka þetta upp, og Rauði-Krossinn annast framkvæmdina. RUSSNESKAR KVIKMYNDADISIR. Stór hópur rússneskra leikara heim- sótti nýverið París, í tilefni af sýn- ingu rússneskra kvikmynda þar. Hér sjást tvær úr hópnum: Ellyn Byst- itskaja og Ludmilla Tjelikovskaja. GAMALT BRAGÐ. — Skjaldbökurnar í dýragarðinum í London eru nú komnar í vetrarbústaðinn. En það er vandi að fást við „Marmaduke" sem er tvö hundruð ára. Hún vill ekki ganga, og að bera hana kemur ekki til mála. Svo að telpa var látin setja- ast á bak henni og halda fallegu epli á priki fyrjr nefinu á henni, og þá fékkst Marmaduke til að hreyfa sig. — Sama bragð er oft notað við asna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.