Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 neitt að ræða, sem þér getið ráðið bót á. Á næsta augnabliki tók hún hendinni fyrir augun. Askan hafði feykst framan í hana og hún fengið hana í augað. Fernando tók vindlingsstúfinn úr hendi hennar og fleygði honum út og sínum líka. Hann tók upp vasa- klút, dró hönd hennar frá auganu og strauk klútnum um það. — Þetta var flónska af yður, sagði hann. ¦— Hvers vegna notuðuð þér ekki öskubikar- inn, hann er beint framundan yður. — Ég hugsaði ekki út í það. Þetta er alveg eins og ég sé stungin með nálum. — Lofið þér mér að sjá. Hann Iyfti augna- lokinu varlega, og er tárin fóru að renna aftur kinkaði hann kolli og sagði: — Þetta er ágætt. Deplið þér augunum aftur og segið mér hvort særindin hverfa ekki. — Ég ... ég held að það sé betri núna. Hún tók upp vasaklútinn, en hann var óhreinn síðan hún hafði dustað af buxunum sínum með honum. Hann brosti föðurlega. — Notið þér klút- inn minn. Þér eruð mikið barn, Lesley. — Það eru fleiri en börn, sem fá korn í augað, sagði hún gröm. — Nei, en reið börn hafa lag á að lenda í öllum skrattanum. Hann yppti öxlum. — Yður líður illa, og þess vegna farið þér niður i námuna og talið við Neville, af því að hann er alúðlegur hlustandi og kemur ekki með nærgöngular spurningar. Þér komið heim og hittið Fernando i stofunni, og af einhverri ástæðu er Fernando síðasti maðurinn, sem þér vilduð sjá einmitt þá. En þessi áleitni mað- ur eltir yður og ginnir yður með sér inn í bíl- inn sinn. Og ofan á allt þetta fáið þér ösku í augað úr einni af déskotans sígarettunum hans. Lífið er erfitt, Lesley. Hún tók vasaklútinn frá auganu og braut hann f allega saman. — Erf iðara en þér haldið, sagði hún súr. — Af hverju fellur yður illa að ég kem í heimsókn? Annað fólk heimsækir yður og föður yðar án þess að yður gremjist það. — Það er alls ekki af því að ég amist við að þér komið, sagði hún með ákefð. — Það þykir mér gott að heyra, sagði hann háðslega. — Hvað er þá að? Hvernig gat hún sagt honum að henni þætti gaman að sjá hann í stofunni — en bara ekki á eintali við Virginiu? Það væri örlagarik játning. Og það gat ekki verið rétt heldur, nei — það gat ekki verið rétt! Hún fölnaði við tilhugsunina um hvað hann mundi halda, ef hún segði eitthvað í þá átt. — Ég held að best sé að þér akið mér heim, sagði hún. Hann leit á hana. Hún gat séð að hann var reiður, en hann sagði ekki eitt einasta orð. ^relurnunci y Hvar er húseigandinn? Hann setti hreyfilinn í gang, sneri bílnum við og ók eins og hundeltur heim til Amanzi. Svo opnaði hann bílinn fyrir henni. — Þakka yður f yrir vasaklútinn, sagði hún. — Þér skuluð 'fá hann seinna. — Minnist þér ekki á það, svaraði hann kuldalega. — Hann hefir gert sitt gagn. Þér getið fleygt honum. Hann var horfinn áður en hún var komin hálfa leið upp garðstíginn. LJÓSMYNDIN. Nokkrum dögum síðar komu tvö koffort til Virginiu. Hún varð að taka upp úr þeim úti á svölunum því að ekki var rúm f yrir þau í stofunni, og Lesley hjálpaði henni til að bera ótal kokkteil- og kvöldkjóla, línkjóla, skó og hrúgu af nærfatnaði inn í herbergi Virginiu. Koffortin voru full af fatnaði og allt var nýtt, eða svo til. Annað hvort hlaut Virginia að halda, að engan fatnað væri hægt að fá í Afríku, eða hún hafði fatað sig frá stofni er hún heyrði að faðir hennar væri orðinn efnamaður. A botninum í öðru koffortinu fann Lesiey mynd af ungum manni. Virginia rétti fram höndina. — Fáðu mér þetta, ég ætla að rífa það í tætlur. — Nei, gerðu það ekki. Hann er svo mynd- arlegur. Lesley hélt upp myndinni og skoðaði hana betur. — Hann virðist vera svo rólegur og stilltur — alls ekki eftir þínum smekk. — Það er hverju orði sannara. Geispa- drættir fóru um munninn á Virginiu. — Hann er jafn nískur á peninga og þú ert. — Hver er hann? — Martin Roland. Ég hefi minnst á hann í bréfunum til pabba. En þá hélt ég að við Martin ættum margt sameiginlegt, þótt mér félli ekki starfið hans. Það er svo subbulegt. — Subbulegt. Hvað gerir hann? — Hann er dýralæknir. Lesley hló. — Hvað finnst þér subbulegt við það? Ekki mundi ég amast við að vera dýralæknir. Ég stundaði Bessie gömlu þegar hún var veik, og sat yf ir henni í marga daga. Virginia fitjaði upp á nefið. — Þú hefðir átt. að verða kyrr í Englandi. Þá hef ði ég látið þig taka við Martin af mér. — Hvers vegna tókstu myndina með þér úr því að þig gildir einu um hann? — Það var ekki ég sem lagði hana í koffortið. Hann kom heim til mín meðan ég var að láta dótið mitt í koffortin, og hefir smeygt henni þarna sjálfur. Það er svo sem likt honum. Virginia yppti öxlum og hélt áfram að taka umbúðirnar af gylltum ilskóm. — Mér féll vel við hann af því að hann var öðruvísi en hinir. En það var rétt svo að ég slapp. — Ætlarðu ekki að skrifa honum? Virginia brosti. — Nei, það geri ég ekki. Mér datt i hug að mig langaði til þess, en nú er ég orðinn afhuga honum. Þegar ég athuga betur féll mér bærilega við hann eingöngu af því að hann var öðruvísi eh þessar sam- kvæmishetjur, sem ég er vönust að vera með. Martin var á öðru stigi. Hún þagði og horfði hugsandi út í bláinn. — Ég hafði aldrei hitt mann, sem líktist Fernando Cuero þá. Hann er eitthvað sérstakt — langt fyrir ofan það venjulega. Lesley lagði myndina milli tveggja nátt- treyja, horfði ofan í tómt koffortið og lokaði því. Svo spurði hún blátt áfram: — Mundirðu vilja giftast Fernando? — Er það nú spurning! Hvaða stúlka mundi ekki vilja það? — Ekki ég. Virginia hló uppgerðarhlátur. — Þú segir þetta eingöngu af því að þú veist að hann mundi ekki vilja líta við þér. Fernando hefir komist á efsta þrepið í sinni grein og hlýtur að græða ógrynni fjár. Og svo á hann sama sem alla San Feliz. Hugsaðu þér að verða drottning i spánskri höll! — Ég var að hugsa um hann sem eigin- mann. Hann er heillandi, en ég hugsa að hann yrði svo grimmur ef hann reiddist. Og Framhald í næsta blaSi. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. ¦— Póstbox 1411. HERBERTSprent. ADAMSON Tík Adamsons vekur tilhlýðilega athygll.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.