Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.11.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN f/ OLIKSR $y|STUR /J Spcnnandi framhaldssaga stígurinn sveigir upp brekkuna, kom hún auga á mann koma hlaupandi niður brekk- una. Hún sá ekki annað en hvítan smoking- jakkann, en fann á sér að þetta var Fernando. Hún hljóp á móti honum með öndina í háls- inum, en áður en hún gat komið upp nokkru orði þreif hann í axlir hennar og ruddi ein- hverju úr sér á spönsku. — Hvað eruð þér að gera hér? spurði hann svo. — Gat enginn fylgt yður heim? — Heim? hváði hún og vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. — Virginia sagði að þér væruð að drekka te hjá Pemberton. Borðuðuð þér ekki mið- degisverð þar líka? Hann starði yfir höfuðið á henni niður á þakið á kofanum, sem aðeins grillti í milli trjánna. — Það er óhugsandi að þér hafið verið svo mikið flön að sitja í allt kvöld í kofanum hjá Neville? Honum er að vísu sama um allt, en ég hélt samt að hann mundi ekki leyfa það. Hún sá að Fernando vissi ekkí neitt um hvernig á stóð. — Hvers vegna komuð þér hingað niður eftir núna! spurði hún. — Ég sá ofan af svölunum að Ijós var hjá Neville, og datt í hug, úr því að ég var hérna, að tala svolítið við hann um vinnuna. — Ég er að koma frá Neville ... Fingur hans klipu axlir hennar og hún kiptpist við og rak upp óp vegna sársaukans. — Gerið þér svo vel ... lofið mér að gefa skýringu ... Hún sagði honum frá samhenginu í mál- inu og Fernando var f ljótur að komast í ann- an ham. Hann tök hana í fangið og bar hana niður að kofanum. — Hve lengi hafið þér verið hjá honum? — Ég kom kringum klukkan fimm, og þá var hann með sæmilegu ráði. Hann reyndi að reka mig út, en ég neitaði að fara. — Já, því get ég trúað. En þér skuluð ekki kvíða neinu. Ég hefi séð hann í þessum sótt- köstum áður, og við þessu er ekkert að gera nema haida áfram þessu, sem þér hafið gert við hann. Fernando gekk að rúminu og laut niður að máttlausu andlitinu á koddanum. Hann tók hendinni um enni hans og brosti hughreyst- andi til Lesley. — Það er ekkert að óttast. Ég skal verða hjá honum í nótt, og á morgun er það versta afstaðið. Nú verð ég að fylgja yður upp í hús og biðja systur yðar afsökunar á að ég fer. Mig langar líka til að biðja yður um að Ijá mér nokkra svæfla. Þessi stóll er ekki bein- línis þægilegur. Enginn mundi haga sér jafn stillilega þó að eitthvað óvænt bæri að, eins og Fernando gerir, hugsaði Lesley með sér. Hann var svo ótruflanlegur að ekki varð betur séð en að hann hefði ekki gert annað en vaka yfir sjúkl- ingum með óráði all'a ævina. Er þau voru á leiðinni upp að húsinu spurði hann: — Hvað kom yður til að fara inn til Nevilles í dag? — Ég hafði ekki séð námuna lengi, svo að ég reið þeim megin. Og mér fannst ég ekki geta farið fram hjá kofanum án þess að berja á dyr. — Hvers vegna gátuð þér það ekki? Þér voruð ein. — Mér fannst það sjálfsagt. Ég hafði ekki séð Neville lengi. — Þér saknið hans kannske núna? — Sakna? — Hann kemur aðeins þegar hann er boð- inn — alveg eins og ég — er það ekki? — Jú, sagði hún hægt. — Eruð það þér, sem ráðið því? — Já, ég gerði það — samkvæmt tilmæl- um systur yðar. Hún hafði líka, alveg eins og ég, talsverðar áhyggjur af kunningsskap ykkar Nevilles. Hvorki mér né henni mundi falla vel, að þér fengjuð óheppilegan ráðahag. Við vorum sammála um, að Neville gæti aldrei gert yður hamingjusama. — Þið Virginia hafið sjálfsagt nóg að tala um, sagði hún kuldalega. Hann hristi handlegginn á henni. — Þér eruð svo uppstökk. Og svo tortryggin. Hvers vegna sögðuð þér ekki systur yðar að Neville væri veikur? Hún hlýtur að hafa orðið hrædd um yður þegar þér komuð heim áður en dimmt var orðið. Lesley langaði til að spyrja nokkurra spurninga upp á eigin spýtur. Hvers vegna fór Virginia svo dult með þegar hún var að bjóða Fernando heim? Hún hafði ekki minnst einu orði á að hann væri væntanlegur í kvöld. Var hún kannske hrædd um að Lesley myndi verða of aðlaðandi í heimasaumaða kjólnum sínum og verða hættulegur keppi- nautur. FERNANDO TEKUR STJÓRNINA. Þau voru komin inn í garðinn og Lesley stefndi að eldhúsdyrunum. En áður en þau komust svo langt kom Virginia auga á þau ofan af svölunum og kom hlaupandi. — Svo að þér funduð hana. Þessi upphróp- un var dálítið uppgerðarleg og Virginia gaut aðvörunaraugum til Lesley. — Góða, hvar hefir þú verið? Fernando byrjaði á langri skýringu og Lesley hlustaði þegjandi á hann og Virginia lagði andlitið í réttar fellingar, kvíðandi og spyrjandi og dálítið skelkuð. Það var undar- legt að þykja svo vænt um systur sína og fyrirlíta hana um leið, hugsaði Lesley með sér dauf í dálkinn. Hún sagði í styttingi um leið og hún hélt áfram: — Ég ætla að senda Salomon niður í kofann til að hjálpa til. Það eru hrein lök í neðstu kommóðuskúffunni og náttföt í þeirri efstu. ' Hún heyrði rödd Virginiu í myrkrinu bak við sig. — Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af Lesley, Fernando. Henni er órótt út af veikindum Nevilles og getur ekki leynt til- finningum sínum. Viljið þér láta mig vita ef það væri eitthvað, sem ég gæti gert. Lesley setti kaffi á hitabrúsa og lét Salómon hafa hann með sér niður í kofann. Svo fór hún að hátta og lá vakandi í myrkrinu. Hún heyrði að gestirnir fóru og faðir hennar Iæsti húsinu. Svo varð allt hljótt. Það var einkennilegt að hugsa til þess að Fernando skyldi vera svona nærri. Hvað skyldi hann taka fyrir í nótt? Skyldi hann fara út til að fá sér hreint loft og horfa á stjörnurnar? Hvað mundi hann hugsa um? Mundi hann hugsa um aflstöðina — eða spönsku eyjuna með fjöllunum og fossunum — eða um Virginiu? Líklega það síðasta, hugsaði hún beisk. Það varð langt þangað til hún sofnaði og þegar hún vaknaði var enn dimmt. Klukkan var hálf-f imm og hún f ór f ram úr og læddist fram í eldhús. Salómon hafði að venju búið allt undir morgunteið, og hún kveikti á stein- olíuofninum undir katlinum og fór inn í svefn- herbergið aftur til að klæða sig. Hún raðaði öllu vandlega á bakka og lædd- ist út í myrkrið með bakkann í höndunum. Við kofadyrnar nam hún staðar, hjartað barðist. Hún sá mjóan ljósgára milli tjaldanna, sem voru dregin fyrir gluggann. Hún beit á jaxlinn og drap á dyrnar. Fernando opnaði og tók við bakkanum án þess að láta á sér sjá að hann yrði hissa. — Mér datt í hug að yður þætti gott að fá te, sagði hún vandræðaleg. — Þökk fyrir. Þér viljið kannske hella í bollann fyrir mig? Hún leit á rúmið. Neville hafði tvo kodda undir höf ðinu. Það var kominn roði í andlitið á honum og hann svaf vært. Hún hellti í bollann og spurði: — Tvo mola, er það ekki? — Jú, þökk fyrir. Ekki mjólk. Hann tók við bollanum og horfði rólega á hana. — Ég drekk þetta te af þvi að þér voruð svo hugul- söm að koma með það. En þér megið ekki halda, að mér falli vel að þér séuð á gangi úti í myrkri með tebakka í höndunum. Þér ger- ið það í bestu meiningu, en stundum eruð þér ótrúlega hugsunarlaus. — Nóttin hlýtur að hafa verið óralöng hjá yður. Kannske hefðuð þér heldur viljað kaffi, en ... — Ég hefði helst viljað að þér hefðuð verið kyrrar þar sem þér voruð, sagði hann stutt. — I rauninn komuð þér aðeins til að sjá hvernig Neville liði, var það ekki? — Mér þykir vænt að honum líður betur. — Já, hann er betri. Hann talaði um yður í nótt. Fernando drakk teið og setti bollann frá sér. — Undir eins og hitinn lækkar, eftir svo sem tvo tíma — ætla ég að fara með hann til Kalindi. Þar getur hann hvílt sig. Vinnan hérna í námunni getur biðið þangað til verk- stjórinn kemur. — Kemur Neville ekki aftur? Hann yppti öxlum. — Hann getur ráðið því sjálfur. Hann sagði þetta rólega og alveg eins og honum stæði á sama. Og þá sagði hún án þess að líta upp: — Þér viljið sjálfsagt fá

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.