Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.11.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 morgunmatinn snemma. Komið þér upp í hús, eða á ég að láta senda yður hann hingað? Hann stóð upp, fór í jakkann og lauk upp dyrunum. — Við skulum fara. Ég ek til Kalindi og borða morgunverð og hefi fataskipti þar, og verð kominn hingað nógu snemma til að gefa Neville skammtana hans. Ég ek bílnum alveg að námunni, svo að hann þurfi ekki að ganga nema sem minnst. Þau gengu þegjandi upp stíginn. Hann hélt um handlegginn á henni en var kaldur og ó- vildarlegur. Hún sótti klút handa honum og beið meðan hann var að strjúka döggina af framrúðunni á bílnum. Þegar því var lokið sagði hann rólega: — Nú skuluð þér fara inn og sofa dálítið lengur. Kannske dreymir yður um Neville eins og hann dreymdi um yður. Hún varð sár og móðguð yfir breytingunni, sem orðið hafði á rödd hans. — Kannske, sagði hún ögrandi. — Þér eruð krakki og þrákálfur. Það gerir mér erfitt fyrir að vera vingjarnlegur við yður. — Ég vil ekki að þér séuð vingjarnlegur. Hún var með grátstafinn í kverkunum og barðist við að stilla sig. — Ég vildi óska ... — Já? sagði hann kuldalega. — Hvers vild- uð þér óska? Nú brást henni röddin og hún sneri sér undan, svo að hann skyldi ekki sjá, að hún var með tár í augunum. — Ég vildi óska að þér væruð venjuleg manneskja, sagði hún. — Að þér hefðuð óbrenglaðan skilning á öðru fólki. En þér eignist hann aldrei, vegna þess að yður falla aðeins þeir eiginleikar, sem eru í samræmi við eiginleika yðar sjálfs. — Þér hafið farið of snemma á fætur, senorita, sagði hann háðslega. — Ég er aldrei vanur að skylmast fyrir morgunverð. — Þér skylmist yfirleitt aldrei, sagði hún beisk. — Þér fáið það sem þér viljið án þess. Hún sneri sér frá honum og hljóp inn í húsið. Dagsbirtan kom fimm mínútum síðar, en þetta var ekki rauð sólaruppkoma á bláum himni. Himininn var grár og ógnandi, eins og stormur væri í aðsigi. HEIMSÓKN HJÁ PEMBERTON. Um miðja vikuna tók Lesley saman plögg sín og fór burt í bíl Bills Pembertons. Hún ætlaði að verða í Grey House nokkrar vikur. Eftir rokið mikla á mánudaginn var hafði veðrið verið heitt og breytilegt. Þétt ský komu sí og æ ofan úr f jöllum, og það rigndi nokkra klukkutíma á hverjum degi. Kalindi-áin var miklu meiri en hún var vön að vera á þessum tíma árs. Lesley leið vel á Grey Ridge. Sá staður var ^jreiumund y Hvar er veiðtdýrið? oft kallaður „opna húsið", og þegar það spurðist að Lesley Norton væri gestkomandi, komu margir hinna ógiftu vina Bills Pember- tons í heimsókn til að heilsa upp á hana. — Þeir eru að draga sig eftir þér, sagði Anna hugsandi. — Það er ekki nema eðlilegt, því að flestum er það eiginlegt að verða ást- fangnir þar sem peningar eru bak við. — Það eru engir peningar bak við mig, svaraði Lesley. — Þú getur sagt þeim það, og svo sjáum við hvernig fer. Anna leit upp frá borðinu á svölunum, þar sem hún sat og var að skrifa bréf. — Er þér alvara? Hefir faðir þinn ekki tekið frá ákveðna upphæð handa hvorri ykkur um sig? — Það getur víst enginn skilið, að hann veður ekki í peningum ennþá. Jörðin var ódýr, og við getum ekki gert okkur neina grein fyrir hvers virði námurnar eru, fyrr en Neville kemur aftur. Salan á eigninni gaf pabba það mikið í aðra hönd, að hann gat borgað skuldir sinar og haft fyrir brýnustu nauðsynjum, en við höfum alls ekki efni á að fara ógætilega með peninga. — Veit Virginia það? spurði Anna. — Já, vitanlega veit hún það. Hún hefir haft góða stöðu og hefir úr sínum eigin pen- ingum að spila. — Ég þori að veðja um að hún eyðir þeim ekki. — Hún hefir ekki vinnu núna, og verður að fara varlega með það sem hún hefir handa á milli. — Ég hugsa að hún sói epningum á þinn kostnað, Lesley. — Það gerir ekkert til, ef hún hefir gaman af þvi. Anna hleypti brúnum. — Virginia notar annan mælikvarða á hamingjuna en við ger- um. Hún þolir ekki að aðrir eigi betri daga en hún sjálf — hvorki f járhagslega eða hvað tilfinningalífið snertir, ef hægt er að orða það svo. — Tilfinningalífið? Virginia hugsar ekki um tilfinningar. — Ojú, víst gerir hún það. Hún er mjög áfram um að krækja í eftirsóknarverðasta piparsveininn í allri Mið-Afriku. Neville Madison kom í heimsókn síðdegis. Hann hafði lagt af, en að öðru leyti var hann samur og áður. Anna var úti, og hann og Lesley sátu inni í stofu og hann var að segja henni frá, að ef til vill færi hann til Amanzi með nýja verkstjóranum og yrði þar viku- tíma. — Eiginlega kom ég til að þakka þér fyrir ullarteppin og sítrónusafann, sagði hann brosandi. — Þú ert dugleg stúlka. Sá verður heppnismaður, sem fær þig. Hann leit kringum sig i stofunni. — Eigin- lega er það ótrúlegt hve vistlegt fólk maður getur haft kringum sig hérna úti í eyðimörk- inni. Það hefir ekki verið hollt fyrir mig að vera þarna hjá Fernando. Ég hefi ekkert haft að gera og húsið hans er svo skemmtilegt. Og nú sárkvíði ég fyrir að fara að eiga að liggja í tjaldi aftur. — Ætlarðu að halda því áfram til æviloka. — Nei, væna mín, ekki er það ætlun mín. Eftir fimm ár verður mér boðin staða við jarð- fræðastofnun, og vonandi verð ég ekki svo mikið flón, að ég afþakki hana. Hann yppti öxlum og spurði svo: — Langar þig til að koma og sjá kgotla, fund svörtu höfðingj- anna og hvítra manna? Hún Ieit spyrjandi á hann. — Getur hver sem er farið þangað? — Nei, því fer fjarri. Þetta er mjög hátið- legt. Nokkrir háttsettir menn frá Englandi koma, og verður tekið hátíðlega á móti þeim daginn fyrir fundinn. Fundurinn verður skammt frá Kalindi, svo að þessir höfðingj- ar verða gestir okkar. Formaður sendinefnd- arinnar gistir hjá Fernando nokkra daga eftir fundinn. Þeir hafa áhuga á að sjá hvernig aflstöðinni niiðar áfram. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiösla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. ADAMSON Hátíðleg burtför alvarleg ferðalok.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.