Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 3
] FÁLKINN 3 »Frænka veraldarinnar« — Eleanor Roosevelt Ekkja hins fræga Bandaríkjafor- seta, frú Eleanor, heldur ekki kyrru fyrir þó að hún sé farin að reskjast. Hún er jafnan á ferð og flugi um Bandaríkin, og þess á milli fer hún til útlanda. Sitalandi og sískrifandi. í haust fór hún til Rússlands. Sú ferð hefir varla svarað kostnaði, þó að frú- in fengi að vísu að tala við Krusjtjev. Því að meðan hún var i Rússlandi var Sputnik I. skotið upp í himin- hvolfið. Og þá gleymdu allir að nokk- ur frú Roosevelt væri til. Frú Roosevelt hafði ætlað sér að ráða rússnesku gátuna — kynnast Rússum og finna ráð til að ná sam- bandi við þá. Önnur kona hafði ætlað sér þelta áður. Það var lady Astor, sem gift var enskum hástéttarmanni og lét mikið til sín taka í enskum stjórnmálurn um skeið. Hún fór til Rússlands með Bernhard G. Shaw og fleirum kunnum menningarfrömuðum vesturþjóðanna. „Hvað skyldi Stalin hafa sagt, þegar hann sá þcnnan zig- aunahóp?“ skrifaði Winston Churc- ■hill á eftir. Stalin sagði ekki margt markvert og varð alveg klumsa þegar lady Astor spurði hann: „Hvenær ætlið þér að hætta að liöggva hausinn af fólki, lierra Stalin?“ Lady Astor var amerisk, og kannske er þessi bersögli einkennandi fyrir Ameríkumenn. Frú Roosevelt liefir skrifað um fólk, sem liún hitti meðan hún var forsetafrú, og er víða bersög- ui og hvassyrt. Hún finnur t. d. að því að þáverandi krónprinsahjón Dana (núverandi konungslijón) liafi verið áhugalitil um að kynnast ame- riskum stofnunum cr þau voru fyrir vestan. Frú Roosevelt er áhugasamur blaða- maður og skrifar í hvert blað af „MacCall Magazine“. Þar er hún „Bréfakassa-frænka“ blaðsins og svar- ar alls konar spurningum frá lesend- unum. Þykir hún gera það vel og skemmtilega. Ifenni er ekkert mann- legt óviðkomandi og hún er iðandi af áhuga á þjóðfélagsmhálum og sam- borgurum sínum. Og fyrst nú síðan hún varð ekkja, getur hún gefið sér tíma til að sinna þessum áhugamálum. Hún átti gleði- snauða æsku, og síðar livildi á henni þung byrði, er hún varð forsetafrú — lengur en nokkur önnur kona i Banda- ríkjunum. Hún þótti heldur ólánlegur unglingur og naut ekki góðs atlætis á uppvaxtarárunum. Allir urðu for- viða á því að hinn glæsilegi ungi maður, Franklin Delano skyldi vilja hana! Fyrri heimsstyrjaldarárin sat liún ein heima með börnin, þvi mað- urinn hennar var i sífelldum ferða- lögum fyrir stjórnina. Síðan fékk hann lömunarveikina og aðalstarf hennar var að hjúkra honum. Og næst koniu húsmóðurstörfin í Hvíta hús- inu. Þegar Roosevelt féll frá rétt undir striðslokin, fann frú Roosevelt vel, að bún hafði orðið að láta margt af því sitja á hakanum, sem hana langaði mest til að starfa að. Og nú tólc hún að sér allar þær trúnaðarstöður sem hún kornst yfir og ihana langaði til að vinna fyrir. Hún varð formaður „American Association for the United Nations". Og hún var kosin í mann- réttindanefnd UNO, og ferðaðist fyrir Sameinuðu þjóðirnar um allar lieims- álfur og hélt fyrirlestra . Undir for- setakosningarnar liafði hún sig mikið i frannni, og hélt stundum tuttugu ræður á dag. Og þegar hún er heima fer mikið af deginum i að taka á móti alls konar sendinefndum og blaða- mönnum, sem vilja Ijá málefnum hennar fylgi. En í tómstundum á kvöldin hefir hún lesið skáldkonunni Jeanette Eaton fyrir ævisögu sína. Bókin lieit- ir: „Eleanor Roosevelt sendiherra góðviljans". * Nyndir ðr »Vsogstýfðum englum« Sýningar Menntaskólanema á gamanleiknum „Vængstýfðum englum" eftir Sam og Beilu Spewack hafa hlotið ágæta dóma og skemmt leikhúsgestum vel. Leikstjóri er Benedikt Árnason. — Myndin til hægri er af „englunum þremur“. Talið ofan frá: Ólafur Mixa (Alfreð), Þorsteinn Gunnarsson (Jósep) og Ómar Ragnarsson (Júlíus). — Myndin að ofan er af Ragnari Arnalds (Henrik), Þorsteini Gunnarssyni (Jósep), Sigurði St. Helgasyni Felix). HKESSANTU COLA DMKKUR (sp~ur\ $ane J)ovell endurfcedd Fyrir sex árum sagði Jane Powell: „Gallinn á mér er sá, að ég get notað bæði hendur og fætur en ekki haus- inn.“ Fyrir fimm árum varð liún skærasta stjarnan lijá Metro-Gold- wyn-Mayer. Fyrir fjórum árum fór hjúskapur hennar og Geary Steffens að verða laus í böndunum. Fyrir þrem árum lék hún enn áferðarfallegar ung- meyjar hjá MGM þó að hún grátbændi um að fá veigameiri hlutverk. í árslok 1954 giftist hún Pat Nerney — og fyrir tveim árum var hún at- vinnulaus kvikmyndaleikari. MGM hafði enga gamanleiki handbæra og treysti henni ekki til að leika annarrs konar hlutverk. Og í soptember sama ár var hún, samkvæmt beiðni sinni, leyst frá samningum við félagið. Hún átti enn óleiknar þrjár mynd- ir fyrir MGM, og félagið fékk hana til að skuldbinda sig til að leika í einni rnynd á ári í þrjú ár. Liði eitt ár svo, að félagið hefði enga mynd, sem hent- aði henni, féll skuldbindingin um eitt ár niður. Frú Nerney þótti þetta kostakjör, liún átti von á þriðja barn- inu um þær mundir, og á fyrra árs- helmingi 1956 var hún aðeins „heima- verandi húsmóðir“. MGM hafði ekk- ert verkefni lianda henni og Jane og Pat ráðgerðu að fara í skemmtiferð til Afríku. Síðan „Allir á þilfarið!" var leikið 1954 hafði Jane ekki staðið frammi fyrir kvikmyndavél, og ekki gert neitt til að minna á sig, nema hvað ihún sýndi sig i náttklúbbum. Og flestir héldu að leikferill hennar væri á enda. En daginn áður en hún ætlaði að leggja upp til Afríku fékk hún tilboð frá RKO. Förinni var frestað og Jane lék í léttum söngleik, sem heitir „The Girl Most Likely“, sem þykir prýði- leg mynd. Og svo kom skriðan: Jane á að lcika i þrem myndum fyrir RKO, hefir samið um grammófónsöng og plötur liennar renna út. Ein þeirra dæmdist vera ein af tíu vinsælustu plötunum, sem komu út í Bandaríkj- unum í fyrra. Hún heitir „True Love“. Jane Powell hefir laglega rödd, dansar ágætlega og hefir greind til að leika alvarleg hlutverk svo vel sé.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.