Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 15

Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 RAY- olíabrcnnarar í öllum stærðum 09 gerðum Elding Tmding CompAng h.f. William Foster & Co í Lincoln, Englandi, smíðuðu íyrsta skriðdrek- ann í iheiminuin. Var hann kallaður „Litli Villi“ og prófaður í september 1915. En liyngsta skriðdreka, sem not- aður liefir verið í hernaði, smíðuðu Þjóðverjar. Hann vóg 67 smálestir. —O— Lengsta strið, sem háð hefir verið í heiminum var 100 ára stríðið svo- nefnda, milli Englands og Frakklands, sem stóð frá 1338 til 1453, eða 115 ár. En ef krossferðirnar eru taldar citt strið, ná þær yfir lengri tíma, eða 195 ár. Fyrsta krossferðin stóð árin 1090—1104 og sú níunda árin 1270— 1291.— Síðari heimsstyrjöldin, 1939—- ’45 var lang-mannskæðasta styrjöld sögunnar. Telst svo til að 22.060. 000 manns hafi látið lífið en 34.300 000 særst. — Síðari styrjöldin kostaði Breta yfir 34.500 milljón pund, eða nífallt meira en heimsstyrjöldin 1914—-’18. —O— Enginn reyfari, sem nokkurt matar- bragð er að, kemst hjá þvi að nefna Browning- eða Colt-skammbyssur í samhandi við bófana. Browning sá, sem skanmibyssan er kennd við, dó 1926, en var fæddur 1855 og starfaði lengi hjá Colt-vopnasmiðjunum i Hartford. Árið 1899 fékk hann einka- leyfi á sjálfhlaðandi skammbyssu. Faðir hans var vopnasali og John M. Browning fékk sem barn mikinn áhuga á skotvopnum. Hann var ekki nema 13 ára þegar hann smið- H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Aðolfundur Aðalfundur Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundar- salnum i húsi félagsins i Reykjavík, laugardaginn 7. júni 1958 og hefst kl. 1.30 eftir hádegi. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoð- aða rekstursreikninga til 31. des. 1957 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu árs- arðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda i stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og um- boðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 3.—5. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins i Reykjavík. Ósk- að er eftir að ný umhoð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins i hendur til skráningar, ef unnt cr, 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 28. maí 1958. Reykjavik, 10. janúar 1958. STJÓRNIN. aði byssu sjálfur úr ýmsum úrgangi, sem hann fann í verslun föður síns. Árið 1879 fékk hann einkaleyfi á balt- hlaðningi og 1884 á byssu, sem hlóð sig sjálf. —O— Allir kannast við Singer-saumavél- arnar, sem enn þykja mestu þarfa- þing og eru viðurkenndar fyrir gæði, þó að þær eigi marga skæða keppi- nauta. Maðurinn, sem þær eru kennd- ar við, hét Isaac Meritt Singcr og dó árið 1875, 64 ára gamall. Elias Howe hafði smiðað saumavél en ekki tekist að framleiða hana i stórum stil. Singer notaði sér fyrirmynd Howes en enduúbætti hana á margan hátt og stofnaði árið 1851 „The Singer Manufacturing Co.“ i New York og varð það stærsta fyrirtækið i sinni grein. Howc höfðaði mál gegn Singer og vann það. Var Singer dæmdur til að greiða Howe ákveðið gjald af hverri vél, sem hann smiðaði. —O— Fyrstu lýsingarnar á skipi eru frá Egyptalandi og eru 4000—5500 ára gamlar. Skipin, sem þar segir frá voru með mörgum árum á hvort borð og með seglum, og voru notuð til vöru- flutninga á Miðjarðarhafi. —O— Jean Francois Gravelet, sem gekk undir nafninu Blondin, er frægasti línudansari allra alda og frægastur varð liann fyrir að ganga 1100 feta langan kaðal, þriggja þumlunga gild- an, yfir Niagarafossa. Hann gekk sið- ar yfir fossinn með aðstoðarmann sinn á bakinu. Afrek þetta vann hann fyrir nær hundrað árum, 30. júní 1859 og var þá 35 ára. Blondin ‘dó árið 1897. —O— Enrico Rastelli var um eitt skeið frægasti sirkusmaður, sem sögur fóru af. Hann vann það sér til ágætis að geta haft tíu bolta eða átta diska á Jofti samtímis og gripið þá á lofti. Rastelli dó 1931, aðeins 35 ára gamall. Minnhið viðhaldshostnaðinn notið VEEDOL Joh. Ólafsson & Co. Hverfisgötu 18. — Reykjavik.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.