Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 að stilla hann, því að hún vissi aö það var vonlaust að ætla sér að etja kappi við tvo vopnaða menn. ÞEIR drápu uxana fjóra og kýrnar. Við fengum að halda kálfunum og hestunum. Pabbi stóð nötrandi og horfði á. og það var líkast og skotin ihittu liann en ekki skepnurnar. Mamma stóð með Abner litla á hand- leggnum og hafði ekki augun af mönnunum. Þegar þeir höfðu full- komnað níðingsverkið gekk hún fram fyrir þá. — Nú getið þið verið hreyknir af góðu dagsverki, sagði hún. Og nú get- ið þið farið. Segið guði yðar, Ed Sparks, að þið hafið framkvæmt skip- un hans og að Bascom-fjölskyldan muni ekki ónáða hann í ríki hans. Segið honum að þið hafið slcilið eftir mann, rúinn inn að skyrtunni, grama konu og fimm ógæfusöm börn. Guð- inn ykkar Verður sjálfsagt upp með sér af ykkur. Ég vona að minn guð fyrirgefi ykkur. En mamma lét ekki bugast af þessu. Hún sagði við mig yfir morgunmatn- um, daginn eftir: — Þú leggur á báða liestana, Oliver, undir eins og þú ert húinn að borða. Pabhi ætlaði að segja eitthvað, en hún tók fram í: — Ég hefi aldrei beðið þig um að gera neitt rangt, Dave. Þú veist það. Mennirnir tveir konm úr áttinni, sem við fórum í, svo að þeir geta ckki verið langt undan. — Hvað er þér í hug, Nellie? sagði pabbi. — Ég veit að hérna skammt undan er maður, sem beitir Ed Sparks, og ég ætla að leita hann uppi og láta hann borga uxana og kýrnar. — Ertu gengin af göflunum? Það er karlmannsverk en ekki konu. — Þú getur ekki gert að því að þú ert handlama, Dave. Þess vegna ætla ég að gera þetta. Leggðu á hestana, Oliver, og svo skaltu binda langa iér- eftspokann við hnakkinn. Þú kemur með mér, því að þú crt elstur. Ég spennti pokann við hnakkinn og við mamma fórum á bak. — Gættu vel að drengjunum meðan við erum i burtu, Dave. Við komum hráðum aftur. ÞETTA var versta reiðferðin sem ég hefi nokkurn tíma verið í. Hitinn var eins og í bakaraofni og ég var hug- sjúkur út af þvi, sem á dagana mundi drífa. Ég gat ekki hugsað mér annað en að þetta mundi kosta líf okkar bcggja. Við áðum við vatnsból til að láta hestana bíta, og fengum okkur bita. Og svo héldum við áfram þangað til við komum auga á niörg hús í fjarska. Þetta var livorki kauptún né 'þorp, það var einna líkast stórum húgarði, og aðcins eitt liúsið stóð við veginn. Hitt voru íbúðarhús, hlöður, skemm- •ur og önnur útihús. Báðum megin vegarins voru gripagirðingar, og þar munu hafa verið að minnsta kosti fimrn hundruð skepnur. Ég býst við að mamma liafi hugsað til veslings kúnna okkar er hún sá þennan stóra hóp. Þegar við komum nær sáum við stórt spjald yfir dyrum hússins við veginn, og á því stóð: „Drivers Rest. — Eigandi Ed Sparks“. Þetta var Stórt hús einlyft og mikill útskurður á framihliðinni, og ég gat mér þess til að það væri þetta hús, sem menn- irnir liöfðu kallað „stærstu drykkju- krána á þessum slóðum“. Margir hest- ar voru bundnir fyrir utan húsið og líklega var fjölmennt inni. Við mamma fórum af baki og ég batt þá, en á meðan tók liún umbúð- irnar af langa léreftsstranganum. Þarna kom þá gamla iiaglabyssan hans pabba, og nú stakk hún skoti i hvort hlaupið og við fórum inn. Maðurinn fyrir innan horðið varð fyrstur til að koma auga á okkur. Lafandi kamparnir sperrtust eins og veiðikampar á ketti, og augun störðu, cins og þau tryðu ekki því sem þau sáu. — Hvar er Ed Sparks? spurði mamma og rödd hennar skar gegnum allan hávaðann i drykkjustofunni. Allir sneru sér að okkur og allir höfðu skammbyssu við mittisólina. — Ég var að spyrja og ég krefst svars, hélt hún áfram fastmælt. — Hvar er Ed Sparks? — Ja ... ja ... sagði maðurinn við afgreiðsluborðið. — Ég held að liann sé heima. Ef hann þá ekki ... — Sækið hann undir eins, sagði mamma. — Og þið hinir standið kyrr- ir og fleygið beltunum með skamm- byssunum á gólfið! Ef nokkur kemur nær mér en tiu fet, skýt ég gegnum heilann á honum. Hún sagði þetta þannig, að ég varð agndofa af lirifningu. Ég leit til lienn- er og sá að augu hennar skutu neist- um. Og þeir fengu beyg af henni. Hver eftir annan losaði heltið og lét það detta niður á gólfið. Maðurinn við diskinn flýtti sér út um bak- dyrnar. 1 þrjár—fjórar minútur var grafhljóð i knæpunni, og þegar Ed Sparks kom inn, leit enginn við til að heilsa honum. Hann var betur búinn cn síðast. í bnrgundarrauðum frakka, ljósgráum buxum og mjallhvítri skyrtu. Hann reykti langan og mjóan vindil, og andlitið var dökkt, við hvitu skyrt- una. Hann tók vindilinn lir munnin- tim og færði sig nær okkur. Mamrna hélt byssunni framundan sér og sagði: — Þér eruð kominn nógu nærri mér, herra Sparks! Hún sagði þetta rólega en hann nam staðar. — Ég er Dave Bascom, hélt bún áfram. — Þér skuldið mér, manninum mínum og börnunum fjóra uxa og tvær mjólkurkýr. Ég er komin hing- að til að taka á móti andvirðinu. Ed Sparks horfði hugsandi á hana og bjóst viÖ að hún mundi segja meira. — Hraustmennin yðar tvö unnu verk sitt frækilega. Þeir skutu vesl- ings skepnurnar fyrir augunuin á okkur til að svala grimmdareðli sínu. Nú borgið þér mér annaðhvort skaða- bæturnar eða ég skýt allt i tætlur hérna. Spegilveggurinn þarna og fal- lega ljósakrónan hefir vafalaust kost- að meira en veslings skepnurnar okkar. — Já, það er áreiðaniegt, muldraði Ivd Sparks. Nú varð mamma loksins skjálf- rödduð. — Það kostar yður peninga en ekki sorg. En við hörmuðum skepnurnar okkar þegar þær voru skotnar fyrir augunum á okkur. Nú varð löng ])ögn. Ed Sparke stakk upp í sig vindlinum, en eldurinn var úr honum. Hann roðnaði. Svo sneri hann sér að einum gestanna. — NáiS þiS i Harvey og Keene, sagði hann liarkalega. — Þeir eru úti í girðingu. Notið skammbyssurn- ar ef með þarf. Svo sneri hann sér að mömmu og nú virtist öll harka vera úr honum. — Frú Bascom, sagði hann. — Yður er óhætt að leggja frá yður byssuna. Það sem vinumennirnir minir hafa gert, er án vilja míns og vituridar, og þér skuluð fá fullar skaðabætur. Manuna deplaði augunum þegar Ed Sparks rétti fram höndina og tók byssuna af henni. Honum varð litið á skothylkin í hlaupunum og.nú föln- aði hann. í sömu svifum konni Jarvey og Keene inn dyrnar, og nú miðaði Sparks byssunni á þá. — Þið fenguð kaupið ykkar í gær, sagði hann. — Leggið það hérna á borðið! — Þeir litu livor á annan og siðan á mömmu og mig. — Við gerðum okkur þetta til gam- ans, Ed, sagði annar þeirra. — Þér sögðuð að plógurinn mætti ekki snerta yðar landareign, en það gerði hann. Við vorum bara ... En svo þagnaði hann því að Ed Sparks rak byssuhlaupið i magann á lionum. — Minnist þið ekki á gaman við mig, annars koma heilasletturnar úr ykkur á þilið, sagði hann. — Þegar þið komuð hingað og báðuð um vinnu, sagði ég ykkur að ég mundi ekki líöa ykkur neinn hrottaskap, og mér var alvara. Þið tókuð ykkur bessaleyfi í gær og sviptuð fátæka fjölskyldu aleigu sinni. Nú skuluð þið missa al- eigu ykkar. Skilið öllum peningunum ykkar þarna á borðið. Hvert einasta cent. Og snautið þið svo á burt! HANN miðaði á þá byssunni nieðan þeir voru að tæma vasa sina. Það var mikið fé, sem úr þeim kom. — Hérna eru skaðabæturnar yðar, frú Bascom, sagði Sparks. — Þér eigið þetta allt. Svo sneri hann sér að syndurun- um tveimur, sem stóðu skjálfandi. — Burt með ykkur! sagði liann og rödd- in var hvöss eins og rakhnifur. .— Og komið aldrei aftur, þvi að þá sýni ég ykkur í aðra heima. Þeir laumuðusl út í flýti, og eftir nokkrar sekúndur heyrðum við þá spretta úr hlaði. Ed Sparks sneri sér að mömmu, sem var farin að gráta. Ilún haföi tek- ið höndunum fyrir andlitiö, og hann rétti henni hvitan vasaklút. — Það væri freistandi að segja, að þorparar ráði þorpara i þjónustu sína, sagði hann. — Harvey og Keene gerðu þetta án míns leyfis, en þeir voru i minni þjónustu, og ég tel mig bera ábyrgð á gerðum þeirra. Þér skuluð ekki bíða neitt tjón af þessu, frú Bascom. — Hvers vegna gerðuð þér þetta? sagði mamma og liætti að gráta. — Við héldium að þér legðuð ‘fæð á okkur. Ed Sparks hristi höfuðið, og nú kom þreytusvipurinn á hann aftur. — Þegar ég talaði við ykkur fyrir utan Middletown ætlaði ég að hræða ykkur, sagði hann. — Það var allt og sumt. Ég ætlaði að neyða ykkur til að halda áfram til Langadals og hindra að þið hættuð ferðinni þang- að til þið væruð kornin alla leið, þvi að á leiðinni gátuð þið mætt mörgum álíka mönnum .og Harvey og Keene. Og ég vildi ekki að þið yrðuð fyrir þvi. Svo sneri hann sér að mér og sagði: — IJngi maður, riddu til baka og segðu föður þínum að ég skuli láta senda fjóra uxa og tvær kýr til hans í áfangastaðinn ykkar, fyrir skepn- urnar sem þið hafið misst. Ég tók eftir að hann deplaði aug- unum er liann hélt áfram: — Þú getur lika sagt honum, að ég skuli senda tvo riöandi nienn með ykkur í Langadal, svo að þið þurfið ekkert að óttast á leiðinni. Mig langar ekki til að liorfa inn í byssulilaup aft- ur, svo að ég vona að móðir þín fái ekki ástæðu lil að miða á mig oftar. Góða frú Bascom, ég vona að þér og sonor yðar komið heim með mér og fáið að borða áður en þið farið. Þetta var það síðasta sem ég heyrði, þvi að ég fór ekki með honum heim. Mamma borðaði hjá honum og kom siðan og tveir menn frá Sparks með henni. En ég flýtti mér á bak og reið eins og fantur til að segja pabba frétt- irnar sem fyrst. En þessi atburður varð til þess að ég varð uppkominn maður á einum degi. * Bilasmiðjurnar General Motors eru stærsta atvinnufyrirtækið í heimi. Árið 1953 seldi firmað bila og ýmis- legt annað fyrir 10.028 milljónir doll- ara, þar á meðal 3.760.000 bíla. Hlut- hafarnir í fyrirtækinu eru 494.632. Bilategundirnar, sem firmað fram- leiðir eru Clievrolet, Oldsmobile, Buick, Cadillac og Pontiac, en auk þeirra framleiða General Motors ýmis konar heimilisvélar, kæliumbúnað í hús, kæliskápa, dieselvélar og lireyfla i flugvélar. Firmað framleiðir í Eng- landi Vauxliall og Bedford bifreiðar og Frigidaire kæliskápana. Opel-bif- reiðarnar i Þýskalandi og Holden bif- reiðarnar í Ástralíu. Starfsfólk þeirra var að jafnaði 576.667 manns, árið 1953, þar af 385.929 i Bandarikjunum. General Motors hyrjaði að smíða bíla árið 1908, en 23. nóv. 1954 var bifreið nr. 50.000.000 fullgerö i smiðjunum. —O— Stærsti íþróttavöllum í heimi er Strahov-Stadion í Praha, sem var full- gerður 1934. Þar geta 40.600 fimleika- menn sýnt samtímis og áhorfenda- plássið rúmar 240.000 manns. Það var með tilliti til hinna frægu Sokol-leik- fimisýninga, sem þessi leikvöllur var gerður. — Stærsti leikvangur fyrir knattspyrnu heitir Maracanja Stadion og er i Rio de Janeiro í Brasilíu. Þar er hæfilegt pláss fyrir 150.000 áhorf- endur, en þegar landsleikurinn fór fram milli Brasilíu og Jugóslaviu 1. júli 1950 var 200.000 áhorfendum hleypt að. Milli vallarins og áhorf- endaplássins er 9 feta breitt síki, til að verjast þvi að áhorfendur ryðjist inn á völlinn. —O— Nákvæmasta og margbrotnasta klukka i heiriii er Olsensklukkan svo- nefnda í ráðhústurninum í Kaup- mannahöfn. 1 henni eru yfir 14.000 stykki og var tíu ára verk að smíða hana. í klukkunni er hjól, sem hreyf- ist svo hægt, að það verður 25.700 ár að komast eina umferö. —O— Svarti-dauðinn, sem gekk yfir Ev- rópu 1347—1351 er talinn mannskæð- asta drepsóttin sem gengið hefir í heiminum. Um 25 milljónir manna hrundu niður i Evrópu, sem þá var margfalt mannfærri en nú og á Bret- landseyjum dóu 45 manns af hverju hundraði. í spönsku veikinni, sem gekk frá septcmber til nóvember 1918 fórust 21.640.000 manns. —O—

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.