Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
Snemma morguns í september kom-
um við i kauptúnið Middletown i
Kansas, í miðri preríunni, en hún var
kringum 5 þúsund fermílur enskar. í
aðalstrætinu voru einkum drykkju-
krár og spilavíti, og framhliðar hús-
anna þannig úr garði gerðar, að þau
virtust liærri en þau voru. Karlmenn
í reiðstigvélum örukuðu um moldar-
götuna og kvenfólkið liélt upp pilsun-
um til þess að skíta þau síður út.
Fjórir hvítu, stóru uxarnir vöktu at-
hygli ihvar sem við fórum um toæinn,
og það gerði lika gríðarstóri Censtoga-
vagninn, sem þyrlaði upp jóreyk á
báðar 'hliðar.
Við fundum þarna stóra verslun og
fórum þar inn til að kaupa kaffi,
mjöl og aðrar nauðsynjar, þó að verð-
lagið væri gífurlega hátt. En við urð-
um að kaupa þetta, því að við vorum
orðin vistalaus, eftir nokkurra mán-
aða ferðalag í uxavagninum. Það var
hálfgert kvalræði fyrir okkur fimm
strákana, sem höfðum iifað á einhæf-
um mat — kanínum, baunum og
pönnukökum — að stara gljáandi aug-
um á glerstampana i glugganum,
sneisafulla af brjóstsykri.
Patobi spurði kaupmanninn um land-
ið þarna fyrir vestan, en hann græddi
lítið á svörunum. Gamli maðurinn,
sem liafði strigapoka fyrir svuntu,
starði yfir þvera búðina á nokkra
kúreka, sem gláptu á okkur fjölskyld-
una og virtust vera forvitnir um okk-
ur, þó að við værum ekki mikil fyrir
menn að sjá.
Gamli maðurinn leit á hægri hand-
legg föður míns og sagði:
— Er það slæmt?
— Já, víst er það slæmt, svaraði
pabbi, án þess að minnast á að hann
hafði fengið kúlu i handlegginn, er
hópur nautaþjófa höfðu ráðist á tjöld
landnemanna. Hann rétti honum tíu
cent og sagði:
— Láttu mig fá eins mikið af brjóst-
sykri og liægt er fyrir þetta. Brjóst-
sykur og drengir eiga saman.
Ég var eldri en bræður minir, svo
að ég vissi hve mikið okkur munaði
um tíu cent, en samt Ihýrnaði yfir
mér við þetta.
Þegar við höfðum lokið við að
versla héldum við áfram, og þegar
við vorum komin hálfa mílu út fyrir
kauptúnið náðu þrír riðandi menn í
okkur — þeir tveir, sem höfðu verið
að glápa á okkur í búðinni og einhver
sá þriðji, hár vexti. Hann var vel til
fara og reið fallegasta brúna hest-
inum, sem ég hefi séð. Þeir riðu fram
fyrir okkur og lokuðu leiðinni.
Pabbi reið á undan og ég hægra
megin. Bræður mínir fjórir sátu inni
i vagninum hjá mömmu.
— Hvert eruð þið að halda? spurði
stóri maðurinn.
— í Langadal.
— Það eru -hundrað mílur þangað.
Haldið þið að þið komist það?
— Því ekki það? Við höfum góða
uxa, nóg nesti og allt sem við þurfum.
Stóri maðurinn horfði á patoba.
Hann var myndarlegur, en röddin var
þreytuleg er hann hélt áfram:
— Þá komist þið þangað. Þetta land
s<em þið komið i eru grasvellir, sem
aldrei hafa kynnst plógi. Þegar þér
eruð kominn yfir fjallið getið þér
sest að hvar sem þér viljið, en ekki
hérna. En ef þér hafið plóg meðferð-
is verðið þér að gæta þess að láta
hann ekki snerta land hérna megin
fjallgarðsins.
— Hvers vegna haldið þið nauta-
bændurnir að þið einir eigið landið
hérna? spurði mamma. — Við ágirn-
—- Sækið hann undir eins, sagði mamma. — Og þið hinir standið kyrrir og fleygið beltunum ineð skamm-
byssunum á gólfið ...
umst ekki meira en dálítinn skika,
sem við getum lifað á og gert dreng-
ina okkar að góðum mönnum. Okkur
langar ekki til að taka neitt frá nein-
um. Á leiðinni höfum við hitt gott
fólk, sem hús hafa verið brennd of-
an af og uppskera þess eyðilögð, af
því að það hypjaði sig elcki á burt
þegar nautabændurinir komu.
Ég tók eftir að stóri maðurinn
horfði á mömmu. Þrátt fyrir allt
moldrykið gat engum dulist hve fríð
hún var, og hún talaði fallegt siðaðra
manna mál.
— Þvi miður er þetta svona, frú,
sagði hann. — En ef þið jarðyrkju-
hændurnir náið fótfestu á graslend-
inu verður þetta eins og preríubruni.
Hundruð manna koma í kjölfar ykk-
ar, og eftir tiu ár er engin beit eftir
handa fénaðinum okkar.
— En ekki eigið þér þetta land?
sagði mamma. — Það er allra eign,
stjórnin hefir gefið það fólki, sem
vill setjast hér að og byrja nýtt líf.
— Frú, sagði hann — maður á það,
sem maður getur haldið fyrir öðrum.
Ef fjölmenni safnast hingað verða
gripirnir okkar að vikja fyrir plógn-
um og allt verður öðruvísi. En áður
en það skeður verður miklu grasi
breytt í kjöt, það skuluð þér vera
viss um.
Hann veifaði hendinni til hinna
tveggia, og svo þeystu þeir allir af
stað, i sömu átt og vð ókum.
Þegar við háttuðum okkur um
kvöldið og vorum að borða kanínur
ng baunir, hvislaði Sarnúel að mér:
— Sástu að þeir höfðu byssur?
Heldurðu að þeir hefðu skotið hann
pabba, ef hann hefði andmælt þeim?
Mér brá við. Mér fannst kaldur
gustur leika um bakið á mér, svo ég
fór að skjálfa.
Daginn eftir bilaði hjól á vagnin-
um, og við urðum að setjast um kyrrt
og gera við það. Sem betur fór var
lækur þarna hjá okkur og nóg gras
handa skepnunum, en það voru ux-
arnri fjórir, tvær mjólkandi kýr,
kálfur og hestarnir tveir, sem við
pabbi riðum.
Pabbi var lítt verkfær vegna hand-
leggsins, svo að það var mamma og
við Samúel, sem urðum að gera við
hjólið. Það var komið i lag um kvöld-
ið, en þá var orðið of seint að halda
áfram. Þegar við höfðum lokið við
að borða horfði pabbi út á götuslóð-
ann.
— Þarna er mikill jóreykur, sagði
hann. — Það getur verið einn maður,
en líka heill her, moldin rýkur svo
mikið núna. Það er best að þið dreng-
irnir farið allir og gætið að skepn-
unum, því að þeir staðnæmast vafa-
laust hérna.
Ég fór með fjórum bræðrunum mín-
um niður að læknum en læddist svo
tilbaka. Ég sá að mennirnir tveir sem
komu, voru þeir sömu sem verið höfðu
með stóra manninum daginn áður.
— Ég sé að þið hafið ekki hlýtt
skipuninni, sem ykkur var gefin,
sagði annar þeirra önugur. — Ykkur
var bannað að láta plóginn snerta
moldina í þessari sveit.
— Við urðum að taka liann af vagn-
inum meðan við vorum að gera við
lijólið, svaraði pabbi. — Við höldum
áfram í fyrramálið.
— Sá þykir mér góður! sagði ann-
ar maðurinn við hinn. — Sagði ekki
Ed Sparks að plógurinn mætti ekki
snerta jörðna fyrr en hann væri kom-
inn út úr landareigninni hans?
— Jú, það sagði hann, svaraði Har-
vey. — Hvað eigum við að taka til
bragðs. Ed Sparks lætur sér ekki líka,
að vaðið sé ofan í hann.
— Ed Sparks! Ed Sparks! sagði
mamma. — Er hann eins konar guð
ykkar?
Sá sem fyrr hafði tekið til máls
tók ofan hattinn og hneigði sig djúpt
fyrir mömmu af hestbaki.
— Hann er foringinn okkar hérna,
og allir verða að haga sér eftir þvi,
sem liann skipar fyrir. Hann á flesta
gripina, stærstu’ drykkjukrána, marga
riddara og margar byssur, og hann
sættir sig aldrei við að honum sé ekki
hlýtt. Og þið verðið að taka afleið-
ingunum eins og aðrir. Komið þér
með okkur til gripanna ykkar, bæði
þér og konan yðar.
— Hvað liafið þið hugsað ykkur
að gera? spurði pabbi rólega. — Ef
þ'ið ætlið að gera skepnunum einhvern
óskunda þá er mér að mæta.
— Hægan, hægan. Dave, sagði
mamma og klappaði honum á hand-
legginn. — Þeir ætla bara að athuga,
að við höfum ekki gert neitt fyrir
okkur.
Ég vissi að pabbi var hugaðasti
maðurinn í heimi, en mamma reyndi
Þar giltu engin lög nema skotvopn. Og hvernig átti veik kona
aö bjargast þar? — Móðir mín gerði það!