Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
Jngrid 'Bergman■
Ég afplána enga refsingu
ROBERTINO FÆÐIST.
Robertino Rosselini kom inn í til-
veru mina árið 1949. Hann var heitur
og örgeðja. Þegar ég var með honum
var ég livorki einmana né feimin —
í fyrsta sinn. Allir vita hvað siðan
gerðist.
Ég hafði gifst kornung Peter Lind-
ström lækni og við áttum dóttur, Píu,
sem var tíu ára þegar ég kynntist
Rossellini. Þremur árum áður hafði
ég farið fram á það við manninn minn
að fá skilnað — í fimrn löndum, en
það varð árangurslaust. Ein ástæðan
var sú, að Louella Parsons — ein af
blaðurskrifurunum í HoRywood —
hafði sagt frá því að ég væri orðin
ólétt, þó að ég væri skilin við mann-
inn minn að borði og sæng.
Robertino fæddist i Margherita-
stofnuninni í Róm. Meðan ég lá þar
var sjúkraliúsið heinlínis umsetið af
blaðamönnum og ljósmyndurum, sem
börðust við lögregluþjónana og nunn-
urnar i göngunum og reyndu að múta
prestunum til að fá einkaleyfi á frétt-
unum af mér. Þann 9. febrúar 1950,
viku eftir að Robertino fæddist, fékk
ég loks skilnað i Mexico. Fyrri mað-
urinn minn fékk skilnað i Kaliforníu
og var dæmdurinn rétturinn til að
halda Piu dóttur okkar.
Við Roberto vorum gefin saman
undir eins og skilnaðurinn var feng-
linn, og kvikmyndasamvinna okkar
hefir verið ákjósanleg og fjölbreytt.
Ég hefi leikið aðalhlutverk í ýmsum
myndum hans — m. a. „Hún fórnaði
sér“, „Ítalíuferð" og „Kviði“. Sú síð-
astnefnda er byggð á sögu eftir Stefan
Zweig og var tekin í Þýskallandi.
Og fyrir fjórum árum var Roberto
beðinn að setja óperuna „Othello“ á
svið fyrir San Carlo-leikhúsið í
Napoli. Ég fylgdist með æfingunum
uppi á leiksviðinu og sagði við leik-
hússtjórann: — Aldrei á ævi minni
hefi ég séð jafn fallegt leikhús. Það
hlýtur að vera unun fyrir leikarann
að horfa yfir svona sal!
— Hvers vegna leikið þér þá ekki
hérna? sagði hann.
— Af þeirri einföldu ástæðu að ég
get ekki sungið, svaraði ég.
— En hvers vegna leikið þér þá
ekki í óperu — hiutverk, sem þér
þurfið ekki að syngja í?
— Eru þannig óperur til?
— Jú, vissulega, svaraði hann. —
Við 'höfum „Jeanne d’Arc á bálinu.“
Þarna var aftur kominn dýrlingur-
inn minn. Enn einu sinni hjálpaði
hún mér, í þetta skipti til að gefa mér
tækifæri til að ieika í óperu — en það
er miklu meiri upplifun en leika í
leikriti eða kvikmynd. Þessa óperu
hafði franski höfundurinn Paul
Claudel skrifað eftir 1930, en Hon-
egger samið tónlistina.
í ÓPERUFÖR.
Ég undirskrifaði samning og var
ár að æfa hlutverkið. Roberto setti
óperuna á svið. Ég söng dálítið, en
aðallega er hlutverkið upplestur.
Þetta var dásamlegt. Við byrjuðum í
San Carlo-leikhúsinu og sýndum ó-
Bergman og Rossellini og börnin þrjú, Robertino, Isabella og Ingrid.
peruna á ítölsku. Síðar sýndum við
hana í Scala-leikhúsinu í Milano. í
Paris og Barcelona sýndum við hana
á frönsku, í London á ensku og í
Stokkhólmi á sænsku.
Það bar margt við í þessari ferð. I
Stokkhólmi gleymdi ég að stíga á
lyftu, sem átti að flytja sál mína til
himna. Kastljós átti að skína á and-
litið á mér, og það fór að leita að
mér. Ég hljóp upp stiga og komst á
lyftuna á síðustu stundu, áður en hún
hvarf. En ég var svo rugluð þegar ég
byrjaði að tala, að orðin komu á
ensku en ekki sænsku.
í Barcelona fór allt í ólestri á æf-
ingunum. Leikararnir, tónlistarmenn-
iirnir og sviðsmennirnir gátu blátt
áfram ekki lært stikkorðin. Svo að
þegar sjálf sýningin hófst fór Roberto
i munkakufl og var á sífelldum þön-
um á leiksviðinu til að hvísla leið-
beiningum að þeim, sem á leiksviðinu
voru.
Eftir að þessari leikferð lauk lék ég
bæði á ensku og frönsku í kvikmynd-
inni „Elena og mennirnir", hjá
franska leikstjóranum Jean Renoir.
Þegar þessar myndir voru búnar fór
ég til London til að leika í „Anastasia"
á ensku, fyrir „20th Century Fox“.
Þetta yfirlit gefur ef til vill hug-
•mynd um í hverju ég átti að berjast
eftir að ég fór frá Amerlku. Fyrst
og fremst voru það erfiðleikarnir i
sambandi við málið. Upprunalega tal-
aði ég bæði sænsku og þýsku. Móðir
mín var þýsk og ég lærði málið lijá
fjölskyldu hennar þegar ég var þar
i frii. Áður en ég fór til Hollywood
hafði ég einkatíma í ensku í hálft ár.
Því miður var Gregory Ratoff fyrsti
•leikstjóri minn, en hann talaði með
nær óskiljanlegum rússneskum fram-
burði. Það 'hlýtur að hafa verið bros-
legt þegar hann öskraði til mín á
æfingunum: — Talið þér ensku! Seg-
ið þetta eins og ég segi það! En þrátt
fyrir allt lærði ég ensku sæmilega
vel.
Skömmu áður en ég kynntist Ro-
berto afréð ég að fara frá Hollywood
og leika í nokkrum frönskum mynd-
um í París. Og nú varð ég enn að fara
að læra nýtt mál — frönsku — hjá
einkakennara. En það kom á daginn
að hún kom í góðar þarfir. Roberto
kunni ekki stakt orð í ensku, og ég
talaði ekki ítölsku, svo að við töluð-
um frönsku sanian í hálft annað ár.
Þegar Roberto sagði mér fyrir verk-
um í „Stromboli" talaði hann frönsku.
þannig lærði ég málið — af þvi að
ég mátti til.
En ítalskan var allt annað. Ég var
orðin svo leið á tungumálanáminu
að ég gat ekki hugsað til þess að opna
ítalska kennslubók. En von bráðar
fór ég að skilja hvað ítalir töluðu
um. Þegar maður á heimili í einhverju
landi, hlýtur maður að læra málið,
jafnvel þó að maður reyndi það ekki.
Börnin okkar tala öll ítölsku og
það hefir verið mér góð stoð. Þau
tala reiprennandi og erta mig þegar
ég segi eitthvað vitlaust. Robertino
litli var ekki nema fjögurra ára þegar
hann var á sýningu í Napoli þar sem
ég lék „Jeanne d’Arc“. Hann sat niðri
í salnum hjá Marcellu frænku sinni.
Einhvers staðar varð mér á að segja
mane í staðinn fyrir mani, sem þýð-
ir bendur, og Robertino kallaði hátt
til Marcellu: — Þarna sagði hún vit-
leysu aftur!
Það sama kemur líka fyrir þegar
ég les ævintýr fyrir börnin þegar þau
eru að sofna á kvöldin. Ef ég segi
oso í staðinn fyrir orso, sem þýðir
björn, komast þau öll í uppnám. Og
af þessu lærír maður.
Ég átti talsvert erfitt með að venj-
ast skaplyndi ítala. ítölsku konurnar
lirópa og öskra, og manni finnst þær
ætla að drepa hver aðra ef þeim sinn-
ast. En i rauninni eru þær lijartagóð-
ar og hjálpsamar og afar heimakxrar.
í Svíþjóð tala allir lágt og stillilega,
og þegar fólk reiðist þá gengur það
með þykkjuna i tuttugu ár. í Ítalíu
snöggreiðist fólkið en að vörmu spori
er reiðin gufuð upp. Roberto getur
orðið fjúkandi vondur, en ég liefi
smátt og smátt vanist því.
Ég hefi breytst talsvert sjálf, en
ég hefi enn rólega sænska skapið.
ítölum finnst ég sjálfsagt vera tals-
vert skrítin. Ég hata allt uppnám og
óp og köll, en ég get komið mér í æs-
ing til þess að sýna fólki að það geti
fokið í mig.
Annað sem fólkið skilur ekki er, að
mér þykir gott að vera ein stundum.
Helen Hayes sem ekkjudrotthingin í „Anastasia“ og Ingrid Bergman. Hel-
en Hayes er óviðjafnanleg leikkona, segir Ingrid.