Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1958, Side 13

Fálkinn - 17.01.1958, Side 13
FÁLKINN 13 vinna hjá honum — og vitir meira að segja hvar skjalið er. — Hefir þér hugsast að ég bryti upp skáp- inn hans, spurði Antonía æst. — Nei, ég get ekki hugsað mér þig sprengja upp skáp. Ég verð að hugsa þetta mál. Það geta gefist ýms tækifæri. Vinnur þú í skrif- stofunni sem skápurinn stendur í? — Ég hefi aðeins unnið þar einu sinni — núna í dag. Antonía leit örvæntingaraugum til hennar. — Ætlarðu að biðja mig um að stela skjalinu, ef ég fæ tækifæri til þess? — Þú mundir gera okkur ómetanlegan greiða með því, góða mín, svaraði m(óðir hennar og brosti. — Ég hélt, sagði Antonía beisk, — að þú hefðir afráðið að flækja mér ekki inn í þetta — óheiðarlega líf ykkar? Frú Marlow lyfti brúnum. — Þú hlýtur að hafa afar viðkvæma samvisku, Antonía mín, ef þú kallar þetta óheiðarlegt. Það sem ég er að biðja þig um, er að ryðja úr vegi hótun, sem hvenær sem væri gæti orðið til þess að við yrðum að fremja — glæp! Hún hikaði áður en hún sagði síðasta orð- ið, eins og hún væri ekki alveg viss um hvað það þýddi. Antonía beit á vörina. Ef til vill var eitt- hvað til í því sem móðir hennar sagði. Þegar endaskipti höfðu verið höfð á tilverunni var stundum erfitt að segja hvað var rangt og hvað rétt. — Ég get ekki hugsað mér að ég fái nokk- urn tíma tækifæri til að gera það, muldraði hún loksins. En hún vissi vel, að þetta var ekki mergurinn málsins. Spurningin var: Mundi hún fást til að gera það, ef hún fengi tækifærið? Var þá rétt að láta foreldrana verða áfram undir oki Shardons — úr því að hann var bófi? Eða var það skylda hennar að feta í fótspor foreldra sinna og gerast þjófur sjálf, í þeirri von að hún gæti bjargað þeim frá að sökkva dýpra en þau voru sokkin? — Ég mundi ekki taka ákvörðun um þetta undir eins, ef ég væri í þínum sporum, sagði móðir hennar, eins og þær sætu og væru að tala um iitinn á nýjum kjól, sem þær ætluðu að kaupa. — Það borgar sig aldrei að flana að neinu. Eftir því sem við vitum best er hættan ekki yfirvofandi. En, bætti hún við, eins og úti á þekju, — ég vona að þú teljir skyldu þína að láta ekki tækifærið ganga þér úr greipum, ef það gefst. Antonía varð fegin því að móðir hennar vildi gefa henni frest. — Ég skal hugsa um þetta, svaraði hún. — En mér kemur ekki til hugar að ég muni nokkurn tíma fá tæki- færi ... — Ég þori varla að vona það heldur, svar- Hvar er nábúinn? aði móðir hennar, sem lagði allt aðra merk- ingu í orðin en Antonía hafði gert. — Ég — ég held ég verði að fara að hypja mig. Antonía stóð hægt upp. — Ég er svo þreytt að mig verkjar í allan kroppinn. — Aumingja barnið! Það var líkast og móð- ir hennar vorkenndi henni einhver ósköp. — Það er engin furða. En reyndu nú að hugsa ekki of mikið um þetta. Að vissu leyti þykir mér leitt að hafa sagt þér það. En ég gat ekki látið þetta tækifæri ganga úr greipum mér. Antonía bauð móður sinni góða nótt, og þegar hún var komin út á götuna fór hún að velta fyrir sér hvernig hún hefði nokkurn tíma getað verið hamingjusöm og ánægð í þessu húsi. En það hörmulegasta var þó, að það virt- ust erfiðleikar á að geta lifað áhyggjulaust annars staðar líka — því að hugsanir hennar mundu leggja hana í einelti þó að hún væri heima í þakherberginu sínu. Hamingja og ánægja! Henni fannst það tilheyra allt ann- arri tilveru. Antonía átti órólega nótt. Hún hafði mar- tröð og bylti sér til og frá í rúminu. SlMAHRINGING. Þegar hún kom á skrifstofuna morguninn eftir tók jafnvel ungfrú Smith eftir hve illa hún leit út. — Það var leitt að þér fóruð ekki að mínum ráðum og urðuð undir verndar- hendi móður yðar áfram, sagði hún, og Antonía varð að stilla sig til þess að fá ekki, krampahlátur. Hvað skyldi ungfrú Smith hafa sagt um verndarhendur móður hennar ef hún hefði vitað sannleikann í rnálinu? En Antonía hafði svo mikið að gera allan fyrripart dagsins að hún gat ekki hugsað um annað en vinnuna. Og þegar Shardon gerði orð eftir henni aftur, seinna um daginn, var hún alveg róleg og stillileg er hún fór inn til hans. I þetta skipti las hann henni fyrir ýms bréf, og meðan hún sat við að skrifa, var hún alltaf að hugsa um stóra peningaskápinn, sem stóð bak við hana. „Ég vona að þú teljir skyldu þína að láta ekki tækifærið ganga þér úr greipum ef það gefst,“ hafði móðir hennar sagt. En hvaða tækifæri gat henni gefist? Antonía lagði aft- ur augun og bað allar helgar vættir að láta tækifærið aldrei bjóðast, því að ábyrgðin af að nota það var svo mikil að hana tryllti við því. I þessum svifum stóð Shardon upp og gekk að skápnum og opnaði hann, og lét hann standa opinn meðan hann var að blaða í ein- hverjum skjölum. Hann var ekki þannig gerður, að hann væri hirðulaus um peningaskápinn sinn, hugsaði Antonía með sér. En samt hafði hún ekki komist að sjá, að hann notaði mjög venjuleg- an lykil. Líklega mundi hann opna stafalás- inn um leið og hann kæmi á morgnana, en meðan hann var á skrifstofunni lokaði hann aðeins með venjulegum yale-lykli. Sá lykill var að vísu á öruggum stað í vasa hans, en ... Síminn hringdi og truflaði hana í því sem hún var að hugsa. — Spyrjið hver það sé, viljið þér gera svo vel, sagði hann stutt og hélt áfram að blaða í ýmsum skjölum á skrifborðinu. Antonía tók símann, en áður en hún gat sagt nokkuð heyrðist björt, innileg rödd: — Ert það þú, Max? — Nei, þetta er ekki herra Sherdon. Hver er þetta með leyfi? — Frú Shardon, auðvitað. — Ö! Antonía hafði óljóst hugboð um að hún hefði átt að biðja afsökunar á, að hún hefði ekki skilið það strax. — Það er konan yðar, sagði hún og rétti fram símann. — Spyrjið þér hvað hún vilji mér, sagði Shardon og leit ekki einu sinni upp úr því, sem hann var að lesa. Antoníu fannst þetta svo óviðfelldið að hún roðnaði, en af því að Shardon lét ekki svo iítið að lita upp, þóttist hún verða að gera eins og hann sagði. — Maðurinn yðar á mjög annrikt þessa FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiOsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.- Svavar Hjaltested. — Sími 12210. HERBERTSprent.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.