Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Hin fagra dansmær Lea Niako, öðru nafni Rita, sem leyniþjónustan fékk til að njósna um pólska njósnarann Sosnovski. verið steindauð áSur en Sosnovski- mólið ihófst. Lena heitir mörgum nöfnum, allt að því tólf. Það kunnasta er Madame Docteur. Þvi að það var hin unga Madame með tvær doktors- gráður, sem tæplega tvítug skipulagði njósnastarfsemina undir umsjón Walters Nicolai ofursta, og var hús- bóndi hennar frægu Mata Hari. Richard frændi og Lena frænka nota Ritu sem leikbrúðu og agn. Henni er sagt að fara sér að engu óðslega. í gagnnjósnastarfsemi er flas ekki til fagnaðar. Þar getur lítil þúfa velt þungu hlassi. Rita er dugleg og býr vel í haginn fyrir sig. Og meðan þessu fer fram fær leynijjjónustan ný sönnunargögn. „YFIRVINNA“. Önnur hinna grunuðu aðalskvenna, Renate von Natzniei', sem er skilin við mann sinn, hefir flutt í eigin íbúð og heldur sig nú miklu ríkmann- legar en liin lágu laun hennar í ráðu- neytinu geta leyft. Móðir hennar get- ur alls ekki skilið hvernig dóttirin hefir efni á að kaupa sér svona dýr föt, og spyr hana vitanlega hvaða auðkýfing hún liafi komist í kynni við. — Ég vinn yfirvinnu i ráðu- neytinu, svarar frú von Natzmer. Og þetta er jafnframt ástæðan til þess, að hún kemur svo oft seint heim á kvöldin. Móðir hennar, sem þekkir húsbónda hennar í ráðuneytinu, hittir hann einn góðan veðurdag á götunni og fer að iiafa orð á, hve gott sér þyki að dóttir hennar vinni fyrir svona mikl- um peningum, en segir um leið, að hún sé hrædd um að dóttir hennar ofgeri sér á allri þessari yfirvinnu. Ofurstinn skilur strax, að liér muni ekki allt vera meö feldu — þótt hann þykist vita að tekjur fnúarinnar muni stafa úr annarri átt. Ungum dömum hentar ekki alltaf að segja öðrum frá ástamálum sinum, síst af öllu mæðrum sínum. Eigi að síður telur hann sjálfsagt að minnast á þetta við leyniþjónustuna og fer til yfirmanns hennar daginn eftir. Og von bráðar hefir leyniþjónust- an fengið sönnunargagn í hendur: kvittanir fyrir því að ýmsar starfs- konur í ráðuneytinu hafi tekið við peningum af Sösnovski. Nú er liægt að láta skríða til skarar. En það er 'ekki að vita nema fleiri hafi fallið fyrir liinum töfrandi, pólska reið- meistara. Auk Benitu barónessu von Falkenhayn og frú von Natzmer hef- ir ungfrú von Jena verið í sendi- fcrðum með leyniskjöl, sem saumuð hafa verið inn I nærfötin hennar. Loks þykir orðið tímabært að láta öxina ríða að rótum trjánna. Leyni- þjónustan hefir gert leynilegu rikis- lögreglunni aðvart, þvi að njósna- foringjarnir hafa ekki heimild til að handtaka fólk. Yfirmaður III. lög- regludeildar er dr. Patscliowski og deildarstjóri hans í pólskum málum er Kobitzky — bæði nöfnin eru jafn pólsk og á syndaselnum, sem þeir eru að veiða. Patschowski leigir sér herbergi á næstu hæð fyrir ofan íbúð Sosnovskis og leggur þangað hlustunartæki og annað sem með þarf. Rita lætur hús- bændur sina fylgjast rneð öllu. Einn góðan veðurdag kemur aðvörun frá henni: Reiðmeistarinn hefir orðið þess áskynja að hann sé skyggður, jörðin brennur undir fótum hans. Þess vegna hefir ihann afráðið að flýja aðfaranótt 18. febrúar. En til þess að draga athygli frá flóttanum og vinna tíma, ætlar hann að halda meiri háttar veislu kvöldið áður, heima hjá sér. Rita hefir séð um að Lenu frænku yrði boöið í þá veislu. Hún klæðist dýrustu klæðum, en Richard frændi flytur sig upp á loftið til Patschow- skis og hefir Kubitzky og tuttugu lög- regluþjóna með sér. En þeir gera sér vonir um miklu viðburðarikara kvöld, en gestirnir sem streymdu inn til Sosnovskis um 21 leytið. Smellirnir í kampavínsflöskunum eru eins og i hríðskotabyssum allt kvöldið. Glaðværðin fer vaxandi með hverri minútunni. Þarna er allt í kófi, og engum liinna tuttugu lögreglu- manna blandast hugur um, að það sé drykkjarfargan en ekki veisla, sem fram fer þarna fyrir neðan þá. Nú er kominn tími til að láta til skarar skríða. — Klukkan er á mínútunni tvö. Patschowski, Protze og Kubitzky læðast niður stigann og tuttugu lög- regluþjónarnir á eftir þeim. Þeir nema staðar við aðaldyrnar. Þær eru brotnar upp og þrumandi skipunarorð heyrast eins og kaldur gustur um hita- svækjuna inni í salnum. Kvenfólkið æpir af skelfingu. Sumar fleygja yfir sig sjali og skríða bak við stóla eða sófa. Allt er á tjá og tundri. Handfastir menn liafa þrifið í barónessu von Falkenhayn og frú von Natzmer og ungfrú von Jena. En öll- um hinum gestunum liefir verið skip- að að ganga út í vagnana, sem bíða fyrir utan, og koma á lögreglustöðina. Sosnovski, sem er kjólklæddur, bið- ur um leyfi til að fara inn í baðklef- ann og hafa fataSkipti. En lögreglu- þjónn fer með honum, og getur á síð- ustu stundu afstýrt því að hann gleypi eiturskanmit, sem hann hefir falið undir skyrtunni. Aðeins einn gestur- inn fær að fara út frjáls ferða sinna. Það er pólski sendiherrann, von Gawronski, sem sýnir stjórnarpass- ann sinn. SIÐGÆÐI OG GULLKRÓNA. Það er mislitt fé, sem flutt var úr veislunni í yfirheyrslu og fangelsi þessa stjörnubjörtu febrúarnótt. Margir háttsettir liðsforingjar, kaup- sýslumenn og listamenn eru þarna i hópnum, kvenfólk sem er illa við að sjá nafnið sitt í sambandi við hneyksl- ismál i blöðunum og hefir miklu bet- ur þroskaða hégómagirnd en siðferði. Mjög kunn hefðarfrú, sem 'hefir vanið komur sínar til Sosnovski án vitundar manns síns, er í öngum sín- um út af því hvernig fara muni í fyrramáliö þegar maðurinn hennar vaknar og hún er ekki komin heim. Og nú reynir hún að beita öllum sín- um töfrum við lögreglufulltrúann. En hann er giftur og auk þess trúr þjónn rikisins, svo að ekkert bítur á hann. Daginn eftir fær leyniþjónustan fyr- irspurn frá lögreglunni um þessa konu, sem ekki er grunuð um njósn- ir — livort henni verði haldið lengi í fangelsinu. Og leyniþjónustuforing- inn skipar að láta hana lausa, því að gjálífið komi sér ekki við. Conrad Patzig, sem var æðsti mað- ur leyniþjónustunnar þegar Sosnovski var handtekinn, sagði af sér áður en dómur féll í þessu máli. Þá tók Canaris við. En rannsóknin fór fram í tíð Patzigs. Árið 1950 hafði verið afráðið að gera Patzig að yfirmanni vestnr- þýsku öryggisþjónustunnar, sem þá var í stofnun. Adenauer hafði tjáð sig samþykkan því, og Ame- ríkumenn og Bretar munu ekki 'hafa haft neitt við þetta að at- huga. En Frakkar mótmæltu þessari ráðstöfun. Það var nefnilega i tíð Patzigs, sem þýska leyniþjónustan hafði uppgötvað hvernig hægt var að gera Maginot-línu ónýta — en einmitt það var ein aðalástæðan til þess að Frökkum féllust algerlega hendur er Þjóðverjar réðust inn i landið I júni 1940. Vitanlega var það skylda hvers leyniþjónustuyfirmanns að njósna sem best uin virki og varnir óvinanna. En hvað sem um Patzig má segja þá varð það ekki hentugri maður, sem Vestur-Þýskaland fékk sem formann öryggisþjúnustunnar í hans stað. Það var nefnilega landráðamaðurinn Otto John. Niðurlag næst. MIÐSTÖÐVARNÆRFÖT. — f des- ember fór leiðangur frá London til suðurskautslandsins, en þar hafði hann samvinnu við leiðangur sir Ed- munds Hillary. Þessi leiðangur var vel búinn og færir sér í nyt ýmsar nýj- ungar, svo sem nærfatnað úr málm- þræði, sem er hitaður upp með litlum rafgeymi. Hér er einn ieiðangursmað- urinn. Adams majór, að prófa nær- fötin, en konan hans hefir prjónað þau. PAMIR-SLYSIÐ. — Þýska skólaskip- ið „Pamir“, sem fórst í ofviðri við Azoreyjar og aðeins björguðust 5 mdnn af, er þriðja þýska skólaskipið, sem farist hefir á síðustu 25 árum. „Pamir“ var glæsilegt skip, er það klauf öldurnar, fyrir fullum seglum. Kína er langfjölmennasta ríki i heimi, enda það stærsta líka. En þar býr tæpur fjórði hluti mannkynsins, eða 602 milljónir (samkvæmt mann- tali 1953). En fámennasta riki í lieimi er Páfagarður i Róm. Þar búa 970 manns.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.