Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 11
FÁLKINN
11
LITLA SAGAN.
RUZICKA:
Tndislcðasta tmrn
i hdiri!
Þegar ég sat í garðinum innan um
allar ungu frúrnar, komst ég að nið-
urstöðu um mál, sem ég læt hér með
ganga áfram til allra tungumálaspek-
inga, án þess að ég ætlist til að þeir
láti mín getið í ritunum sínum. Ég
komst að raun um hvaðan það er sem
efsta stig lýsingarorðanna stafa.
Fyrir mörg þúsund árum hefir ein-
hver móðirin áreiðanlega sagt um
barnið sitt: Elsku snáðinn minn er
yndislegt barn. Eða: hann er einstak-
lega þægt barn! Eða: gott barn!
Skönnnu síðar uppgötvaðist mið-
stigið, eða kannske um leið, þegar
önnur móðir sagði: Barnið mitt er
yndislegra, þægara og betra lieldur
en barnið grannkonu minnar.
Og um leið var stökkið upp í efsta
stigðið fundið, þægasta og besta barn-
ið sem til er.
Og síðan hafa allar mæður sagt
þetta í mörg þúsund ár, því þó að
heimurinn breytist breytast mæðurn-
ar ekki. Þær fundu efsta stigið og það
einkennir enn málfar þeirra, hvenær
sem þær tala um börnin sín. En það
er hægt að komast enn lengra.
Ef frú Hansen segir: „Hann Pétur
er fallegasta barnið!“ gæti frú Olsen
sagt: „Hann Friðrik er fallegri en
fallegasta barnið.“
En víkjum nú aftur að garðinum.
Ég sat þar sem sagt á bekk, og ætlaði
að fara að vekja atihygli mæðrahóps-
ins kringum mig á því, hvernig hægt
væri að hækka lýsingarorðin stig af
stigi. Mér fannst full ástæða til að
gera þetta, eftir að ég hafði hlustað
á samtalið þeirra. En áður en ég gaf
þeim ráðið hlustaði ég á þær enn
um stund. Ein af þeim var að enda
við að segja: Hann Jói minn er hlýðn-
asta harn sem til er!
Jói stóð úti í miðju blómabeði og
var að rífa upp blóm. Og nú kallaði
móðir hans á hann, því að hún sá
að varðmaðurinn var að koma. En
Jói grelti sig og liélt áfram að rifa
og tæta.
„Hún Greta min ér prúðasta barn-
ið, sem hægt er að hugsa sér,“ sagði
önnur móðirin.
Greta stóð fyrir framan móður
sina og stakk tveimur fingrum upp
í nasirnar, þumalfingri á hægri og
vísifingri á vinstri.
„Hann Óli Pétur er hjartabesta
barn i veröldinni!" sagði þriðja móð-
irin.
Óli Pétur sat við stíginn og var að
murka sundur ánamaðk með rekunni
sinni.
„Hún Nelly litla er fallegasta toarn
sem ég þekki,“ sagði sú fjórða.
Nelly vaggaði hjólbeinótt i sand-
lirúgunni krossbölvandi.
Þá hætti ég við að segja frúnum
frá notkun efsta stigsins og þvi sem
færi fram úr því. Mér fannst það
nefnilega verða fyrir illri meðferð,
bæði á Jóa, Gretu, Óla Pétri og Nelly.
★ Tískumgndir ★
Nú getið þið séð fóðrið. — Gróf, grá
vetrardragt með óvanalega síðum
jakka fóðruðum með jersey eða flau-
eli. I þessum klæðnaði eruð þið hlýtt
klæddar. Fóðrið kemur ut'an á kraga
og horn.
Ég stóð upp og gekk í liinn end-
ann á garðinum. Þar settist ég á bekk
og þar sat ung stúlka alein. Við fór-
um að tala saman og ég sagði:
„Það er hjartnæmt að heyra hve
ungu frúrnar tala fallega um börnin
sin, finnst yður það ekki. Þær nota
allar hástig um þau. Maður gæti
freistast til að taka þetta eftir þeim.
Nú gæti ég til dæmis sagt: Ég er
hamingjusamastur allra manna, þvi
að ég sit hjá fallegustu ungfrúnni í
heimi ... Æ, hvers vegna fóruð þér
að hlæja?
„Af því að ég er ekki ungfrú. Ég
er gift. Og meira að segja mamma.
Og án þess að taka of djúpt i árinni:
hamingjusamasta móðir yndislegasta,
þægasta og fallegasta barnsins í
Iieimi!“
„Er þetta satt?“ spurði ég forvit-
inn. Hvar er barnið, með leyfi að
spyrja?" Ég leit kringum mig en sá
ekkert barn.
Unga frúin roðnaði og sagði lágt:
„Það kemur í heiminn eftir fimm
mánuði.“ *
FRAKKINN ER FRANSKUR.
Lanvin Cartillo hefir saumað hann
úr hinu fislétta langhærða ullarefni
sem nú er hið síðasta frá París. Axl-
irnar eru ávalar og frakkinn þreng-
ist, smátt og smátt niður á við og sýn-
ir greinitega hina umtöluðu spólu-
tísku. Djúpir vasar og stór kragi sem
brjóta má niður. Léttur, hlýr og
fallegur.
Vitið þér...?
/
./i
I S1 0 19! i i ii L
( | IVIV
■OM-l
að st'órir koptar láta í loft —
afturábak?
Þetta er góð varúðarráðstöfun, ef
látið er í loft af þröngum stað, t. d.
liúsþaki. Ef hreyflarnir bregðast,
annar eða báðir, er hægurinn hjá að
láta vélina lenda á renniflugi, sem
alltaf verður að vera áfram, þannig
að vélin nái á sarna stað og hún lét
í loft frá.
að íslendingar eru mesta lestrar-
þjóð í heimi?
Ef bókaframleiðslan er miðuð við
íbúafjölda eru íslendingar langmestir
bókamenn. En næst kemur Luxem-
bourg og þá Noregur. — Meðal stór-
þjóðanna eru Rússar fremstir me'ð
tölu útkominna bóka, en þá Japan og
svo Stóra-Bretland.
að fljótin í heiminum bcra d:a(i
lega 40 milljón smálestir af mold
og aur tíl hafs?
Þar sem svo hagar til safnast þessl
framburður við árósanna og myndar
deltur. En mest berst út i sjó og lend-
ir þar á miklu dýpi.
HANN VERÐUR VINSÆLL. — Áð-
ur fyr var skinnjakkinn ekkert vin-
sæll, hann var þungur og stirður og
erfitt að hreyfa sig í honum. En núl
Léttur, mjúkur, fínn sem silki og li
fallegum litum. Royaldaims 7/8 síði
frakkinn er úr rauðu geitaskinni og
hatturinn úr sama efni. Indæll sport-
frakki í kulda og næðingum.