Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.01.1958, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN m y ERFIÐIR KOSTIR ¥ K % % K * K FRAM H ALDSSAGA Nr. 6 y % %■ y % * y K *>i)&*>í)&*>í)£*>&)á*>&)á* — Komdu strax, ef þú vilt. Hann pabbi þinn verður ekki heima í dag. Það væri gam- an ef þú kæmir mér til skemmtunar. Það var ekki oft sem móðir hennar iét á sér heyra, að hún hefði tilfinningar, og Ant- oníu hlýnaði um hjartaræturnar. SKJALIÐ. Miðdegisverðurinn var tilbúinn þegar Ant- onia kom heim, og þær mæðgurnar töluðu um daginn og veginn meðan þær voru að matast. Antoníu fannst á sér, að móðir henn- ar ætlaði að tala við hana um eitthvað en kæmi sér ekki að því. En það var eins og þegjandi samningur þeirra, að hvorug minnt- ist á vandamál við borðið. — En þegar þær voru sestar við kaffibollann inni í stofunni setti Antonía kjark í sig — en móðir hennar varð fyrri til. — Hefir þú nokkuð saman við Shardon sjálfan að sælda? spurði hún upp úr þurru. — Já, í dag — í fyrsta skipti. Ég hafði hugsað mér að tala við þig um það. Það kom dálítið fyrir ... — Það er það sem ég ætlaði að tala við þig um, greip móðir hennar fram í. — Hefir hann nokkra hugmynd um hvers dóttir þú ert? — Nei. Ég sagði þér að ég hefði breytt um nafn. — Já, ég veit það. En þér er ekki lagið að blekkja fólk. Mér datt í hug hvort þú hefðir komið upp um þig nú þegar. — Vitanlega ekki, sagði Antonía. — En hvers vegna skiptir það svo miklu máli, mamma? Hefir pabbi nokkur skipti við Shar- don? — Hvers vegna spyrðu um það? — Það hefir verið að vefjast fyrir mér frá upphafi. Og í dag sá ég af tilviljun skjal með rithönd pabba í skápnum hjá Shardon. — Sástu það? Antonía hafði aldrei séð móður sína takast eins á loft og hún gerði núna. — Ertu viss um það, Antonía? — Hárviss. Það datt út úr skápnum með ýmsum öðrum blöðum, og ég tók það upp fyrir hann. Þetta blað lá efst. Mér getur ekki hafa missýnst. — Þú handlékst blaðið ... Það var líkast og móðirin talaði við sjálfa sig. — Já. Er þetta þýðingarmikið skjal? Móðir hennar svaraði ekki undir eins, og augnabliki síðar sagði Antonía með bænar- róm: — Geturðu ekki sagt mér hvað felst í þessu? Hefirðu nokkra ástæðu til að vera hrædd við það? Hefir Shardon eins konar — vald — yfir pabba? Þó að móðir hennar svaraði engu ennþá virtist henni vera rórra en áður. Allt í einu virtist hún skilja spurningu Antoníu. — Nei, væna mín. Það er ekki um það að ræða að hann sé á hans valdi, svo að maður noti þín orð. En dálítið hefir komið fyrir, sem er mjög óþægilegt. Það er eins gott að ég segi þér það. Hver veit nema þú getir hjálpað okkur. Antonína var strax á verði. — Ég geri ekk- ert óheiðarlegt, svaraði hún um hæl. Móðir hennar hló. — Heldurðu að ég hefði leyft þér að flytjast að heiman, ef ég hefði ekki verið þér sammála um að okkar iíf hæfir ekki þér? Ég er skrambi hrædd um að þú yrðir fremur til trafala en trausts og halds. En væri ekki skynsamlegra að þú hlustaðir á það sem ég ætla að segja, og biðir með að verða hrædd þangað til þú hefir heyrt það? — Jæja, sagði Antonía öllu rórri. — Segðu mér hvað það er. — Það var gott, sagði móðir hennar þurr- lega. — Jæja, hlustaðu nú á. Pabbi þinn og Shardon hafa starfað saman í mörg ár ... — Áttu við að hann sé þá féglæframaður líka? Antonía varð í rauninni enn meira hissa á þessu en fréttinni um föður sinn. Móðir hennar andvarpaði, óþreyjufull. — Ef þú vilt endilega fá þrá þinni fullnægt — eftir að kalla hlutina réttu nafni þá svara ég — já. — Ég trúi þessu ekki! sagði Antonía. — Hvers vegna ekki, spurði móðir hennar hvasst. — Það er óhugsandi! Hann er ekki þannig gerður. Antonía fann sér til mikillar furðu að henni lá við gráti. — öll framkoma hans ber vott um — skilyrðislausa ráðvendni. Móðir hennar hló stutt. — Það tilheyrir starfinu, góða Antonía. Heldur þú að við gætum lifað eins og við gerum, ef allir tryðu ekki að við værum heiðarleg? Antoníu langaði til að svara að í raun og veru væri lítill heiðarleikabragur á foreldr- um sínum og þess vegna brygði henni minna í brún þó að hún heyrði eitthvað misjafnt um þau en um Shardon. En það gat hún auð- vitað ekki sagt. Og hvað hafði hún eiginlega að styðjast við, ef hún vildi taka upp vörn- ina fyrir Shardon? Alls ekki neitt, nema að hann hafði komið henni mjög vel fyrir sjónir einmitt núna í dag, og að henni féll betur og betur við hann. „Á VALDI SHARDONS Antoníu fannst allt í einu að þetta skipti ekki neinu máli lengur. Best að fá að vita það sem hægt var að fá að vita. Móðir hnenar leit hálf ólundarlega til hennar. — Eins og þú getur hugsað þér, byrjaði hún — eru viðskipti Shardons miklu yfirgripsmeiri en föður þíns — en við þurfum ekki að fara frekar út í þá sálma núna. En honum hefir gramist núna lengi, að faðir þinn vinnur alveg sjálfstætt og án hans íhiutunar. Antonía varð ókyrr á stólnum, en reyndi ekki að grípa fram í. Þetta var svo óvirkilegt og gífurlegt, að henni fannst það mundi verða þýðingarlaust þó að hún kæmi með einhverj- ar mótbárur. — Til þessa hefir Shardon aidrei náð tang- arhaldi á okkur .. . Antonía tók eftir að hún sagði „okkur“. — En, hélt móðir hennar áfram, — síðustu vikuna ... Hún þagði svo lengi að Antonía greip fram í: — Já, hvað gerðist síðustu vikuna? — Síðustu vikuna, hélt frú Marlow áfram og taiaði hægt, eins og hún þyrfti að ieita að orðunum, — hefir honum tekist að flækja föður þinn inn í fremur leiðinlegt mál — sem hann að öðrum kosti hefði aldrei komið nærri. — Hvers vegna ekki? spurði Antonia stutt. — Vegna þess að í öllum viðskiptum, okkar ekki síður en annarra, er áhættan mikil eða lítil. Við setjum okkur ákveðin takmörk, og áður en Shardon setur sér sín. Antonía vætti þurrar varirnar með tung- unni. — Ég skil. Shardon fékk ykkur í brask, sem honum þótti of kámugt til að koma nærri því sjálfur? Frú Marlow gerði sér upp hlátur. — Þarna var sumt innifalið sem varð að gerast skrif- iega. Það er hlutur, sem maður skyldi alltaf vara sig á. Antonía, og . . . — Hér er þá um að ræða fölsun eða bein svik, eða eitthvað þess háttar? — Ég held ekki að við þurfum að fara nán- ar út í það, sagði móðir hennar. — En merg- urinn málsins er að skjalið í skáp Shardons getur komið okkur á kaldan klaka. Meðan hann hefir það, erum við bókstaflega á hans valdi. Nú varð löng þögn. Loks sagði Antonía hikandi: — Ég skil ekki hvað ég ætti að geta gert í þessu. Þú verður að afsaka að ég segi það, en „svo er uppskera, sem sáð er til“. — Það er hægast að segja það, svaraði móðir hennar. — En þú skilur sjálfsagt, að nú er svo ástatt fyrir okkur, að Shardon get- ur þvingað okkur til að gera hvað sem hon- um líst. Og það eru skítverk, sem hann vill láta okkur vinna, Antonía. Þér finnst kannske að ég geri óþarflega mikið úr þessu, en eins og ég sagði, höfum við alltaf sett okkur á- kveðin takmörk. Ef við náum ekki í þetta skjal, getum við — ef hann beitir sér — átt á hættu að verða að velja hvort við viljum heldur drepa mann eða verða gjaldþrota. Antonía hélt báðum höndunum fyrir and- litið. — Ég trúi þessu ekki! sagði hún ör- vílnuð. Svona kemur aldrei fyrir hjá venju- legu fólki! — Við erum alls ekki svokallað „venjulegt fólk“, sagði móðir hennar. Antoníu langaði til að hrópa: — Nei, en það er ég! En ef til vill var hún svo flækt í þetta mál — móti vilja sínum — að hún gat ekki gert kröfu til að vera kölluð „venjuleg"? — Þetta er auðvitað það ítrasta, sem mað- ur getur hugsað sér, sagði frú Marlow. — Ég held varla að Shardon mundi neyða okk- ur til örþrifaráða. En ég vil að þú skiljir, að við erum algerlega á hans valdi meðan hann hefir umráð yfir þessu skjali. — Hættu nú að tala um þetta, mamma! Hvað heldurðu að ég geti gert í þessu? sagð Antonía. Hún heyrði á tóninum í móður sinn að hún ætlaði að biðja hana einhvers. — Ja, það veit ég ekki ennþá, sagði hún ofur rólega, — en manni finnst nærri því að það sé ráðstöfun örlaganna að þú skulir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.