Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1959, Side 12

Fálkinn - 06.03.1959, Side 12
12 FÁLKINN »»»» framha l d s s a g a *XA*XA*XA*>£A Á$T1R í feluleib 15. FRAMHALDSSAGA *XA*XA*>íA*>£A b---—--—------—----—~~—--—-—-------—-——-> Hún var í gulum langbrókum og hvítri blússu, og jarpa hárið var vafið í hnút í hnakk- anum. Hún var með svartan blett á nefinu og það gerði hana enn unglegri, en hörðu drætt- irnir kringum munninn höfðu ekki máðst burt. Elisabeth leit kringum sig í stofunni, sem var enn eyðilegri en í fyrra skiptið. — Er að- aihreingerning hjá yður? spurði hún. — Nei, ekki núna. — Þetta leit svona út þegar ég kom hingað. Ég hefi búið um mynd- irnar mínar niður í kassa. Hún pírði augun- um. — Hvernig finnst yður að þurfa ekki að Ieika Amy? Þér hljótið að hafa mikið vilja- þrek. — Hvers vegna haldið þér það? — Það er enginn hægðarleikur að fá Amy til að fallast á svona ráðagerð. Það kom bros á varir hennar. — Við sem höfum takmarkaða péninga njótum ekki mikils af tilverunni, og því ekki að neyta allra bragða til þess að koma ár sinni fyrir borð. Elisabeth andmælti henni ekki. Það var við- bjóðslegt að heyra, að nokkur skyldi halda að þetta hefði verið hugmynd hennar sjálfrar, en hún vildi ekki ræða um það við Celiu. Hún fór að iðrast eftir að hún skyldi hafa komið hingað. — Hefir bróðir yðar hugsað nokkuð frekar um húsbygginguna? spurði Elisabeth til að tala um eitthvað annað. — Tim hugsar aldrei um vinnu nema þegar hann neyðist til þess. 1 þessum hitum fjölgar maurunum hræðilega og þeir fylla allt húsið. Heilbrigðisfulltrúinn sagði nýlega að þetta hús mundi fara í næstu ofviðrunum. Tim seg- ir að hann vilji heldur sofa í tjaldi. — En þér þá? spurði Elisabeth. Það er hættulegt fyrir yður að verða hérna þegar fárviðrin koma. — Já. Það var tindrandi undirtónn gleði í röddinni. — Julian hefir bannað mér að verða hérna. Það er þess vegna sem allt er á rúi og stúi hérna. Ég er að búa um dótið mitt. — Hefir Julian bannað yður að verða hérna? endurtók Elisabeth hægt. — Hvenær gerði hann það? — Kvöldið sem samkvæmið var hjá hon- um. Það gerðist margt það kvöld! Celia gaut augunum til hennar útundan sér. — Hann var ósköp góður við mig og sagði mér að vera tilbúin til að flytja fyrirvaralaust. Það hefir margt breyst undanfarið. — Vissuð þér að hann ætlaði í ferðalag? — Hann minntist ekkert á það, en ég skildi samhengið þegar ég frétti um það daginn eft- ir. Meira get ég ekki sagt yður. Samt fannst Elisabeth að hún mundi geta það ef hún vildi. Þetta ijómandi bros sem var á henni þegar hún heilsaði, talaði sínu máli, og það hafði komið sigurglampi í augun á Celiu þegar hún var að tala um Julian. „Það hefir margt breytst undanfarið!" Það fór skjálfti um Elisabeth. Celia var einstaklega lagleg og alls ekki heimsk og fleiri kosti hafði hún. Hún gat verið bljúg og með trúnaðartraust í augunum þegar hún var að dansa við Julian. Og hún gat verið þjálfuð íþróttastúlka með granna, brúna leggi og snör í hreyfingum á tennisvellinum. Og kannske hafði hún fleiri kosti, sem karlmenn einir tóku eftir. Elisabeth hafði ekki trú á því að Julian væri í alvöru að draga sig eftir Celinu. Hann var of varkár til þess. En hann vissi áreiðan- lega hvern hug Celia bar til hans. Hann þekkti sitt eigið aðdráttarafl og hann hafði sjálfsagt varið mörgum árum til að þjálfa og þroska það viljaþrek og stjórn á sjálfum sér, sem maður í hans stöðu þurfti á að halda. Hann gat verið ástfanginn af Celiu án þess að nokk- urn grunaði. — Ætlið þér að flytja í gistihúsið? spurði hún fljótmælt. Celia yppti öxlum. — Ég geri það sem Julian segir mér. Hann er svo nærgætinn og umhyggjusamur að ég get ekki neitað hon- um um neitt. Elisabeth beit á vörin. Orð Celiu stungu hana eins og rekinn væri í hana hnífur. Ef þetta var ást þá var betra að vera án hennar. Ef hún náði tökunum þá var maður glataður. Hún stóð stirðlega upp og sagði: — Jæja, nú verð ég að fara. En látið mig umfram allt vita ef ég get orðið yður að liði. — Þér talið eins og þér væruð landstjóra- dóttir í raun og veru. Celia brosti. Ef ég á að vera hreinskilin verð ég að segja yður að ég hefi aldrei á ævinni orðið jafn glöð eins og þegar ég heyrði að þér væruð Elisabeth Mayne. Ég er viss um að Julian mundi aldrei vilja giftast þeirri réttu Amy — hún fellur ekki í hans smekk — en ég þykist viss um að honum lítist mjög vel á yður. En nú stönd- um við — þér og ég — jafnfætis. Eg vona að þér takið yður ekki nærri að ég tala hisp- urslaust. — Nei, ekki vitund, sagði Elisabeth lágt. — En það er alger óþarfi. Heilsið bróður yðar. Verið þér sælar! Fimm dagar voru liðnir síðan Elisabeth hafði ekið í landstjórabílnum frá Mueng, eft- ir að hafa frétt að Julian hefði faríð í ferða- lag fyrirvaralaust, og henni fannst hún hljóta að verða ávallt í döprum hug á heimleið eftir þetta. I dag var hún enn bágari en nokkurn tíma áður. Julian var „nærgætinn" við Celiu. Hann sá um hana og gætti þess að hún yrði ekki fyrir óþægindum. Hið blinda traust Celiu var nærri því hlægilegt, fannst henni. Hún var þó orðin tuttugu og fimm ára og hafði farið frá London til Bolani ein síns liðs — og þá hlaut hún að vera fær um að standa á eig- in fótum. Sem betur fór var Amy ekki heima. Elisa- beth fór inn í svola stofuna og settist í einn af mjúku damaskstólunum. Loks skildist henni fyllilega hvað það var ,sem hafði gerst. Julian elskaði Celiu. Um kvöldið, eftir að gestirnir voru farnir, hafði hann hugsað sig um vel og lengi. Eftir að hann hafði misst tækifærið til að bjóða landstjóradótturinni hjarta sitt og hönd, var hann frjáls og gat gifst hverri sem hann vildi. Honum mundi ekki reynast jafn auðvelt að ná takmarkinu ef Celia yrði konan hans, en hann mundi ná því samt, þó að það tæki dálítið lengri tíma en hann hafði áætlað. En Elisabeth var sannfærð um að Celia væri ekki rétta konan handa manni eins og Julian. Celia gat verið alúðleg og nógu ieik- inn til að standa í þeirri stöðu, sem embætti hans fylgdi, en hana skorti dálítið, sem var mjög mikilsvert: hreinskilni. Celia elskaði ekki Julian. Hún var ástfang- in af myndinni af sjálfri sér sem konunni hans. Hún gat ekki elskað heitt og í fullri einlægni. Hún þráði að giftast peningum og góðri stöðu. Tim hafði líklega skrifað henni og sagt henni að nóg væri til af ógiftum mönnum á Bolani, og hún hefði hænst að Julian eins og köttur að rjómaskál. Skrítið að henni skyldi alltaf detta í hug köttur þegar hún hugsaði til Celiu. Elisabeth spratt upp. Hún mátti ekki láta illu hugsanirnar ná yfirhendinni. Hún hafði engar sannanir fyrir því að hún hefði rétt fyrir sér í þessum bollaleggingum sínum, og Julian var glöggskyggnari en svo að hann léti kvenfólk leika á sig. Hann vissi hvað hann vildi og það eina sem hann gat boðið konu var góð staða og hálfvolg nærgætni. Allur hans vilji, atorka og áhugi var einskorðaður við starfið hans. LANDSTJÓRINN KEMUR. Næstu dagana var Elisabeth sí og æ með höfuðverk. Hún hataði Julian en þegar storm- arnir fóru að ágerast á nóttinni bylti hún sér sitt á hvað í rúminu og var hrædd um líf hans. Hún spurði aðstoðarmann hans frétta eins oft og hún taldi gerlegt, en hann gat lítið sagt henni annað en það, að skisptjórinn á einum vörubátnum hefði séð vélbát Julians liggja fyrir festum í Yefuang, sem var ein af hin- um minni eyjum. Einn daginn, fyrri partinn, sátu Elisabeth og Amy á svölunum og voru að kveljast í hita. Elisabeth hafði reynt að fara að sauma en gefist upp. Amy sat og spennti greipar fyr- ir aftan hnakka og starði niðureftir heim- reiðinni. Það var hún, sem fyrst kom auga á Peter. — Hvað er manngarmurinn að hugsa? sagði hún reið. — Þarna kemur hann akandi á hestvagni. Ég hélt að Malayarnir einir not- uðu þau samgöngutæki. — Hann á engan bíl, þú manst það víst. Peter var auðsjáanlega að flýta sér. Þegar hann kom upp að stéttinni var hann kafrjóð- ur og löðrandi í svita. — Það var gott að ég hitti ykkur báðar! kallaði hann. — Við höfum frétt af skipinu. — Skipinu? Elisabeth stóð upp. — Áttu við vélbátinn? — Nei, skipið — stjórnarskipið. Faðir þinn er að koma heim, Amy. Hann getur ver- ið kominn eftir hálftíma. — Ertu alveg viss um þetta? — Já, handviss. Ég var á skrifstofunni þegar þeir fengu skeytið.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.