Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1959, Qupperneq 13

Fálkinn - 06.03.1959, Qupperneq 13
FÁLKINN 13 Amy roðnaði i kinnum. Augun dönsuðu. — Loksins fæ ég þá að sjá hann pabba minn. Við skulum fara og taka á móti honum. — Getið þið ekki biðið eftir mér, sagði Peter. — Ég get ekki látið sjá mig í þessum flíkum. Það er ekki viðeigandi að koma í stuttbuxum. — Þú verður að gera það samt. Við erum að minnsta kosti kortér að komast niður að höfn. — Já, en skipið er langt úti ennþá. Þeir gátu rétt grillt í það í kíki. Þeim taldist til að það yrði að minnsta kosti hálftími þangað il það kæmi inn. Ef bíllinn ekur hratt verð- um við ekki nema 7—8 mínútur inn í bæ. Þá hefi ég tíu mínútur til að hafa fataskipti, en ég skal ábyrgjast að ég get gert það á fimm. Gerðu þetta nú fyrir mig, Amy. — Jæja þá, sagði hún með semingi. — En þá er best að þú takir bílinn einn og komir sVo aftur og sækir okkur. Ef þú ert ekki kominn eftir tíu mínútur, náum við í annan bíl og förum í honum. Ég verð að standa á bryggjunni þegar pabbi kemur. — En það var ég sem sagði þér fréttina, sagði hann. Amy leit þreytulega- á hann. — Annað hvort var nú að þú gerðir það. En ef þú vilt stökkva upp á nef þér þá gerðu svo vel! Brosið hvarf af andlitinu á honum er hann sneri frá. — Þú ert vanþakklátasta skepnan sem ég hefi nokkurn tima vitað, sagði hann og hvarf á burt. Troðfullt af fólki á bryggjunni. Fremst stóð hervörðurinn, næst aðstoðarmaður um- boðsmannsins og Malayarnir tveir, sem áttu sæti í ráðinu, í sínum besta skrúða. Rajainn sat í hvítum fötum og rauðri kápu undir gríð- armikilli sólhlíf, rauðri á lit og með gylltum skúfum. Hann var umkringdur af elstu borg- urum bæjarins og hann virtist vera að skipa almúganum að halda sig bak við markalín- una. Það var falleg sjón að sjá hvítu snekkjuna nálgast bryggjuna. Sólsegl hafði verið strengt yfir þilfarið og Amy beygði sig fram í bíln- um til að sjá betur. — Hann er ekki á þilfar- inu, sagði hún kvíðafull. — Það eru ekki nema einhverjir af skipshöfninni þar. Peter ,sem sómdi sér ágætlega í hvítum fötum og með blátt hálsbindi, sagði í vor- kunnartón: — Landstjórar eru ekki vanir að tildra sér upp á þilfar og veifa sig í land. Þeir láta ekki sjá sig fyrr en skipið er lagst við bryggjuna og landgangurinn kominn á sinn stað. Amy gaut hatursaugum til hans — hann sat frammi í hjá bílstjóranum — og svo fór hún að horfa á skipið aftur. Það hægði á sér og leið upp að bryggjunni, trossum var fleygt í land og festar bundnar, landgangurinn sett- ur á sinn stað og hásetarnir skipuðu sér í röð á þilfarinu. Landstjórinn kom út úr klefa sínum. Hann var hár og grannur og teinréttur í viðhafn- arbúningnum. Hann heilsaði og gekk niður landganginn. Peter fór út úr bílnum ásamt ungu stúlkunum og þau stóðu þrjú saman og horfðu á landstjórann hneigja sig fyrir ráðs- meðlimunum, tala nokkur orð við rajann og heilsa fagnandi eyjaskeggjunum. Þegar hann kom auga á Amy flýtti hann sér til hennar og faðmaði hana að sér. — Komdu sæl, væna mín, hvernig líður þér? Halló, Elisabeth — það var gaman að sjá þig hérna með Amy. Kuldaleg rödd sagði: — Þetta er aðjútant yðar, sir Henry — Peter Gilmering. Elisabeth trúði ekki sínum eigin eyrum. Julian stóð við hliðina á henni. — Já, einmitt, sagði sir Henry. Hann virti Peter fyrir sér frá toppi til táar og sagði: — Þér verðið að koma með okkur heim, Gil- mering. Billinn var opnaður. Sir Henry og Amy fóru inn og settust í aftursætið. Peter settist fram í hjá bílstjóranum. Bíllinn rann hægt af stað og Elisabeth fannst eins og hún hefði verið skilin alein eftir í roki. Á næsta augnabliki ók bíll Julians fram og hann ýtti henni inn í aftursætið án þess að segja orð, og settist við hliðina á henni. Hann sagði bílstjóranum að elta bíl landstjórans, og svo var haldið inn Strandgötuna. Julian talaði ekkert við hana fyrr en þau voru komin spölkorn út fyrir bæinn. — Hvað er að? spurði hann rólega. — Líkar yður ekki að aka í bíl, sem ekki er alveg eins fínn? Hún hnipraði sig betur inn í hornið inn í hornið og starði út um gluggann. — Ég skil ekki hvað þér eigið við. — Ég hugsa að þér skiljið það. Röddin var lág. — Þér eruð ekki nema Elisabeth núna, vitið þér. Það var ótrúlegt að hann sat þarna og var að erta hana, eins og ekki væru liðnar nema nokkrar mínútur síðan Amy hefði flett ofan af svikunum, og eins og ekkert væri kynlegt við hið snögglega hvarf hans. — Ég hefi aldrei verið annað en Elisabeth, sagði hún. — Þetta var ekki annað en . . . gaman. — Ekki græskulaust gaman, ef ég má segja mina skoðun á þvi. En þið Amy hafið líklega dálítið sérstakar hugmyndir um gaman. Nú varð þögn. Svo sagði hann kaldhæðinn: — Það var falleg móttaka sem ég fékk. Kalt bak og andlit sem sneri undan. — Við hverju höfðuð þér búist? Hljóm- sveit sem léki: „Velkominn, hetjan af hafi“? — Það skiptir engu máli, sagði hann. — Ég er bara þreyttur. Þau óku um stund þegjandi og voru komin upp að trjágöngunum við landstjórabústað- inn er hann sagði: — Ef þér hafið haft áhyggj- ur af þátttöku Gilmerings í gamanleiknum ykkar, þá er það ástæðulaust. Þér hafið hugsað mikið um það, er ekki svo? Hún leit til hans. Stálblá augun voru köld og þóttaleg. Hún saup hveljur og lyfti hök- unni. — Já, það hefi ég gert, sagði hún. — Hann tók þátt í þessu nauðugur, og okkur finndist ranglátt ef hann ætti að gjalda þess. — Lofuðuð þér honum að þér skylduð biðja mig um að hafa ekki orð á þvi við sir Henry? spurði hann. — Já, svaraði hún forviða. — Hvernig vissuð þér það? — Ég veit ekki — það lagðist svona í mig. En ég reyndi að gera svo vel sem ég gat. Eg sagði sir Henry alla söguna um borð í skip- inu, og sagði honum hana eins og hverja aðra gamansögu. Hann skildi undir eins að það var Amy, sem hafði átt upptökin að þessu, og ég býst ekki við að meira verði minnst á það við ykkur. — Þakka yður innilega fyrir, hvislaði hún. — Ég gerði það vegna sir Henry, sagði hann strax. — Hann hefir líklega átt erfiða daga og mér fannst illa gert að spilla fyrir honum heimkomugleðinni. Til allrar ham- ingju gat hann hvílst vel um borð, en hann verður að fara sér hægt næstu vikurnar. FÁLICINN — VIKUBLAf) MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—G. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Iljaltested. — Sími 12210. HERBERTSprent. ADAMSON Adamson reytir jólagæsina.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.