Fálkinn - 27.03.1959, Síða 11
FÁLKINN
11
★ Tískumgndir ★
STUTTUR PELSJAIÍKI ÚR NERTY. — Hann er til margra hluta hent-
ugur, þessi jakki, enda bæði fínn og mjög fallegur. í leikhúsið, yfir kjól
eða dragt er hann tilvalinn. Kósakkahúfan er af sama skinni.
LITLA SAGAN.
Flugferð
ÞaS var einkum tvennt, sem cin-
kenndi Áslák heildsala; i fyrsta lagi
var hann frámunalega ágjarn, og i
óðru lagi ótrúlega afturhaldssamur,
svo afturhaldssamur að hann taldi
liverja einustu framför i veröldinni
blóðuga móðgun við sjálfan sig og
sína hagsmuni.
Þá sjaldan Áslákur heildsaii var i
ferðalagi, hafði .hann sama lagið á
sem faðir hans og afar — með járn-
braut, kannske stöku sinnum með
skipi, ef um stutta leið var að ræða.
En flugferðir voru honum viður-
styggð.
„Það er tilgerð, og í allan máta
óforsvaranlegt, var hann vanur að
segja — að fólk ferðaðist í loftinu.
Við mennirnir vorum settir á jörðina
í þeim tilgangi að við héldum okkur
við hana. Og auk þess er óguðlega dýrt
að ferðast í flugvél.“
En svo gerðist það að Áslákur
komst ekki hjá að fljúga.
Það atvikaðist þannig, að bróðir
hans, sem átti heima á vesturlandinu,
bauð honuni heim til sín. Og boðinu
fylgdi farmiði með flugvél. Áslákur
heildsali var lengi vel á báðum átt-
um. Þarna var þriggja vikna heim-
boð i boði, og ókeypis far — að
minnsta kosti aðra leiðina. Hins veg-
ar var ógurlegt að hugsa til þess að
eiga að fara upp í skýin. Hnnn hafði
svarið að aldrei skyldi nokkur mátt-
ur geta fengið hann til að fara upp
í flugvél, en þessi gjafafarmiði var
freistandi. Hann kostaði hundrað og
fimmtíu krónur, upphæð, sem Áslák-
ur mundi aldrei hafa lagt í jafn tví-
sýnt fyrirtæki.
Eftir langa andvökunótt komst
liann þó á þá skoðun að hann skyldi
brjóta í bág við skoðun sína — að-
eins í þetta eina skipti. Annars mundi
hann sem sé aldrei getað fyrirgefið
sér, að hann hefði látið hundrað og
finnntiu krónur fara til ónýtis. Þrátt
fyrir liatur sitt á flugvélum og öllu
þeirra athæfi, varð Áslákur að játa,
að talsvert fleiri færust i bilslysum
en flugslysum.
Hann var að hugsa málið þangað
til hálftíma áður en flugvélin fór.
Sat heima í stofu með töskuna til-
húna og farmiðann í hendinni, en
köldum svita sló út um liann við til-
hugsunina um ferðina. Hann leit á
miðann og rak strax augun í „150
krónur“. Það var ófyrirgefanlegt að
láta svo mikla peninga fara í súginn.
Hann þreif töskurnar, baksaði með
þær á næstu strætisvagnabiðstöð —
hann leigði sér aldrei bíl — og ók
á flugfélagsskrifstofuna.
Hræðslublandin andúð greip Áslák
heildsala er hann sá vélina.
Honum mistókst að setja á sig
sams konar svip og hinir farþegarnir,
sem fóru um borð. Hann var sann-
færður um, að einmitt svona eins og
honum mundi lömbunum líða, er þau
eru til slátrunar leidd. Hann reyndi
að brosa til flugfreyjurinar, sem stóð
ofan við stigann, en brosið varð að
afkáralegum grettum.
Hann kvaldist af hræðslu undir
eins og hann var sestur. Honum
fannst hann vera lóðaður inni i
bhkkdós, sem enginn kæmist úr lífs.
Nú fór kaldi svitinn að koma fram
á enninu á honum, hendurnar rétt-
ust og krepptust á vixl, og hjartað
var eins og fallhamar. Hann tókst á
loft í stólnum þegar hann heyrði að
dyrunum var lokað og stiganum ekið
frá. Nú var engin jeið opin til baka.
Aklrei hefir nokkur sál unnið al-
varlegra heit en Áslákur gerði núna.
Aldrei skyldi hann koma inn í flug-
vél framar.
Nú fór annar hreyfillinn að mala,
og svo hinn. Áslákur náði varla and-
anum. Hann þorði ekki að líta út
um gluggann. Hann nagaði neglurnar
og pírði augunum, heitstrengdi að
hafa þau lokuð meðan á fluginu stæði.
Þetta var 55 minútna flug, hafði hon-
um verið sagt.
Nú var malið i hreyflunum orðið
að öskri. Flugvélin titraði og Áslákur
titraði enn meira. „Nú líður yfir mig,“
hugsaði hann með sér. Og svo leið
yfir banri.
Ásláki varð ekki ljóst hve lengi
hann var í yfirliðinu. Hann fann að
Iiendi var stutt á öxlina á lionum.
Allt var hljótt kringum bann. Iiann
opnaði annað augað og rak upp fagn-
aðaróp. Vélin stóð á vellinum. Hann
var þá kominn. Og vissi ekki neitt
af flugferðinni. Vonandi hafði eng-
inn tekið eftir, að hræðslan rændi
hann meðvitundinni í 55 mínútur.
Hann sneri sér að flugfreyjunni, sem
hafði hnippt í hann og brosti alúð-
lega. „Þá er þetta búið,“ sagði hann.
„Já,“ sagði freyjan og brosti á móti,
„nú eru hreyflarnir orðnir lieitir, og
við léttum eftir augnablik. Viljið þér
gera svo vel að girða beltið.“
Þá var það, sem Áslákur heildsáli
féll i ómegin á tiltölulega skömmum
tíma.
NÚ ER ÞAÐ EKKI HATTURINN
heldur dragtin, sem við skulum at-
huga. Hún er dálítið óvanaleg. Krag-
inn er líning bundin að framan, vas-
arnir hátt og ermarnar beinar fram
og víðar. Mittið hátt.
Vitið þér...?
að kringum 350 ár er síðan kveikt
var á fyrsta jólatrénu í Evrópu?
l?að gerðist í Strasbourg árið 1604.
Einhverjum hugkvæmdist að taka lit-
ið grenitré og skreyta það með ljós-
um, glingri og gjöfum. Þetta féll í
góða jörð og á næstu 100 árum urðu
jólatrén algeng í Evrópu. í Ameríku
var ekki farið að nota jólatré fyrr
en um miðja síðustu öld.
að hægt er að búa til 6 pör af
knattspyrnuskóm úr einni kýr-
húð?
Knattspyrnan er allra íþrótta vin-
sælust hjá flestum þjóðum, og þess
vegna er það ekki smáræði, sem slit-
ið er af knattspyrnuskóm. 1 Dan-
mörku er slitið út 21.600 pörum af
þessum skóm á ári, eða 3.600 kýr-
húðum.
VDÍ2-J
hvers vegna yfirmenn á nær öll-
um her- og kaupskipum eru í blá-
um einkennisbúningi?
Ýmsir hafa haldið að jjessi Iitur
ætti að vera tákn hafsins, en skýr-
ingin er önnur: í gamla daga var
indigó eini lialdgóði liturinn sem
menn þekktu, gegn seltu og sól, og
þess vegna var liturinn valinn.
—- Maður þekkir varla hann Olsen
síðan hann missti allar eignirnar
sínar.
— Nei, þvi skyldi maður þekkja
hann, ef ekki væri til þess að fá lán-
aða lijá honum peninga?