Fálkinn - 14.08.1959, Side 5
FÁLKINN
5
ir frá. Á 41 degi komst hann 3.618
sjómílur í bát, sem engan veginn
var í góðu standi. Hann komst til
Timor við Ástralíu.
Þann 14. marz 1790, um sex vik-
um eftir að Christian hafði kveikt
í ,,Bounty“, var Bligh kominn til
London. Og í júní var barkskipið
,,Pandora“ lagt af stað til að leita
samsærismennina uppi.
— Þeir eru á Tahiti, sagði Bligh,
og þar tóku Pandoramenn þá af
þeim, sem höfðu ílenzt þar. Þeir
voru hengdir í Portsmouth beint
fram undan öllum skipunum, sem
lágu á höfninni.
í marga mánuði var leitað að
Christian og „Bounty“, en árang-
urslaust. Nær tuttugu ár liðu þang-
að til menn komu til Pitcairn næst.
En þá hafði margt gerzt þar.
LÍFIÐ Á PITCAIRN.
Fyrstu tvö árin var friður milli
.gestanna og hinna 6 innfæddu. En
þegar John Williams, sem hafði
misst konuna fór að ásælast konu
eins polynesans, varð orusta milli
hvítu mannanna níu og hinna sex.
Fimm hvítir og allir þeir innfæddu
féllu. Einn Englendingurinn sem
lifði orustuna af varð brjálaður.
Annar drakk sig í hel á brennivíni,
sem hann hafði smyglað í kopar-
katli frá ,Bounty“. Árið 1799 voru
aðeins tveir af samsærismönnunum
á lífi: John Adam og Edward
Young. Hann dó eðlilegum dauð-
daga árið eftir og nú var Adam einn
eftir með allt kvenfólkið og börnin..
Hann fann til ábyrgðar gagn-
vart þessari stóru fjölskyldu og nú
kom hann skipulagi á allt, sem síð-
an hefur orðið frægt.
í febrúar 180 kom fólk næst til
Pitcairn. Það var Meyhew Folger
frá Boston, á briggskipinu „To-
paz“. Hann varð hissa er hann sá
bát koma róandi út að skipinu. Þeg-
ar nær kom sá hann nafn á bátnum.
Það var máð ,en hann sá að stafirn-
ir voru sex. En hann gleymdi aldr-
ei hve forviða hann varð er hann
gat lesið nafn skipsins sem hafði
verið horfið í átján ár!
Framh. á bls. 13.
Luis Marden finn-
ur akkerið frá
,Bounty“ á hafs-
botni, alþakið í
kóröllum og kalk-
hrúðri.
MAÐURINN, SEM - synti
1. Á fornöld Grikkja var Hero hin fagra meyprestur í hofi
ástargyðjunnar Afrodite í Sestors. Hún hafði eins og Vestu-
meyjarnar í Róm gerðu síðar, unnið það heit að verða aldrei
við karlmann kennd, en svo hitti hún Leander og heyrði hann
syngja og leika á hörpu. Urðu þau ástfangin hvort af öðru.
3. Það varð að ráði að Leander skyldi synda yfir Hellusund
á hverri nóttu og hitta ástmey sína á laun, og Hero lofaði að
kveikja blys til þess að vísa honum til vegar. Þetta gerði hún
á hverju kvöldi og alltaf kom Leander.
í dauðann fyrir elskuna sína
2. Leander var ættaður frá Abydos við Hellusund eða Helles
pontos, sem Grikkir kölluðu. Yfir Hellusund hélt Xerex Persa-
konungur her sínum til Grikklands árið 400 f. Kr., en skáldið
Byron lávarður vann sér frægð með því að synda yfir Hellu-
sund, en það er 1300 metra breitt. Var hann sjálfboðaliði í
frelsisstríði Grikkja snemma á öldinni sem leið. Leander var
tónelskur maður og skáld gott. Hann töfraði Hero með söng
sínum og hörpuslætti og hún gaf honum hjarta sitt. En vegna
þess að hún var prestvígð máttu þau ekki njótast.
4. Eina hvassviðrisnótt slokknaði á blysinu og þar af leiðandi
viltist Leander á sundinu. Marga klukkutíma barðist hann
gegn hafróti og straumi og lauk svo að hann drukknaði. Lík
hans rak á fjöruna við Sestos morgunin eftir. Og þá fleygði
Hero sér í örvæntingu ofan af þaki hofsins til þess að sam-
einast elskhuga sínum í dauðanum. Þessi ástarsaga Hero og
Leanders varð svo fræg í Grikklandi að sérstök mynt var
gefin út til minnigar um hana.