Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Þetta er fyrsta sím- senda myndin: Frið- rik Danakonungur heilsar íslenzku landsliðsmönnunum fyrir leikinn á Id- rætsparken í Kaup- mannahöfn. í fylgd með konungi er Björgvin Cchram, formaður Knatt- spyrnusambands ís- Iands. £.ímM\nJlar iJcAmifHífir TÆKNINNI hefur fleygt fram á síðustu árum, og það jafnvel svo að nú eru menn farnir að tala um það að ferðast til tunglsins og annarra hnatta í fullri alvöru. Það virðist aðeins tímaspursmál, hvenær þær ferðir hefjast. En einhvern tíma munu slík ferðalög ef til’vill vera talinn jafn sjálfsagður hlutur og ferðir á milli heimsálfa eru í dag. Nú finnst engum neitt undarlegt þótt menn geti ræðst við í síma eða með loftskeytum héraða eða landa á milli það er sjálfsagður hlutur. Og svo verður um allar tæknifram- farir, þegar þær hafa verið teknar í þjónustu almennings. Það er skiljanlegt að við íslend- ingar höfum orðið á eftir með margt, sem að tækinni lítur, þar sem við erum fámenn og afskekkt þjóð. Fyrst í stað eru allar nýjung- ar mjög dýrar og oft ófullkomnar hjá því, sem víðar verður. Við get- um því tíðum ekki leyft okkur að hafa hraðann á að taka þær í þjón- ustu okkar. Núna nýlega náði ein tækninýj- ungin, sem víða erlendis þykir orð- inn sjálfsagður hlutur, hingað til okkar, en það er sending á ljós- myndum með loftskeytatækjum, eins undarlegt og það hljómar. Morgunblaðið fékk þannig sendar tvær myndir 18. þ. m. af landsleik íslendinga og Dana í knattspyrnu, sem fram fór í Kaupmannahöfn það kvöld. Eru það fyrstu símsendu myndirnar, sem koma hingað til landsins. Héðan hafa hinsvegar ver- ið sendar fréttamyndir með loft- skeytatækjum og var það gert í fyrsta skipti, er sænsku konungs- hjónin voru stödd hér á landi. í vor fékk landssíminn vandað móttökutæki til að taka á móti sím- sendum myndum, en fyrra tækið, sem aðeins gat sent myndir, hafði síminn að láni. — Úr þessu má því búast við, að við látum okkur ekki nægja frásagnir af heimsviðburðun- um daginn eftir að þeir gerast held- ur fáum myndir af þeim líka. ^§KRÍTLUR — Yndislega rósin mín, hvíslaði hann og þrýsti vanganum á henni að kinn sér. — Dásamlegi kaktusinn minn, svaraði liún. — Eg er kominn til að stemma fyrir yður pianóið yðar, frú. — Eg hefi ekki gert boð eftir nein- um píanóstemmara. — Nei, en nágrannarnir yðar hafa gert það. —o— Filmudisin fór á lögreglustöðina til að fá vegabréf. — Ógift? spurði fulltrúinn. — Öðru hverju, svaraði filmu- dísin. Hér birtist mynd af aflaskipinu Víði II úr Garði, sem nú er afla- hæsta skip síldveiði- flotans. Víðir kemur inn til Siglufjarðar drekkhlaðinn. — Skip- stjóri á honum er Egg- ert Gíslason, annálað- ur dugnaðarmaður. ÉIÍÉÍS í . ; ni . .wí'vý's,,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.