Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 28.08.1959, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 hvítt, svipurinn harður og augun starandi. Hún stóð þarna í tvær sekúndur eftir að bióð var farið að renna nið- ur nefið á henni. Svo hneig hún niður í sandinn. Hinir uppreisnarmennirnir gáfust upp. Stóðu grafkyrrir og réttu upp hendurnar. Flutningabílalestin lagði af stað til aðalstöðvanna. Læknar skoðuðu lík Raymonde Peschard og það var grafið daginn eftir. En daginn eftir hafði vélbyssa verið lögð á leiði hennar — tilkynning frá uppreisn- armönnunum um að andstaða þeirra væri ekki buguð þó „Engillinn" væri fallinn. * KONUNGHOLLUR HÖFÐINGI. — Obi Oksi, valdsmaður í Onitsha í Nígeríu var konunglega klæddur, er hann iók á móti hertogahjónun- um af Gloucester fyrir nokkru. — 'Kóróna hans var alsett hermelin- bjórum, í skikkjuna voru ofnar myndir af Elizabeth drottningu. Og á bringunni dinglar Order of the British Empire, sem drottningin heiðraði hann með 1 fyrra. £krítlur Gömul ekkja var orðin leið á Reykja vík -og vildi kaupa sér hús upp í sveit. En hún var ekki ánœgð með það, sem fasteignasalinn hafði að bjóða henni. — Nei, ekki líst mér á þennan stað, sagði hún. — Eg hef heyrt að það rigni svo mikið þar. — Það er nú eitthvað annað, frú mín. Ég á kunningja þar, sem rekur aligœsabú, og gæsirnar hafa ekki einu sinni lœrt að synda. — Fyrirtœkið mitt er svo smátt, að ég annast allar bréfaskriftirnar sjálfur, sagði maðurinn. — Konan mín er svo dýr í rekstri að ég hefi ekki efni á að hafa vélritunarstúlku. — Það skil ég vel, sagði einn sem á hlustaði. — Eg þekkti einu sinni mann, sem hafði svo dýra vélrit- unarstúlku að hann gat ekki leyft sér að hafa eiginkonu. Milljóníus forstjóri œtlar að kaupa reiðhest handa konunni sinni og er að skoða gœðinga hrossakaup- mannsins. — Haldið þér að þessi tryllingur sé heppilegur kvenhestur? spyr for- stjórinn, sem er hikandi í valinu. — Já, ég get vel hugsað mér að sumt kvenfólk ráði við hann. En hitt er annað mál, að ég kœrði mig ekki umað vera giftur svoleiðis konu. — Mamma, sagði Gunna litla, — hún frú Hansen kom hingað áðan og œtlaði að óska þér til hamingju með afmœlið. En af því að enginn var heima nema ég skrifaði hún kveðjuna sína í rykið á kommóðunni. — Það er alveg ástœðulaust að kvíða fyrir þessu, sagði hjúkrunar- konan til að hugga sjúkling, sem átti að fara að skera. — Yfirlœknir- inn hefur séð nákvœmlega þennan uppskurð í sjónvarpinu. SÓL 6RJÓH efla hreysti og heilbrigði KARLMAIMNAFOT FRAKKAR SKYRTUR KVENKAPUR STUTTJAKKAR OG FLEIRA MIKM URVAL ^ ^ Kaupmenn - Kaupfélög Haíið t>ér reynt hinar vinsælu sælgætisvörur frá NÝJU SÆLGÆTISGERMNM H'F Mjög fjölbreytt úrval. Söluumbcð: UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Grettisgötu 3. — Sími 10485.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.