Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1959, Qupperneq 14

Fálkinn - 11.09.1959, Qupperneq 14
14 FÁLKINN -Ai vecfr HISSA Einhverntíma í jyrra seldi Belgíu- maður, Luigi Bealini, konuna sína jélaga sínum fyrir 5000 krónur. Og meira að segja upp á afborgun. Kaupandinn átti að borga gripinn í sex hlutum. En Bealini hefur að- eins fengið tvœr greiðslurnar, og þótti þetta þunnt, svo hann fór til lögreglunnar og spurðist fyrir um hvort kaupandinn væri ekki skyld- ur til að skila konunni aftur, úr því að hann hefði svikið gerða samn- inga. En Bealini fékk ekki kerlingu sína. Hins vegar fékk hann þriggja mánaða fangelsi. —o— Múhameðstrúarmenn fasta sam- tals heilan mánuð á ári, og meðan á föstu stendur, mega þeir hvroki éta, drekka eða reykja frá sólar- uppkomu til sólarlags. Vísindamanni telst svo til, að maður verði að ganga 225 kílómetra með 5,5 km hraða á klukkustund, til þess að léttast um eitt kíló. Fyrstu bindindisfélögin bönnuðu ekki meðlimum sínum að drekka áfengi, en tilgangur þeirra var að fá menn til að drekka minna. í fé- lagi, sem stofnað var í New Jersey 1826 var þess krafizt, að stúku- bræður drykki ekki meira en hálf- an lítra af viskí á dag. —o— Talið er, að rottur hafi orðið fleiri mönnum að bana en öll rán- dýr heimsins til samans — með því að bera með sér nœmar drep- sóttir. —o— Hjartað í fílnum er 1,5 m um- máls, og vegur 30 kíló. —o— Mozart samdi 6 sónötur fyrir pí- anó þegar hann var 8 ára, og 10 ára samdi hann óperettu, sem heit- ir „Bastian og Bastienne“. Kadar-stjórnin í JJngverjalandi hefur sent Austurríki kröfu um að skilað verði aftur 7400 bílum og 40 almenningsvögnum, sem flóttamenn höfðu á burt með sér úr Ungverja- landi. ■—o— Fornfrœðingar eru að grafa upp borg, sem verið hefur mikið menn- ingarsetur áður en saga Rómverja hófst. Borg þessi er í ítölsku Ölp- unum, rétt við landamœri Sviss, og hafa stórmerkilegir munir fund- ist þar. Meðal annars fimmtíu kist- ur, sumar 2200 ára gamlar — fullar af allskonar skartgripum úr gulli og bronsi, útflúruð skrautker og næfurþunn glös, sem notuð hafa verið undir ilmvötn og til þess að safna tárum syrgjenda við jarðar- farir. — Fornfrœðingar telja víst að einhversstaðar , grennd við þessa borg sé önnur miklu stœrri, þó hvergi sjáist hennar getið í fornum heimildum. —o— í New York voru framin 315 morð árið 1956 og stoliö verðmæt- um fyrir 45 milljónir dollara. —o--- Eina kirkjuklukka í heimi, sem slær þrettán högg þegar hún er eitt e.h. er í enskum smábœ, Worsley í Lancashire. Það eru rétt 150 ár síðan klukka þessi var smíðuð handa þáverandi hertoga af Bridge- water. Vinnumennirnir hans höfðu matarhlé kl. 12—1, en komust sjald- an til vinnu aftur fyrr en hálftíma of seint. Þeir afsökuðu sig með því, að þeir hefðu ekki heyrt þegar klukkan sló eitt. Hertoginn sá ráð við því og lét smíða klukku, sem sló 13 högg í stað eins á daginn. Og nú gat ekki hjá því farið að vinnumennirnir heyrðu í klukk- unni. ■—o— Orloff-dementurinn frœgi, sem á sínum tíma var á veldissprota Rússakeisara, var upprunalega auga í indverskri goðamynd. Hann er 2,5 sm i þvermál. Árið 1794 var hann seldur fyrir 450.000 rúblur og að auki fékk seljandinn 4000 rúblna lífeyri ævilangt. LILJUKONVALLINN ilmar betur en flest blóm. HrcMífáta 'JáikanA Lárétt skýring: 1. Fætur, 5. Titraði, 10. Hvílan, 12. Gjöld, 14. Þreyttar, 15. Veizla, 17. Sáluhólpin, 19. Karlmannsnafn (ef.), 20. Svíðingar, 23. Á fuglum, 24. Sonar, 26. Blettir, 27. Hafrót, 28. Keipa, 30. Ambátt, 31. Gróf- gerðu, 32. Á litinn, 34. Tímabilið, 35. Smyrsli, 36. Tætla, 38. Saurgað, 40. Prik, 42. Störf, 44. Ölhreyfur, 46. Fenna, 48. Öngull, 49. Gramar, 51. Skjökt, 52. Óhreinka, 53. Land- stjóri, 55. Hnupl, 56. Órétta, 58. Óðagot, 59. Síli, 61. Spígspora, 63. Blóm, 64. Ungdýr, 65. Laghentar. Lóðrétt skýring: 1. Lánastofnuninni, 2. Dimmviðri, 3. Ósköp, 4. Ending, 6. Húsdýr, 7. Saurgar, 8. Þrír eins, 9. Á austur- landi, 10. Karlmannsnafn, 11. Vend- ir, 13. Ginnir, 14. Söngvari (útl.), 15. Héla, 16. Gan, 18. Fugl, 21. Fangamark, 22. Fangamark, 25. Pólarnir, 27. Fuglinn, 29. Leirur, 31. Mögl (ef.), 33. Þrír eins, 34. Sunds, 37. Þvaðrar, 39. Húka, 41. Hressast, 43. Kunningjar, 44. Sleipa, 45. Kjáni 47. Ógæfu, 49. Tónn, 50. Upphafsst., 53. f spilum, 54. Inn- ýfli, 57. Hávaða, 60. Ýta, 62. Fanga- mark, 63. Tónn. auán á áíouátu hroááffútu: Lárétt ráðning: 1. Hasta, 5. Jónas, 10. Háski, 12. Tópas, 14. Harka, 15. Önd, 17. Vamms, 19. Elg, 20. Perdúka, 23. Bát, 24. Lurk, 26. Galsi, 27. Kyni, 28. Greys, 30. Ráa, 31. Bagar, 32. Inar, 34. Sorg, 35. Aðskot, 36. Fals- ið, 38. Stal, 40. Tákn, 42. Dalur, 44. FFF, 46. Rugga, 48. Ámur, 49. Kál- ar, 51. Rart, 52. Mók, 53. Akranes, 55. Rut, 56. Storð, 58. Agg, 59. Vænni, 61. Asnar, 63. Satan, 64. Atlot, 65. Víðir. Lóðrétt ráðning: 1. Hárgreiðslukona, 2. Ask, 3. Skap, 4. TI, 6. ÓT, 7. Nóva, 8. Apa, 9. Sambyggingarnar 10. Halur, 11. Andlát, 13. Smána, 14. Helga, 15. Örar, 16. Dúsa, 18. Stirð, 21. Eg, 22. KI, 25. Kynstur, 27. Karskur, 29. Sakar, 31. Bolar, 33. Rof, 34. Sat, 37. Ódáms, 39. Aflaga, 41. Patti, 43. Ámóta, 44. Fára, 45. Fang, 47. Grunn, 49. KK, 50. RE, 53. Aðal, 54. Svað, 57. RST, 60. Æti, 62. RO, 63. Sí.'

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.