Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Fyrstu 70 árin, sem Spánverjar voru að leggja undir sig lönd vest- an hafs hugsuðu þeir aðeins um að raka saman sem mestu af gulli. Þegar frá leið hugkvæmdist þeim þó, að kannske mætti græða á fleiru en gullinu og Filippus II. gerði út leiðangur undir forustu manns, sem hét Boncalo Hernandes de Toledo, til þess að rannsaka þetta. Það var hann sem flutti fyrstu tóbaksplönt- urnar til Evrópu árið 1599, en þá höfðu menn haft spurnir af tóbak- inu löngu áður. Trúboðarnir, sem fóru með Columbusi i aðra vestur- för hans, höfðu séð Indíána á Vest- ur-Indíum reykja, og sögðu að reyk ingar læknuðu ýmsa sjúkdóma. Vakti jurt þessi, sem enn var nafn- laus, þvi mikla forvitni og umtal undir eins og hún kom til Spánar og Portúgal. Jean Nicot de Villemain, franski sendiherrann í Lissabon, sendi drottningu sinni, Mariu af Medici Walter Raleigh, hin nafnkunna sjóhetja — og sjóræningi — gerði út leiðangur til Ameríku 1584 til að nema land og nefndi landnám sitt Virginíu — eða Meyjarland — til heiðurs Elizabeth drottningu. En þessir landnemar héldust ekki við þar og þegar þeir komu aftur til Plymouth tveim árum síðar vöktu þeir athygli fyrir trélegg, sem þeir héldu milli tannanna og spúði reyk. Þetta voru tóbakspípur. Raleigh fékk eina þeirra að gjöf og vann betur að útbreiðslu reykinga meðal heldri manna en nokkur annar. Og skáldið Spenser, vinur hans, orkti lofkvæði um tóbakið og pípuna. Raieigh varð pípunni trúr til dauða- dags. Þegar Elizabeth drottning dó var hann sakaður um að hafa tekið þátt i samsæri gegn Jacob I. og var hann settur í Towerkastala. Þar sat þessi fyrrverandi aðmíráll í 12 ár og dundaði við að skrifa sögulegar og hagfræðilegar ritgerðir og gera ~~tóbakii- » Þetta er tóbaksakur í Kentucky. Þar er ræktað Burley-tóbak. Menn- irnir tína burt visnuð blöð, sem annars spilla þeim heilbrigðu. ALGENGASTI ÓÞARFINIM í HEIMI nokkur tóbaksfræ, sem hún rækt- aði. Kölluðu þá ýmsir tóbakið ,,drottningarjurt“ eða „sendiherra- jurt“, en vegna lækningamáttarins, sem henni var eignuð, en sem eng- inn vill viðurkenna nú, var hún líka kölluð „Herba panacea" (lækn ingajurtin) eða jafnvel „Herba sankta“. Ekkert þessara nafna fest- ist þó við tóbakið. Frakkinn Dela- champ skírði hana „Herba Nicoti- ana“ og gerði um leið ódauðlegt nafn Nicots sendiherra. Og síðan er eitrið í tóbakinu nefnt nicotín. Sjálfur reykti Nicot aldrei. áætlun um landnám í gull-landinu Dorado, sem hann taldi að mundi vera Guyana í Suður-Ameríku. Loks var hann tekinn af lífi. Sag- an segir að hann hafi lagst á högg- stokkinn með pípíuna í munnin- um. Þó að hið fyrsta landnám í Virg- inía gengi illa varð þetta fylki brátt vagga tóbaksræktarinnar í Norður- Ameríku. Frá stofnun bæjarins Jamestown í Virginía, 1607, liðu ekki nema örfá ár þangað til skrið- ur var kominn á tóbaksræktina. Sá hét John Rolfe og var giftur indí- ánaprinsessunni Pocachonta, sem varð fyrstur til þess að rækta tóbak til sölu og vanda gæði þess. Honum fannst bragðið af Virginíatóbakinu of beizkt og flutti inn mildari tó- bakstegund frá Vestur-Indíum. Árið 1613 flutti hann út fyrsta tóbakið, sem ræktað hafði verið í núverandi Bandaríkjum. Hinum fátæku landnemum var það mikið happ, að nægur mark- aður var fyrir tóbakið þeirra í Ev- rópu. Reykingar og neftóbaksnotk- un hafði breiðst út frá Portúgal og Spáni til frönsku hirðarinnar og þaðan um alla Evrópu, og pípureyk- ingar lærðu menn af Englendingum. í 200 ár var tóbakið bezta útflutn- ingsvara nýlendnanna í Norður- Ameríku — í frelsisstyrjöldinni skoraði Washington á landa sína: „Ef þið getið ekki sent peninga þá sendið tóbak“. Þegar Englendingar voru að berjast við nýlendumenn- ina í Virginía 1781, er sagt að þeir hafi lagt meira kapp á að eyði- leggja tóbaksekrurnar en drepa ný- lenduherinn, því að sjálfstæðis- menn notuðu einkum tóbak til að ■ ■ \ ■ 'V Tóbaksþurkunarhús í North Carolina. Þau eru hituð upp með stein- olíuofnum, en áður voru notuð viðarkol. Tóbakið sem þurkað er við ofnhita er kallað „flue-cured“ og er ljóst á litinn. TÓDaKsgeymsIa. Framleiðandinn selur tóbak sitt á uppboði, og þar skoða umboðsmenn tóbaksgerðanna vöruna áður en þeir gera boð í hana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.