Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 8
8 FALKINN Á svona degi ætti maður að vera innilega glöð og ánægð, hugsaði Geirþrúður með sér er hún leit út um gluggann og horfði á þökin og turnana, sem glitruðu í sólskininu. Á svona degi ætti maður að láta öll vandamál og mikilsverðar á- kvarðanir bíða, og aka langa leið til þess að fá matarlyst undir góðan hádegisverð. Nú átti hún langa helgi fyrir höndum, og áður fyrr hefði hún ekki hikað við að skjóta öllu á frest. En Geirþrúður gerði sér fylli- lega ljóst, að hún var hvorki glöð eða ánægð, þó veðrið væri gott — hvorki með sjálfa sig eða tilveruna. Líklega átt óánægja hennar ekki djúpar rætur, hugsaði hún áfram, og gekk að snyrtiborðinu og sett- ist. En ef hún tæki ekki rögg á sig og hristi þetta af sér, gæti það ger- spillt helginni fyrir henni, og það væri leiðinlegt fyrir Alan, sem alltaf lagði svo mikið á sig til að gera henni lífið ánægjulegt. Hún fór að skoða sig í speglinum, hugsandi, og lagaði á sér stutta, jarpa lokkana kringum hátt, hvítt ennið. Andlitið og bjarta hörundið var jafn unglegt og áður. Og þeg- ar sólin og sumarið gæfi hörund- inu örlítinn brúnan lit, gat hún vel sýnst yngri en þrítug. „Þú ert ekki hálfum degi yfir þrítugt!“ hafði Alan sagt við hana ekki alls fyrir lönðu, þegar hann var að reyna að geta upp á hve gömul hún væri. Það hafði verið ŒoLt C. & sagði Aian . . . . „Ég þekki manninn yöar“ auðvelt að skilja að honum var al- vara, og hún gat ekki stillt sig um að vera upp með sér, því að í raun- inni var hún orðin þrjátíu og sex. Því mátti hún ekki dekra ofur- lítið við aldurinn? hugsaði hún með sér. Ekki var hann það, sem mestu máli skifti, eins og til dæmis það, að hún skyldi kynnast Alan Clane. Hún beygði sig fram á snyrti- borðið og fór að farða andlitið og vandaði sig mikið. Hún hafði verið lengi að finna þá litunina, sem fór henni best, og hún var öruggari er hún var orðin sannfærð um, að hún hefði hitt á það rétta. Alan þreyttist ekki á að slá henni gullhamrana, og það var henni ný örfun til að vanda sig sem best. „Fegurð þín gerir fátækan mann ríkan, og þann ríka enn ríkari,“ mundi hún að hann hafði sagt. Hún hafði nærri því gleymt at- vikunum að því að hún kynntist Alan Clane. Ár eftir ár hafði hún kynnst mönnum af öllum stéttum — þar var löng röð af nöfnum, sem öll höfðu hlotið sömu örlög: að hverfa einn góðan veðurdag inn í gleymsluþokuna, sem þau höfðu komið úr. Sanna vini hafði hún ekki átt nema fáa, og stundum hafði hún verið einmana. En smátt og smátt sætti hún sig við þá stað- reynd, að hún hafði horfið inn í gleymskuþokuna sjálf í hóp kven- anna, sem urðu að vinna fyrir sér og horfast í augu við að verða ógift alla æfi. Ekki svo að skilja að hún vor- kenndi sjálfri sér. Hún komst vel af og átti í rauninni góða æfi: Fáar skyldur, gott kaup hjá áreiðanleg- um málaflutningsmanni og ótak- markað frelsi. í rauninni var hún öfundsverð ung stúlka, það gerði hún sér fylli- lega ljóst og vinstúlkur hennar höfðu ekki dregið dul á það. Samt sem áður var hún stund- um að hugsa um mann og barn, angurblíð í hug. Fyrir hennar sjón- um var þetta veröld, sem lokuð var fyrir henni. Hún hafði vitanlega oftar en einu sinni haft tækifæri til að giftast, en af ástæðum sem hún gerði sér ekki ljósar, nú orðið, hafði hún kosið fremur að lifa lífi sínu ein, eins og hún hafði gert hingað til. Ef til vill var það af því, að hún hafði alltaf verið þeirrar skoðunar, að frjálsræðið væri svo mikilsvert fyrir þroska einstakl- ingsins. í dag var hún ekki í vafa um, að hún gæti ofurvel komist af með minna frelsi, og að hún mundi geta verið alveg eins hamingjusöm þó hún væri háð öðrum manni. Stundum var hún altekin af þrá eftir æfintýrinu mikla — þrá eftir að lifa ástina sem hún hafði lesið um í bókum og séð með eigin aug- um í kunningjahóp sínum. Ef hún hafði nokkurntíma elskað mann i fullri einlægni þá var svo mikið víst að hún hafði gleymt því núna. Kannske var það tilfinningin um að vera elskuð, frekar en að elska sjálf, sem hún þráði. Þegar hún kynntist Alan Clane þóttist hún að minnsta kosti hafa fengið endur- gjald fyrir margra ára söknuð og einstæðingslíf. Alan var hár maður og glæsileg- ur, yfir fertugt. Hann var ríkur og í miklu áliti í þjóðfélaginu. Hann hafði verið kunnur íþróttamaður á sínum tíma, og mörgu fallegu bik- ararnir, sem prýddu stofurnar hans voru mælikvarði á þann dugnað og atorku, sem einnig hafði komið honum að gagni í kaupsýslunni. Fyrst í stað hafði Geirþrúður ekki haft hugmynd um að hann var kvæntur. Þegar hún frétti það fékk hún svo þungt áfall, að hún vildi ekki hitta hann í marga daga. Áður fyrr hafði hún jafnan var- ast að komast í kynni við gifta menn, en smásaman vandist hún þeirri tilhugsun að Alan væri bund- inn konu, sem hann elskaði svo mikið að hann vildi ekki skilja við hana, — því að stundum blossaði afbrýðin upp í Geirþrúði gagnvart þessari konu, sem hún hafði aldrei séð og vissi engin deili á. „Eg hef alltaf haldið að þú værir fremur hleypidómalaus," hafði hann sagt. „Þegar á allt er litið þá skiftir það ekki miklu máli fyrir okkur hvort ég er kvæntur eða ekki. Þó að þú viljir ekki játa það, þá ert þú einstæðingur, og aðeins návist manns getur komið þér til að gleyma því.“ Þessi orð höfðu fengið á hana, en samt hafði hún orðið að játa að Alan hafði rétt fyrir sér. Hvers vegna átti hún að neita sér um hamingjuna, þegar henni bauðst hún, af manni, sem hún mat mikils? Hún var aldrei nema manneskja með eðlilegri lífsþrá. Tók hún nokkuð frá konu Alans, nema það sem hún þegar hafði misst? Þegar hún hafði lokið við að snyrta sig stóð hún hægt upp og leit á armbandsúrið. Klukkan var ekki nema hálfellefu og enn voru tveir tíma óliðnir þangað til Alan kæmi til að sækja hana. Það voru margar vikur síðan þau höfðu af- ráðið að fara saman í skemmtiferð um einhverja helgina, og þetta var í fyrsta skifti sem hún hafði fallist á að fara í svona ferð með honum. Karen, kona Alans, hafði legið lengi í sjúkrahúsi, og Geirþrúður hafði oft verið að velta því fyrir sér hvort hún væri orðin kaldlynd, því að hún hafði ekki komist neitt við, er hún frétti þetta. „Það er alveg hættulaust,“ hafði Alan sagt, þegar þau voru að tala um sjúkdóm konunnar hans. „Kar- en hefur alltaf verið veil á taug- unum. En þú skilur að það er ekki beinlínis nein tilhlökkun, að koma heim að tómu húsi. . . . “ Geirþrúður kveikti í vindlingi og opnaði gluggann og lét sólskinið leika um andlitið á sér. Svo kom óeirðin yfir hana aftur og hún fór að þramma fram og aftur um gólfið, þangað til hún nam staðar við skrifborðið og leit á opna dagatals- bókina. Við daginn 4. júní hafði verið strikaður rauður kross, og undir honum stóð aðeins eitt orð: Róm. Og nú mundi hún að það var í dag, sem hún hafði ætlað að leggja upp í hina árlegu utanlandsferð sína, og að hún hafði ætlað sér til Róm í þetta skiftið. Þangað til hún kynntist Alan hafði hún alltaf ver- ið að hlakka til þessarar ferðar, en svo hafði hún smágleymst, og fyrst nú rifjaðist upp fyrir henni hvernig hún hafði hugsað sér ferðaáætlun- ina. Hún stóð hugsandi dálitla stund, augnaráðið breyttist sí og æ, og hún marði eldinn úr vindlingnum í öskubakkanum. Þetta kom allt í einu yfir hana — eins og það hefði lengi biðið reiðubúið til stökks. Það var ekki niðurstaða langra yfirvegana, að- eins ósjálfráð tilfinning þess, sem hún hafði búist við af sjálfri sér. Það var undarleg mildi í þessu föla andliti á hvíta koddum, og það var yfirnáttúrleg fegurð í bláu aug-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.