Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 ☆ ☆☆ LITLA BAGAN *☆☆ Hættan liðin hjá ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Hún varð af strætisvagninum. Ergilegt að hún skyldi alltaf verða af síðasta strætisvagninum þegar hún kom úr saumaklúbbnum. Og vitanlega hvergi hægt að ná í leigu- bíl. Elsa trítlaði áfram, það var langt heim, hún yrði útslitin á skrifstof- unni á morgun. Jæja, hún gæti kom- ið klukkutíma of seint, skrifstofu- stjórinn myndi blíðkast ef hún kyssti á kinnina á honum — hann var þakklátur fyrir svo lítið. Æ, þessir karlmenn, þarna kom einhver deli á eftir henni, alveg eins og á þriðjudaginn var, þegar hún hljóp heim úr saumaklúbbnum. Hugsum okkur ef hann væri nú af bófataginu — það var ekki langt síðan hún hafði lesið um ofbeldi við stúlkur. Það fór hrollur um endi- langa hrygglengjuna á henni. Elsa leit við — jú-jú, dólgurinn var að elta hana. Aldrei gat maður fengið að vera í friði á götunum í sjálfum höfuðstaðnum. Nú var um að gera að látast vera óhræddur! Hugsum okkur ef hann væri nú af lakasta taginu. Miskunnarlaus of- beldismaður. Hvað átti hún að gera? Hvergi sást nokkur önnur manneskja. Elsa varð hræddari og hræddari, hún átti enn hálftíma gang heim, eða kann- ske vel það. Hún átti heima á Lauga- vegi nr. 260. En allt í einu datt henni ráð í hug. Bezt að rannsaka hvort þetta væri fúlmenni, sem elti uppi varnarlaust kvenfólk á nóttunni. Hvers vegna ekki að láta sem hún ætti heima í stóra steinhúsinu þarna hinumegin við götuna. Ef hann skágengi ak- brautina á eftir henni, var ekki um að villast að þetta væri þorpari og kvennabósi. Elsa stefndi á gráa steinhúsið og yfir götuna og hljóp. Hún þorði ekki að líta við. Hún komst inn í portið og lét sem hún væri að leita að lykl- inum. Og meðan hún stóð þar kom hann. Hún leit óttaslegin til hans en létti allt í einu. Þetta var nefni- lega bráðmyndarlegur maður. — Það er skrítið að ég skuli ald- rei hafa séð yður áður, sagði hann. — Ég vissi ekki að þér ættuð heima hérna. — Ég er alveg nýflutt, sagði hún með öndina í hálsinum og stamandi. — Ég fluttist hingað fyrir viku. — Jæja, einmitt það, sagði hann og tók lykil upp úr vasanum. Henni létti. Maðurinn átti heima þarna, og hún þurfti ekkert að óttast. Mikið getur maður villzt á mönnum stund- um! — Ég þykist sjá, að þér hafið gleymt lyklinum yðar, sagði hann brosandi. Hún varð að segja honum allan sannleikann, hún komst ekki hjá því. Henni var það óhætt — hættan var liðin hjá. — Það var ósatt að ég ætti heima hérna, sagði hún. — Ég tók upp á því að látast eiga heima hérna, til að sjá hvort þér hélduð áfram. Ég var nefnilega hrædd um að þér væruð að elta mig. — Æ, þér hélduð þá að ég væri misindismaður, sagði hann. — Hvar eigið þér heima? — Á Laugavegi 260. — Það er langt þangað, sagði hann. — En ég skal fylgja yður. Þá þurfið þér ekki að vera hrædd á leiðinni. — Hjartans þakkir, — en hvað þetta er falíega gert! Svo stakk hann lyklinum í vas- ann og þau löbbuðu af stað. Nú var Elsa róleg. Hún hefði bara átt að vita, að lykillinn hans gekk alls ekki að gráa steinhúsinu, heldur að gömlu timburhúsi vestur í bæ. ☆ Vitið þér ...? að heyrnin er bezti leiðbeinandi blinda fólksins? Þetta hefur verið sannað með ítarlegum tilraunum, sem gerðar voru í Þýzkalandi. Við tilraunirnar var hörund hinna blindu gert til- finningalaust með deyfingu, troðið var upp í nef þeirra, svo þefnæmi var útilokað, en heyrnin látin ó- skert. Það kom á daginn að sá blindi var jafnathugull og áður. En þegar troðið var upp í eyrun á honum varð hann eins og héri og gat ekki bjargað sér. að nú þurfa menn ekki að vökna á leið út í flugvél eða úr? í Ameríku eru menn farnir að nota þakin göng, samsett úr mörg- um liðum, frá dyrum farþegaskól- ans út að vélinni. Sá liðurinn, sem næst er vélinni er með hreyfli, sem hreyfir liðinn þannig að endinn á honum staðnæmist í sömu hæð og flugvélardyrnar eru. -x £itt ktíerju -x | Eru norðurljós á Venus? í janúar í vetur urðu ýmis konar truflanir á geislum sólar- X innar og datt þá stjarnfrœðingn- •:| um de. Newkirk í stjömuturnin- X um í Colerado í hug að athuga, X hvort þessar truflanir hefðu •:• nokkur áhrif á stjörnuna Venus. V. Varð hann þess þá vísari, að frá X stjörnu þessari stafaði geislun, •:• sem að mörgu leyti líktust norð- X urljósunum, sem við sjáum hér X frá jörðunni. Þykir þetta benda til þess, að Venus sé að ýmsu X leyti líkari jörðinni en menn X hafa haldið til þessa. •:• Gufuhvolfið eða „andrúmsloft- x ið“ kringum Venus er tiltölulega X þétt og nœr 60—70 kílómetra út X frá stjörnunni. Það er gizkað á, að það sé aðallega myndað af X vatnsgufu og kolsýringi. Súrefni, X lífgjafann í andrúmslofti jarðar- innar, hafa menn ekki getað •;• greint þar. Ýmsir vísindamenn X halda því fram, að þykkt loft- X hjúpsins kringum Venus stafi af •:• því, að stormar sópi ryki langt X út í geiminn frá stjörnunni. X En smám saman hafa menn ::; fallið frá þeirri kenningu. Það X er vitað, að stormasamt er á Ven- X us ekki síður en hér á jörðinni. •:• Geislunarathuganir á stjörnu X þessari hafa leitt í Ijós, að þrum- :•: ur og eldingar eru ekki fátíðari j:| á Venus en hjá okkur. Það er X einnig sannað, að Venus snýst X um möndul sinn eins og jörðin. X Árið á Venus er 225 dagar. j:j Þykki og glitrandi þokuhjúp- X urinn} sem veldur þvi, að Venus X er ein skærasta stjarnan á kvöld- j:j himninum okkar, er að líkindum X úr olíudropum, sem endurvarpa jj; sólarljósinu. En ef sú tilgáta er j:j rétt, er stjarnan sjálf mestmegn- X is samfelld olíumýri á yfirborð- jjj inu og ekki annað lifandi þar en j:j mjög lágstœðar bakteríur. Þó er X það ekki fortakandi, að undir ;j: lofthjúpnum felist risavaxnir j:j frumskógar með skriðdýrum, X sem eru alíka gerðarleg að vexti :j: og þau, sem byggðu jörðina á j:j fyrri öldum, og leifar fundizt af X í gömlum jarðlögum. í 20 filmdísir skulda milljón dollara í skatt •X Skattstjórinn þeirra þarna j:j vestra, það er a'ð segja í Banda- :j: ríkjunum, hefur nýlega auglýst lögtaksgerð fyrir vangoldnum j:j skatti nœr tuttugu kvikmynda- X goða þjóðarinnar, sem skulda Tin var í fyrstu aðallega notað í skartgripi. Elzti hluturinn úr tini, sem til er, er armband, sem notað var fyrir 4500 árum af einhverri til- haldsdrósinni á Lesbos. Skýrslur sanna að þrítug mann- eskja fráskilin — hvort heldur er karl eða kona — hefur tvöfalt meiri líkindi til að giftast aftur en mann- samtals yfir milljón dollara í j:j sjóð hins vestrœna Eysteins. — X Samkvœmt skránni í hinum am- :j: eríska Lögbirtingi skuldar Judy j:j Garland og bóndi hennar mest, X eða 47.000 dollara frá árinu 1946. X Mickey Rooney og Ealine kona j:j hans skulda 41.000 dollara og j:j söngvararnir Vic Damone 27.239 x dollara. Eru þetta allt ógreidd- j:j ir skattar frá 1956. — Svo koma j:j Maureen O’ Sullivan og John :j: Farrow með 22.467 dollara, Rory j:j Cakhoun og Lita Barrow með j:j 21.286, Otto og Mary Preminger X 18.885, Frankie Lane 28.381, j:j Peggy Lane og Dewy Martin j:j 33.348, Dalton Trumbo 6.886, X Brien Donlevy 4.465, Chico Marx j:j 2.832 og skáldið William Saroyan j:j 5.354. — En eiginlega eru allt X þetta smáupphœðir á móti kröf- jjj unni, sem hvílir á Charlie Chap- •;'• lin. Skattstofa U.S.A. telur hann ::: standa í 1.4 milljón dollara skuld, j:j en Chaplin, sem ekki er amerisk- X ur ríkisborgari og hefur átt X heima i Sviss síðustu árin, bros- j:j ir bara út í annað munnvikið en X muldrar út um hitt: Ég borga X það aldrei.“ j:j Fjölkvæni vandræðamál í Sovétsambandinu fá konur, X sem eignast yfir tíu börn viður- X nefnið „móðurhetjur“ og fylgir j:j vegsemd þeirra 700—800 rúbla X styrkur á mánuði. En þeir þarna X á móðurhetjuskrifstofunni í j:j Moskva hafa lengi verið að furða X sig á, hve margar slíkar barn- :j: eignavélar skuli vera í Azer- j:j baidsjan við Kaspíahaf. Þetta er X eitt af samveldislöndum Rúss- X lands, og þar eru ekki nema 3 j:j milljón íbúar. En í þessu litla jjj landi voru í hitteðfyrra 295 móð- :j'. urhetjur, eða álíka margar og í j:j Ukraina, en þar búa um 40 mill- X jónir manna. :j: En nú hefur „Bókmenntatíma- j:j ritið“ ráðið gátuna. Azerbaids- X jan er byggt múhameðstrúar- X fólki og samkvœmt þeirri trú j:j mega menn hafa fjórar konur, j:j þó að það sé bannað, samkvæmt X rússneskum lögum. Ein konan j:j er ,,aðalkonan“ og nú hafa þeir ::: fjölkvœntu í Aserbaidsjan séð X sér leik á borði. Þeir „skrifa hjá“ j:j aðalkonunni króana, sem hinar j:j konurnar þeirra eiga, og á þann :j: hátt verður „aðalkonan“ svona x frjósóm. En samveldisstjórninni j:: þykir misrétti í þessu, gagnvart X aumingja „móðurhetjunum“, sem jjj hafa staðið í barneign með til- j:j heyrandi þjáningum og vafstri X tíu sinnum. ::: eskja sem orðin er þrítug án þess að giftast. Meðalstór Banani inniheldur 105 hitaeiningar, en álíka stór appel- sína aðeins 45 hitaeiningar. Giftum konum sem vinna utan heimilisins í Bandaríkjunum fer sí- fjölgandi. Þær eru orðnar 12.7 millj.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.