Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 7
falkinn 7 Hún beitti öllum sínum töfr- um og með ýmsum krókaleiðum komst hún að raun um að hann væri í Alt Grabow sem lyffræði- nemi og léki í hjáverkum. Þegar hann hafði stund afgangs var hann að læra ensku. Með þessar upplýsingar hélt hún aftur til Parísar og var nú rórra en áður, og fór að skrifa honum bréf, sem Rauði krossinn annaðist um. — Hún sendi honum iíka matarböggla og vann með oddi og egg að því að fá hann látinn lausan. Loks kom tækifærið. Af því að Maurice hafði boðið sig fram sem sjálfboðaliða i hjúkrunarliðinu voru möguleikar á að fá hann látinn lausan fyrir milligöngu Rauða- krossins. í stað þess að skrifast á við aðal- stöðvar Rauðakrossins í Genéve gerði Mistinguett sér aðra ferð þangað. Og enn lenti hún í vand- ræðum við iandamærin, en linnti ekki látum fyrr en hún hafði lagt mál sitt fyrir lögreglustjórann og fékk að halda áfram. í Genevé hafði hún eignast marga vini er hún var þar í fyrra skiftið og nú fór hún sigri hrósandi heim frá Genéve: Hjúkrunardátinn Maurice Cheval- ier skyldi lótinn laus mjög bráð- lega! EKKI EINS OG ÁÐUR .... Tuttugu og sex mánuðum eftir viðskilnaðinn kom hann aftur til Mistinguett í París. Henni blöskraði hvernig hann leit út, því að stríðið hafði merkt hann eftirminnilegar en hann hafði látið í ljós í bréfun- um. Hún dekraði við hann á allar lundir og smám saman fóru kraft- arnir að koma aftur. En Parísarleikhúsin áttu í mikl- um fjárhagsörðugleikum um þessar mundir, og án þess að Chevalier hefði hugmynd um það barðist Mistinguett harðri baráttu fyrir að fá hann ráðinn sem mótleikara sinn á ný. Hann vissi ekki heldur að Mistinguett hafði gert samning við leikhússtjórnina um að borga hon- um hærra kaup en hann átti. Mist- iuguett borgaði mismuninn! En samkomulagið milli þeirra var ■ orðið öðruvísi en áður. Nú öfundaðist hann yfir því, að nafn hennar var með stærri' stöfum en hans á auglýsingunum. — Finnst þér það ætti að hafa nokkur áhrif á vináttu okkar? spurði hún hrygg. Chevalier viður- kenndi að þetta væri lítilmennska og nú var allt í góðu gengi milli þeirra um sinn eins og í gamla daga. En það varð æ ljósara að þau höfðu bæði breytst á þessum við- skilnaðartíma, meðan hann var í fangabúðunum. Chevalier hafði ekki jafn gaman af næturlífinu í París og hann hafði haft áður, en Mistinguett undi sér hvergi betur en í samkvæmum og kampavíns- veislum. Eftir að stríðinu lauk sá- ust þau sjaldnar og sjaldnar saman. Hún var afbrýðisöm og kvartaði stöðugt, því að hann væri mikið með ungum stúlkum. Mistinguett undirskrifaði samn- ing um leikferðalag til Ameríku. Crevalier fór líka til útlanda, en það var til London sem hann fór. Þannig lauk samvinnu þeirra Mist- inguett og Maurice Chevalier. STRÁHATTURINN. Eftir stríðið gekk revyan „Halló Hremíka!" á hinu fræga „Palace Theatre" í London. Elsie Janis og Owen Nares léku aðalhlutverkin — bæði mikið uppáhald borgarbúa — og þrátt fyrir lélegt árferði og ým- iskonar \andræði fyllti fólk leik- húsið mánuð eftir mánuð. Hvert einasta lag var heimtað endurtekið og aðalleikendurnir, sem léku elsk- andi par á sviðinu vöktu mikinn fögnuð. En bak við tjöldin var öðru vísi ástatt. Elsie Janis og Owen Naris hötuðu hvort annað og leik- hússtjórnin var síhrædd um, að þegar minnst varði færi allt í bál milli þeirra. Og hvað skyldi þá til varnar verða? — Leikhússtjórinn færði þetta í tal við Elsie. Hvað hún legði til málanna? Og Elsie sagðist eiga vin í París, sem gæti tekið við hlutverki Nares. Maurice Chevalier. — Maurice Chevalier? Guð forði okkur frá því. Hann yrði of dýr fyrir okkur. — Hann heimtar aðeins 100 pund á viku, og það er ekki nema helm- ingurinn af því, sem þið borgið Owen Nares. — En hann kann ekki ensku. — Hann lærði ensku meðan hann sat í fangabúðum Þjóðverja. Leikhússtjórnin símaði til Parísar og Chevalier kom, sá leikinn og sagði: — Ómögulegt! Þetta get ég ekki! En Elsie Janis var að mörgu leyti jafn seig og þrálát og Mistinguett. Hún gat fengið hann til að reyna að minnsta kosti æfingu með sér. Honum fór fram, og þó að enska Chevalier reyndist talsvert ófull- komin þá kom það ekki að sök. — Elsie sagði að það væri bara betra að hann talaði málið með frönsku- hreim. Og það kom á daginn að einmitt frönskubragðið að ensku Chevaliers varð til þess að Lundúnabúar gátu ekki staðist hann. Chevalier lék þetta hlutverk í þrjá mánuði og í frístundunum ferðaðist hann um landið, kynntist ýmsum, sem urðu honum að gagni síðar á æfinni og kynnti sér leikað- ferð ensku revyuleikhúsanna. Og nú datt honum allt í einu í hug að reyna sig í nýju hlutverki: hann vildi leika enskan hefðarpilt í dökkrauðum klúbbjakka, gulum buxum, með hvíta hanska og ökla- hlífar. Og í viðbót við þetta kom göngustafur og pípuhattur. Og þegar hann kæmi til Parísar ^Zlr annálimi Kláns frá Mervifs Anno 1539 kom kóngl. Majts bréf, það Claues van der Mervitsen skyldi frá þeirri stundu taka að sér Viðeyjar klaustur, fyrir hans marg- faldrar trúrrar þjónustu sakir, með allri þess tilliggjandi eign, að öllu tilleknu, þó að því tilskuldu að þeir múnkar og orðulýðir. sem þar væru, skyldu með tilbærilegum hætti hafa af honum sitt uppeldi og fyrirhugs- un. Eptir því sama gekk greindur Claues harðlega fram, tók og greip hvað sem fyrir varð. Anno 1539 supiceraði biskup Ög- mundur fyrir kóng, hvert í fyrstu inniheldur þakkargjörð fyrir fagra áminning, kóngur hefur gert með sínu sendibréfi til biskups Ögmund- ar framfylgd á guðs orði og þess prédikan, og segir: „hverju að vér viljum með guðs hjálp, eptir voru megni og sérhvers skynsemd, fulln- að gjöra, svo ekki skal annað finn- ast.“ — Því næst kunngerir biskup konunginum, hvað Claues van der Meruitz hafðist að anno 39, og klag- ar yfir, að hann hafi með ofríki inn- tekið Viðeyjar klaustur, hvað hann kallar stiktisins góz, fólk fangelsað saklaust, sem þar var. Framar meir undirvísar hann, að höfuðbréfið væri ekki samhljóða (sem fyrst var lesið) við copiu þá Claues lét skrifa. Framar meir kveðst biskupstólinn og stiktið vilja upp gefa, segir sig auman blindan mann, og biður um Viðeyjar klaustur til sinnar nauð- þurftar meðan lifði, og segir: „Því eg á hér nú litla dvöl héðan af.“ Þá var enn í sömu suplicatz: „En til þess, náðugi herra kóngur, að öll skillan og andleg stjórnan megi vel haldin verða, þá biðjum vér allir samt, að yður kóngleg Majt virðist oss hér annan innfæddan og vors móðurmáls að skikka, því biðjum vér allir saman um þennan yður nálægan herra Gizur Einarsson, ef þessi hinn sami líkar yðar náð og bíhagar, að yðar kóngleg náð virð- ist hann að confirmera og innsetja til yfirboða og forstjóra hinna and- legu prelátanna; hver eð sérlega elskar guðs orð, uppá það, að það heilaga evangelium mætti hér með oss framkvæmd hafa, ávaxtast og aukning fá; þessum hinum sama viljum vér, eptir bífalningu yðar kóngl. Majts hlýðugir og undirgefn- ir vera“. — Að síðustu í sögðu bréfi tilsegir biskup Ögmundur kóngin- um fyrir allra hönd, andlegra og veraldlegra stétta, til landhjálpar níu lestir skreiðar, að viðrétta þann skaða sem skeður var um þá ör- langa tíð nokkur ár. Datum alþingi þriðjudaginn næstan eptir Péturs messu og Páls anno 1539. ætlaði hann að reyna þetta gerfi i Casino de Paris. En tillögunni var ekki tekið með neinum fögnuði. Mönnum fannst þetta vera öfgafullt, svo að hann lét undan og stakk upp á smoking og pípuhatti. — Pípuhatti? hrópaði leikstjór- inn. — Það er hægt að nota hann í London, en alls ekki í París. — Þá nota ég stráhatt, sagði Chevalier. — Það væri fábjánalegt. Enginn gengur í smoking með stráhatt. — Einmitt þess vegna vil ég gera það. Ég ætla að innleiða nýja tísku! Og stráhatturinn hitti markið. Allir urðu hrifnir af þessu uppá- tæki Chevaliers, en hins er líka að gæta, að enginn gat meðhöndlað stráhatt með jafn mikilli prýði og hann. -AL vecý HISSA Einkennilegasta orgel heimsins mun vera í Atlantic City í Banda- ríkjunum. Það er smíðað úr göml- um bjórflöskum, bílgrind, gömlum barnavagni og ónýtri ryksugu. Ekki hefur verið tekið einkaleyfi á smíð- isgripnum, en talsvert hljóð kvað vera í pípunum. Ameríska landfrœðifélagið hefur eftir langvinnar rannsóknir komist að þeirri niðurstöðu, að zabra sé leir- Ijós skepna með svörtum röndum, en ekki svört skepna með leirljós- um röndum, eins og hingað til hef- ur verið talið. Nýjasta leikrit Noels Coward heitir „Nude with Violin“ og vekur stór- mikla athygli á Broadway í New York, en þar leikur höfundurinn sjálfur aðalhlutverkið — bryta. Það sem vekur ekki síst athygli er mála- kunnátta hans. í leiknum talar hann í síma frönsku, portúgölsku, spönsku, þýzku og ítölsku; auk þess rífst hann rússnesku við einn mótleikarann og ber fram samúðarkveðju á kínversku. Nóbelsverðlaunamaðurinn Bovet segir: Fyrrum héldu menn, að eins- konar svefnmiðstöð vœri í heila mannsins. En nú veit maður að þetta er alveg öfugt. Svefnin er eðlilegt ástand mannsins, en það að vera vakandi er meira eða minna óeðli- legt ástand þó ekki sé hœgt að kalla það óeðlilegt í venjulegri merkingu orðsins. f Ernest Hemingway var viðstaddur sýningu á kvikmynd, sem gerö haföi verið upp úr sögu hans „The Sun also Rises“. Er hann hafði setið i tíu mínútur spratt hann upp og gekk snúðugt út úr salnum. Kvikmynda- stjórinn Selznick, sem gert haföi myndina, kallaði á eftir honum: „Ef yður finnst myndin léleg, þá skuluð þér lesa söguna yðar aftur. Hún er miklu lélegri.“ Thorton Wilder, ameríska skáldið, segir: Það er oft afar erfitt að vera mannþekkjari og mannvinur um leiö.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.