Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 18.09.1959, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Upp frá þessu kvöldi lá París á hnjánum fyrir Mistinguett. Hún var orðin drottning revyleikhúsanna. Skáldin hópuðust um hana, og furstar og auðkýfingar rifust um hana í kvöldboðin sín. En þrátt fyrir alla þessa dýrð hélt Mistinguett jafnvægi og óskertri dómgreind. Hana hafði dreymt um þetta síðan hún var * um franskra, belgiskra, enskra og rússneskra hermanna og liðsfor- ingja. Þarna var mikið óheilnæmi og léleg aðbúð, og taugaveiki kom upp í fangabúðunum. Chevalier bauð sig fram til hjúkrunarstarfa og vann í lyfjabúð. Ásamt nokkrum frönskum leikurunum gat hann komið upp leiksviði í fangabúðun- um og haldið skemmtanir þar. vegabréf til Genéve, sem var hlut- laus borg. Hún lenti í erfiðleikum við landamærin, því að svissneska lögreglan hélt að hún væri njósnari, en eftir langt þref uppgötvaðist þessi miskilningur og hún hélt áfram til Genéve og auglýsti eftir heimilisfangi Chevaliers með milli- göngu Rauðakrossins. Þýzki herinn hafði átt í harðri baráttu á vestur- Iftaurice Cheðaliet VÍS^ÍASÖIVGVARINN SÍIIAGI OF DÓNALEG? Vinsældir Mistinguett fóru dag- vaxandi. Hún átti trygga aðdáend- ur i ,,Eldorado“ og var fagnað með miklum gleðilátum á hverju kvöldi. Ýmsir mundu hafa látið sér nægja vinsældirnar, sem hún hafði þegar hlotið, en Mistinguett var ekki þannig gerð. Það var stórt stökk frá fjölleikahúsinu og í stóru revyleikhúsin. En Mistinguett hik- aði ekki og eftir nokkra hríð var hún farin að syngja fyrir vandláta fólkið í Scala. En frumsýningin mistókst eigin- lega. Gagnrýnanda „Figaro“ þótti Mistinguett of dónaleg, og margir fleiri voru á sömu skoðun. Og Mistinguett hvarf aftur að fjölleikahúsunum, og allir töldu að þar væri hennar rétti vettvang- ur. . . . allir nema Mistinguett. Hún viðurkenndi að hún hefði ekki tekið áheyrendurna á Scala réttum tök- um, og kvaðst mundu læra af því. Nú var hún orðin þrítug og varð nú að hafa hraðan á og vinna fulln- aðarsigurinn. Hún náði sambandi við dægur- leikahúsið „Bouffes Parisiennes“, en forstjórinn sagði hikandi: „Ég vildi gjarnan ráða yður, en. . . .“ „En hvað? Látið þér það fokka, herra forstjóri!" — f fyrsta lagi get eg ekki borg- að yður jafn hátt kaup og þér fáið í „Eldorado“ . . . í mesta lagi helm- inginn. — Ég geng að því samt! — En svo er annar vandinn, og' hann er verri. — Látið þér það koma! — Ég hef engan leik, sem hentar yður. — En það hef ég. — Hvað er það? Hún rétti honum handrit, „La Mome Flora“. Dægurleikahöfund- urinn hafði samið þennan leik sér- staklega fyrir hana. Hún átti að leika blómastúlku, sem verður að hertogafrú. Leikurinn var í þrem- ur þáttum. — Þarna er hlutverk, sem er til- valið handa mér, herra forstjóri. Ég hef sjálf verið blómastúlka einu sinni, og þúsund sinnum hef ég ímyndað mér að ég væri hertoga- frú. Leikhússtjórinn féllst á þetta, og Mistinguett lék aðalhlutverkið og vann stórsigur. Nú dirfðist enginn að segja að hún væri dónaleg. 4. G R EI N barn, og árum saman hafði hún unnið markvisst að því að verða fræg. Nú hélt hún áfram að full- komna sig í söng og dansi. Hún fékk kenslu hjá frægustu kennur- um og sætti sig aldrei við að hvílast á lárberjunum. STRÍÐ OG FANGELSI. í lúxusíbúð sinni í Rue des Cap- ucines 24 tók hún á móti skáldum og listamönnum, og blöðin fluttu að staðaldri frásagnir af gestaboð- um Mistinguett. Hún var á hátindi frægðar sinnar þegar hún kynntist Chevalier. Hin töfandi, látlausa framkoma hans hafði mikil áhrif á hana, en eigi að síður sá hún glöggt gallana, sem voru á lionum á leiksviðinu. Hún lagfærði þá og í rauninni gerði hún hann að þeim galdramanni leik- sviðsins sem hann varð. í þrjú löng og fögur ár léku þau saman á stærstu leiksviðunum í París og öðrum borgum Frakklands og voru meir dáð af fjöldanum en allir aðrir. En einn góðan veðurdag fékk Maurice Chevalier bréf, sem hann hafði búist við lengi. Þetta var í desember 1913 og stríðshættan vofði yfir Evrópu. Árið 1908 hafði hann verið kvaddur í herþjónustu en fengið frest hvað eftir annað. En nú varð ekki hjá því komist að gefa sig fram. Hann kvaddi Mistinguett og móður sína með þungum hug og fór. Þær voru báðar í öngum sínum, en skylda er skylda og nú varð hinn dáði söngvari Maurice óbreyttur fótgönguliðsmaður. Undir eins og dátarnir og yfirmennirnir fréttu að hann væri leikari fitjuðu þeir upp á trýnið, en þeim skjátlaðist. Chev- alier varð góður hermaður, og í september 1914 — eftir að hann hafði átt nokkra leyfisdaga, sem hann eyddi með Mistinguett — var hann sendur í virkið Melun. Hann lenti fljótlega í orustum, særðist al- varlega og Þjóðverjar tóku hann til fanga. Eftir nokkra dvöl í Rauðakross- sjúkrahúsi var hann sendur til Þýzkalands, í fangabúðirnar Alt Grabow. Þar var hann með þúsund- MISTINGUETT SKERST í LEIKINN. Mistinguett var í Scala-leikhús- inu er hún frétti að Maurice hefði særst alvarlega og verið tekinn til fanga. Þegar sýningunni lauk bað hún um nokkurra daga orlof og hitti að máli áhrifamikinn vin sinn, sem útvegaði henni sérstakt vígstöðvunum allan veturinn, og enginn vissi hvar þessi franski fót- gönguliði var niðurkominn. En Miss hafði strengt þess heit að fara ekki frá Genéve fyr en hún hefði fengið vissu sína um að Chevalier væri á lífi og hvar hann væri. Og þá var næst að fá hann látinn laus- an með fangaskiftum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.