Fálkinn - 30.10.1959, Side 7
FÁLKINN
7
og tímarit. Hann skrifar að vísu
ekki vegna ritlaunanna, fyrst og
fremst, heldur af því að hann álítur
FBI þess virði, að það verði sem
kunnast um allan heim. Þegar tími
gefst til, ferðast hann um og held-
ur fyrirlestra ókeypis í æskulýðs-
félögum og skólum. — Aðaltilgang-
ur minn er að sýna, að það sé lög-
reglustarfið en ekki það að fremja
glæp, sem sé spennandi. Ég álít, að
það sé betra að fyrirbyggja glæpi
en berjast við glæpamenn . .
Hann les ekki lögreglusögur og
gerði það ekki heldur þegar hann
vár ungur. Þegar hann vill hvíla
sig, les hann kúrekasögur. En mest
gaman hefur hann af æviminning-
um. Og bezta skemmtun "hans er
að horfa á Baseball og knattspyrnu.
Hann er oftast viðstaddur á stóru
mótunum í Washington og New
York.
Hoover veit um fleiri leyndarmál
en nokkur maður annar í Banda-
ríkjunum. Meðal annars veit aðeins
hann og Tolson nöfnin á öllum þeim
„under cover agents“, er lifa sem
tvífarar og haldg sig með glæpa-
mönnum til þess að snuðra um að-
gerðir þeirra fyrir FBI. Þessir leyni-
sendlar eiga að komast að helztu
leyndarmálum bófafélaganna, og oft
hafa þeir komið fram sem aðal-
vitni í njósnamálum. Og allar upp-
lýsingarnar, sem hundruð erindreka
frá FBI safna, eru sendar til skrif-
stofu Hoovers sjálfs. Stundum verða
þær til þess að starfsmanni í ein-
hverju sendiráðinu er vísað úr
landi, stundum til þess að handtekn-
ir eru njósnarar, sem grunur hefur
hvílt á í fjölda ára. í New York
var nýlega tekinn njósnari, sem
hafði verið undir eftirliti í þrettán
ár. Þeir Hoover og Tolson afráða
— Hvað skyldi þetta nú eiga að
tákna hjá listamanninum?
Hann málaði maharajinn af Indore.
handtökurnar oftast við matborðið
í Harvey Restaurant við Connecti-
cut Avenue, þar sem þeir borða
saman þrisvar til fjórum sinnum
í viku.
Borðið er handa fjórum, en tveir
stólarnir standa upp við þil, til að
sýna, að þarna eigi ekki nema tveir
að sitja. En það er eina varúðar-
Hans faðir var síra Einar Snorra-
son, sem hélt Staðarstað á Öldu-
hrygg allt til ellidaga. Móðir hans
hét Ingiríður Jónsdóttir, skilgetin
systir biskups Stepháns. Systkin
herra Marteins voru þessi: Pétur,
Brandur, Þorvarður og Nikulás,
Guðrún Einarsdóttir; þau voru öll
sammædd og samfædd: Marteinn,
Þorvarður og Guðrún, en Brandur
og Pétur voru sammæddir, og hét
móðir þeirra Gróa. Þorvarður var
yngstur þeirra bræðra, hann stúder-
aði í Danmörk og varð Bachalarius
(rétt. Baccalaureus); hann nadað-
ist áður en hann varð Magister.
Herra Marteinn sigldi IX vetra
með Engelskum, og var IX ár sam-
fleytt í Englandi; sigldi hann fyrst
með Róbert (eða Hobert), sem hér
fékk systur hans, Guðlaugu Einars-
dóttur; var þessi Robert veturtöku-
maður hjá séra Einari Snorrasyni
á Staðarstað og giptist henni, var
brúðkaupið á Rifi á kost Engelskra,
létu Engelskir til sína tunnu víns af
hverju skipi, en þar lágu IX skip,
stóð veislan hálfan mánuð; sigldu
þau það sumar og herra Marteinn
með þeim; gekk hann í engelskan
skóla og iðkaði síðan málverk; eptir
það var hann tvö ár í Grindavík
kaupmaður, til þess hann var tví-
tugur, vildi þá faðir hans ekki leyfa
honum það lengur, og beiddist bisk-
up Ögmundr eptir honum, svo var
hann ér málari og málaði kirkjuna
gömlu. Hann var mjög ljúfur mað-
ur. Vígðist hann nokkru síðar og
tók Staðarstað eptir föður sinn, var
síðan kjörinn til biskups eptir frá-
fall herra Gizurar; var kosinn á al-
mennilegri prestastefnu og sigldi
það sama sumar, og kom aptur ann-
að ár; með honum sigldi síra Þórður
Marteinsson og síra Þorvarður, sem
síðar var prestur á Setbergi. Sira
Þórður sonur herra Marteins var
vel lærður maður og kostulega máli
farinn, vilja sumir halda að hann
hafi útlagt þá sálma, sem menn
kalla Marteins sálma. Stóð nú enn
allt kyrrt, svo sem komið var, í
tíð herra Gizurar, svo að Danskir
höfðu engar meiri tiltektir.
— Síra Pétur Einarsson, bróðir
herra Marteins, sigldi bæði í Þýzka-
land og Danmörk og framaðist mjög
í þessum siglingum; hann hélt fyrst-
ráðstöfunin, sem þessir tveir höfuð-
paurar gera.
Oft sitja þeir þarna þrjá tíma eða
lengur, en Hoover kemst alltaf svo
snemma heim, að hann geti labbað
út með hundana sína. Butch og G-
boy mundu móðgast, ef það færist
fyrir.
ENDIR.
ur Reynistaðaness klaustur eptir
abbadísirnar, item var hann ráðs-
maður í Skálholti eitt ár; hann var
og nokkra stund umboðsmaður á
Bessastöðum, því hann var lengi
vel látinn af Dönskum, og halda
sumir hann hafi lítt hollur verið
landinu. Síðan fékk hann Hjarðar-
holt fyrir beneficium, og vígðist
gamall, hann hafði og Stapasýsluna
og keypti' Stapann að Dönskum, en
meðan hann hafði Stapann, lét hann
setuprest vera á Hjarðarholti. Síðan
tóku þeir af honum Stapann fyrir
alls ekki, utan þeir léðu honum Fag-
urey vestur hjá Hvammi og nokkr-
ar kóngsjarðir, meðan hann lifði.
Kona síra Péturs var Ingiríður Guð-
mundardóttir, systir Daða bónda í
Snóksdal; þau áttu engin börn, ut-
an Katrínu Pétursdóttur, sem Teitur
í Ásgarði eignaðist; hans son var
Einar Teitsson og hans systkin.
Guðrún Einarsdóttir, systir herra
Marteins, var kona Daða heitins
Guðmundssonar í Snóksdal. Þeirra
börn voru Einar og Þórunn. Einar
andaðist heima í Snóksdal, í land-
farsótt, þá hann stóð í giptingum,
og tók sóttina áður degi fyr en
hann skyldi ríða í sitt brullaup til
Sigríðar Þorleifsdóttur til Skarðs á
Skarðsströnd, og andaðist þam.
sama dag sem brullaupið skyldi
vera; lá ekki utan iij eða iiij daga.
— Þórunni Daðadóttur giptist Björn
Hannesson, bróðir Eggerts, þeirra
son var Hannes Björnsson, hann
átti Guðrúnu Ólafsdóttur;.þau áttu
syni tvo, Eggert og Ólaf, og nokkr-
ar dætur. Eggert Hannesson í Snóks-
dal átti dóttur Hákonar í Nesi;
hans son Hannes, sem fékk Jórunni,
dóttur Jóns heitins Magnússonar á
Haga á Barðaströnd. Fleiri eru
systkin Hannesar. — Ólafur átti
dóttur Gísla heitins Þórðarsonar
fyrst. Þórunni Hannesdóttur á Gísli
Björnsson; Steinunni á Árni Gísla
son á Ytra-Hólmi. Ragnheiði Hann-
esdóttur átti fyrst Jón Sigurðsson í
Einarsnesi, og við henni þrjá syni;
síðan giptist hann dóttur síra Jóns
heitins í Hítardal, systur síra Þórð-
ar, sem nú heldur sama stað og gipt-
ist dóttur Árna Oddssonar lög-
manns.
hissa
I
Til eru menn, sem lifa á því að
svitna. Þeir eru ráðnir til prjóna-
vöruverksmiðjanna og látnir svitna
í nýjum nærfatategundum, til að
rannsaka hvernig þau þoli svitann.
,,Svitarinn“ fer í nærfötin og er
settur inn í sjóðheitan skáp, og þar
situr hann reykjandi og les glæpa-
sögur meðan svitinn bogar af hon-
um.
—o—
Tilkynnt var 16. febrúar 1955, að
rússneskir landkönnuðir hefðu
fundið 24.664 feta háan tind í Norð-
austur-Síberíu. Tindurinn var skírð-
ur Stalinstindur og er hœrri en
nokkur fjallstindur í Evrópu, Am-
eríku eða Afríku.
—o—-
Það kostar kringum 140 milljón
krónur að smíða 40.000 lesta tank-
skip í ár.
-—o—
1 swmum sveitum Kóreu er það enn
siður, að fólk borgar ekki lœknum
þóknum nema sjúklingum batni. En
ef sjúklingurinn deyr er lœknirinn
skyldugur til að vera líkmaður við
jarðarförina. Það fylgir sögunni að
mjög lítil aðsókn sé að lœknaskól-
unum í Kóreu.
í Bandaríkjunum eru kringum
70.000 zigaunar og lifa flestir á
því að spá.
í tilefni af 100 ára afmæli Tafts,
fyrrum Bandaríkjaforseta, hefur
verið efnt til sýningar á minjum eft-
ir hann í Connecticut. Það sem
mesta athygli vekur á sýningu þess-
ari er flygsa úr náttskyrtu, sem rif-
in var í hengla utan af Taft þegar
hann var stúdent i Yale-háskólan-
um.
VEL AF SÉR VIKIÐ. — Myndin er
tekin af leik tveggja spanskra
knattspyrnuflokka í Madrid. Þar
voru það tveir menn, sem gátu sér
frægð, nfl. markmaðurinn — og
Ijómyndarinn, sem tók myndina.
Hann fékk heiðursskjal og 15.000
peseta verðlaun frá spanska knatt-
spyrnusambandinu fyrir beztu
íþróttamyndina.
ALVEG
tK